Skráning fjarvista:
Eftir að kennari hefur lokið skráningu er færð seinkoma (S) fram að því að 20 mínútur eru liðnar af tíma. Eftir það er gefin fjarvist.(F).
Agamál:
- Kennari ræðir við nemanda um hegðun hans.
- Umsjónarkennari látinn vita um málið.
- Skrifleg áminning kennara (eyðublað).
- Afrit til umsjónarkennara, skólameistara og foreldra.
- Brottvísun úr áfanga um tiltekinn tíma (eyðublað).
- Hegðunarbrot teljast m.a. að:
- hlýða ekki fyrirmælum kennara.
- trufla kennslu með tali og látbragði, þannig að kennari þurfi endurtekið að áminna.
- sýna kennara eða samnemendum ókurteisi í orðbragði eða látæði.
- sinna ekki verkefnum sem vinna á í kennslustundum.
- borða í tímum, nota síma o.s.frv. (sjá skólareglur).
- mæta ósofinn í skólann og sofa í kennslustundum.
Samþykkt á kennarafundi 7. sept. 2001 og staðfest í skólaráði 5. okt 2001.