Félagsstarf nemenda

Félagsstarf nemenda

Nemendafélag Menntaskólans á Egilsstöðum (NME) er hagsmunafélag nemenda og stendur fyrir ýmsum viðburðum. Því er stýrt af nemendaráði og í því sitja formaður, varaformaður, fjármálastjóri, skemmtanastjóri, meðstjórnandi, pésastýra, formaður tónlistarráðs ME, formaður málfundafélags ME, formaður íþróttafélags ME og fulltrúi nýnema. NME á tvo fulltrúa í skólaráði sem er skólameistara til samráðs og aðstoðar. Ýmsir stórir viðburðir eru haldnir á vegum NME á hverju skólaári en þar má helst nefna 1.des, sem er árshátíð nemenda, og Barkann, söngkeppni nemenda. Einnig eru smærri uppákomur í boði svo sem kvikmyndakvöld, íþróttaviðburðir og tónleikar. Lýðræðislegar kosningar eru haldnar í lok hverrar vorannar þar sem kosið er í allar stöður NME fyrir næsta skólaár. Allir nemendur geta boðið fram krafta sína í öflugt félagsstarf.
Heimasíða NME.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579