Umhverfisstefna og áherslur í umhverfismennt

Umhverfisstefna og áætlun

Umhverfisstefna Menntaskólans á Egilsstöðum

Við Menntaskólann á Egilsstöðum er lögð áhersla á að efla umhverfisvitund nemenda og starfsmanna, auka ábyrgðartilfinningu þeirra og meðvitund um sitt nánasta umhverfi sem og umhverfismál á heimsvísu. Í starfi skólans er markvisst stuðlað að sjálfbærni á sem flestum sviðum og leitast við að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum skólastarfsins. Keppt er að því að umhverfi skólans, jafnt innandyra sem utan, sé snyrtilegt og heilnæmt. Leitast er við að hafa umhverfisstefnu skólans skýra og vel sýnilega nemendum, starfsmönnum og foreldrum.
Við skólann starfar umhverfisnefnd sem skipuð er nemendum og starfsmönnum. Skólameistari setur nefndinni erindisbréf.

Áhersluatriði
• Fræðsla um umhverfisvernd og sjálfbærni er í skyldunámi allra nemenda
• Snyrtilega er gengið um skólann og lóð hans. Ekki er gengið á útiskóm um húsnæði skólans. Fylgst er með orkunotkun í gegnum grænt bókhald og unnið markvist gegn orkusóun.
• Tölvu- og upplýsingatækni er nýtt til að draga úr pappírsnotkun og áhersla lögð á rafræn samskipti.
• Við innkaup er leitast við að kaupa umhverfisvænar og endurnýtanlegar vörur.
• Lögð er áhersla á flokkun og endurnýtingu sorps. Flokkunarílát eru aðgengileg og sýnileg.
• Skólinn hvetur starfsmenn og nemendur til að nota umhverfisvænan ferðamáta milli heimilis og skóla.
• Skólinn er þátttakandi í Grænum skrefum í ríkisrekstri og er að vinna að fyrsta skrefinu. Stefnt er að því að taka fyrsta skrefið á skólaárinu 2018-2019


Umhverfisáætlun

Skólaárið 2018-2019
Taka stöðuna í umhverfismálum skólans
Vinna að því að taka fyrsta Græna skrefið
Taka fyrsta Græna skrefið
Hefja vinnu við að ná Grænu skrefi númer 2
Stuðla að umhverfisvænum ferðamáta starfsmanna og nemenda.
Gerð verður innkaupagreining í skólanum.
Vekja nemendur og starfsfólk til umhugsunar með umhverfisdögum á vorönn
Í lok skólaárs fer fram stöðumat á umhverfismálum skólans og umhverfisáætlun sett til næstu þriggja ára.

Skólaárið 2019-2020
Ná skrefi númer 2 í Grænum skrefum
Hefja vinnu við að ná skrefi númer 3.
Skoða endurnýtingarmál í stofnuninni
Fækka ílátum undir almennan úrgang
Innleiða aðgerðir til að draga úr matarsóun
Í lok skólaárs fer fram stöðumat á umhverfismálum skólans og umhverfisáætlun sett til næstu þriggja ára.

Skólaárið 2020-2021
Ná skrefi númer 3 í Grænum skrefum
Hefja vinnu við að ná skrefi númer 4
Gerð er greining á úrgangsmyndun
Unnið er að aðgerðum til að kolefnisjafna losun vegna samgangna og úrgangs
Í lok skólaárs fer fram stöðumat á umhverfismálum skólans og umhverfisáætlun sett til næstu þriggja ára.

Samþykkt á skólafundi í maí 2015

Uppfærð áætlun 30.10.2018

 

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579