Áfallaáætlun

Áfallaáætlun

Viðbrögð við áföllum í ME

Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs merkir orðið áfall m.a. slys, tjón, mótlæti, þungbær reynsla eða sjúkdómur.
Dauðsföll og slys gera ekki boð á undan sér og því er fólk misvel í stakk búið að taka á áföllum og vinna úr þeim.

Áfallaráð
Áfallaráð fer með verkstjórn þegar válegir atburðir gerast sem snerta nemendur og starfsmenn skólans. Í meginatriðum er hlutverk áfallaráðs að gera vinnuáætlun svo bregðast megi fumlaust og ákveðið við, þegar áföll hafa orðið, s.s. bráð veikindi, alvarleg slys, dauðsföll eða aðrir atburðir sem líklegir eru til að kalla fram áfallastreitu og/eða sorgarviðbrögð.
Áfallaráð vinnur eftir skýrri og afdráttarlausri áætlun um hver sinni hvaða hlutverki, í hvaða röð og hvernig beri að bregðast við áföllum.
Mikilvægt er að huga vandlega að óskum fjölskyldna þeirra sem hlut eiga að máli hverju sinni. Við skipulag áfallahjálpar og viðbragða, þarf að hafa í huga alla þá einstaklinga sem koma að starfsemi skólans s.s. nemendur, aðstandendur, kennara, stjórnendur, starfsfólk heimavistar og starfsfólk í eldhúsi.
Áfallaráð skal sjá til þess að allt starfsfólk fái kynningu á áætluninni og að kennarar fái stuðning og hjálp.
Í kynningu með foreldrum/forráðamönnum nýnema að hausti eru foreldrar/forráðamenn beðnir um að láta ávallt vita ef breyting verður á aðstæðum nemenda vegna alvarlegra slysa, veikinda, dauðsfalla eða annarra áfalla.
Í áfallaráði sitja:
               Skólameistari
               Skólafélagsráðgjafi
               Mannauðsstjóri/Áfangastjóri
Ef við á
               Húsfreyja á heimavist
               Ritari skólans
Skólameistari er formaður ráðsins og kallar það saman þegar þörf krefur.

Uppfært 7.11.2017

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579