Fjarnám

Fjarnám

Flestir áfangar sem kenndir eru í Menntaskólanum á Egilsstöðum eru einnig í boði í fjarnámi. Notað er fjarkennslukerfið Moodle sem vistað er á vefnum www.kennsluvefur.is. Kennt er samkvæmt nýrri skólanámskrá ME og er hverri önn skipt í tvær u.þ.b. 8 vikna lotur sem við köllum spannir (fyrri og seinni spönn). Sjá „Skólanámskrá“ undir SKÓLINN hér fyrir ofan til hægri.

Áföngum er yfirleitt lokið á einni spönn, sem þýðir að fjarnemar sem taka einn til tvo áfanga á spönn geta lokið allt að fjórum áföngum samtals á önn. Ekki er þó mælt með að teknir séu fleiri en einn áfangi í einu með öðru námi eða vinnu, þar sem nám í spannarkerfi er á tvöföldum hraða miðað við hefðbundið annarkerfi. Því þarf að óska sérstaklega eftir því að fá að taka fleiri en einn áfanga á spönn en þrír áfangar teljast vera fullt nám og er algjört hámark í fjarnámi.

Ath. Tekið er við umsóknum fyrir heila önn í einu og áföngum síðan raðað á spannir. Einnig getur verið möguleiki að koma beint inn á seinni spönn ef pláss leyfir. En vegna fjölda umsókna og þrengri fjárhagsramma skólans hefur því miður ekki reynst unnt að samþykkja allar fjarnámsumsóknir undanfarin misseri.

Tekið var við umsóknum fyrir báðar spannir vorannar 2017 í desember sl. Skráningarsíðan var opnuð aftur um miðjan febrúar fyrir þá sem vildu koma beint inn á seinni spönn. Því miður var ekki hægt að opna fyrir skráningu í alla áfanga, þar sem sumir voru þá þegar orðnir fullir.

Fyrri spönn hófst 4. jan. og lauk 2. mars. Lokaeinkunnir hafa verið birtar í Innu.

Seinni spönn hófst 13. mars og lauk með námsmatsdögum 15. - 19. maí. Lokaeinkunnir eru birtar í Innu í síðasta lagi mið. 24. maí. Kennarar og starfsfólk ME þakkar fjarnemum sínum fyrir önnina og óskar þeim gleðilegs sumars.

Ekki er boðið upp á sumarönn en tekið verður við umsóknum fyrir haustönn 2017 á www.me.is frá miðjum júní fram í miðjan ágúst. Fyrri spönn haustannar hefst 21. ágúst.


ME býður í samstarfi við 12 aðra framhaldsskóla á landsbyggðinni upp á fjarnám á starfsnámsbrautum undir nafni Fjarmenntaskólans. Nánari upplýsingar eru hér og á www.fjarmenntaskolinn.is.


ATHUGIÐ!  Mikilvægt er að fjarnemar hafi netfang og sæmilega góða nettengingu. Grunnforrit eins og ritvinnsluforrit og forrit til að skoða PowerPoint glærur, þurfa að vera til staðar, þekking nemenda á notkun þeirra og færni til að tileinka sér notkun kennsluvefs. Síðast en ekki síst þurfa fjarnemar að hafa tíma til að stunda námið!

Þeir nemendur sem eru með Hotmail eða Gmail netföng eru beðnir að athuga að líklegt er að fjölpóstur til þeirra lendi í möppu fyrir ruslpóst þar sem honum getur verið eytt eftir einhverja daga. Þetta getur átt við um póst frá ME, en er hægt að forðast með því að setja viðkomandi netfang á lista yfir örugg netföng (Safe List).

Nánari upplýsingar í síma 471-2500 eða hjá kennslustjóra fjarnáms, netfang fjarnam@me.is.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579