Móttaka nýrra starfsmanna

Móttaka nýrra starfsmanna

Við komu nýs starfsmanns í Menntaskólann á Egilsstöðum sinna ábyrgðaraðilar hlutverkum sínum samkvæmt þessu skipulagi:

Skólameistari/mannauðsstjóri sér um að:

 • Kynna launamál og stofnanasamning
 • útskýra og undirrita ráðningarsamning
 • kynna stefnu skólans og skipurit
 • kynna starfslýsingu
 • útvega vinnusvæði, lykla og starfsmannahandbók
 • sýna kennsluhúsnæði, heimavist og mötuneyti
 • setja almenna starfsmenn inn í störf sín.

Áfangastjóri sér um að:

 • Upplýsa um stundaskrármál og fyrirkomulag kennslu
 • kenna á Innu og afhenda aðgangsorð
 • kynna skólasóknarreglur
 • kynna kennsluvef
 • kynna brautir, brautakjarna og áfangaframboð.

Kennslustjóri/verkefnisstjóri brautar sér um að:

 • Vera nýjum kennara innan handar varðandi framsetningu kennsluáætlana, kennsluhætti og námsmat
 • kynna faglegar áherslur í starfi skólans og setja viðkomandi inn í starfið
 • setja stuðningsfulltrúa inn í sín störf eigi það við.

Kerfisstjóri sér um að:

 • Afhenda tölvu og setja upp prentara, tölvupóst og annan tölvubúnað
 • setja upp áfanga á kennsluvef og afhenda aðgangsorð
 • kenna á ljósritunarvélar, prentara og tæknibúnað í kennslustofum og sal.

Kennslustjóri fjarnáms sér um að:

 • Kynna fjarnám skólans og hlutverk fjarkennara
 • veita upplýsingar um fjarnema
 • kenna á kennsluvef.

Verkefnisstjóri Nemendaþjónustu sér um að:

 • Kynna uppbyggingu nemendaþjónustu.

Námsráðgjafi sér um að:

 • Kynna umsjónarkerfi skólans og hlutverk umsjónarkennara
 • upplýsa kennara um málefni einstakra nemenda ef það á við.

Skrifstofustjóri sér um að:

 • Afhenda ritföng og taka við veikindatilkynningum nemenda og starfsfólks.

Fjármálastjóri sér um að:

 • Skrá yfirvinnu samkvæmt rökstuddri beiðni.

Viðkomandi trúnaðarmaður sér um að:

 • Kynna starfsemi stéttarfélags
 • afhenda dagbók KÍ.

Formaður Búbótar sér um að:

 • Kynna starfsemi Búbótar.

Yfirmaður mötuneytis sér um að:

 • Setja starfsmenn mötuneytis inn í störf sín.

Þegar um aðra starfsmenn ræðir en kennara og starfsfólk mötuneytis sér skólameistari eða mannauðsstjóri um að koma þeim inn í störf sín.
Innan mánaðar athugar mannauðsstjóri hvernig nýjum starfsmönnum gengur að fóta sig á nýjum vinnustað.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579