Tölvuþjónusta

Tölvuþjónusta

Netkerfi Menntaskólans á Egilsstöðum hefur frá upphafi verið í stöðugri þróun eftir því sem skólinn hefur stækkað og tækninni fleygt fram. Kerfisstjóri hefur umsjón með og ber ábyrgð á rekstri og þróun netkerfis skólans ásamt því að þjónusta nemendur jafnt sem starfsmenn varðandi upplýsingatækni í námi og kennslu.

Helstu hlutverk kerfisstjóra eru:

1. Þjónusta við nemendur og starfsmenn
• Hvers kyns aðstoð vegna tölvutengdra vandamála.

2. Tæknimál
• Rekstur og dagleg stjórnun staðarnets og tenging við Internetið
• rekstur og stjórnun þráðlausra neta fyrir nemendur og starfsmenn.

3. Heimasíða skólans
• Daglegur rekstur heimasíðu
• fagleg yfirumsjón
• aðstoð við innleiðingu nýjunga
• ráðgjöf til kennara við notkun og innsetningar.

4. Upplýsingatækni
• Upplýsir kennara og nemendur um nýjungar í upplýsingatækni
• innleiðir nýjungar í upplýsingatækni
• þjálfar kennara í notkun upplýsingatækni
• þjálfar kennara í notkun tækja til kennslu
• fylgist með því sem ber hæst í hugbúnaðargerð
• heldur námskeið fyrir kennara og starfsfólk.

5. Rafræn stjórnsýsla
• Dagleg umsjón og samstarf við þjónustuaðila úthýsinga
• innleiðing nýjunga í samstarfi við þjónustuaðila.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579