Endurmenntunarstefna

Endurmenntunarstefna

Starfsfólk Menntaskólans á Egilsstöðum leitast við að þjálfa sig til nýrra og breyttra verkefna og laga sig þannig að síbreytilegum kröfum sem starfið gerir til þeirra. Það er hvatt til að afla sér aukinnar þekkingar og því gefinn kostur á að sækja námskeið og mennta sig á hvern þann hátt sem að gagni má koma. Skólinn telur æskilegt að starfsmenn sæki viðurkennd námskeið, málþing og/eða fagráðstefnur árlega. Mikilvægt er að starfsmenn deili þekkingu sinni og séu reiðubúnir til að aðstoða hver annan í daglegum viðfangsefnum. Hægt er að sækja um að skólinn greiði kostnað við námskeið eða fundi sem ekki fást styrkir til úr sjóðum starfsmanna sjálfra. Skólinn verður við því eins og fjármagn leyfir hverju sinni. Kennarar fá svigrúm til að sinna tilrauna- og þróunarstarfi, námsefnisgerð og nýjungum. Starfsmenn og stjórnendur bera sameiginlega ábyrgð á endurmenntun.

Starfsfólk fær umbun fyrir endurmenntunarnámskeið og vettvangsnám samkvæmt viðkomandi kjarasamningi.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579