Húsakostur og aðstaða

Húsakostur og aðstaða

Heimilisfang skólans er Tjarnarbraut 25 á Egilsstöðum.

Kennsla fer að mestu fram í kennsluhúsi en heimavistir, mötuneyti, bókasafn og félagsaðstaða nemenda eru í heimavistarhúsi sem stendur fáum metrum norðan kennslubyggingarinnar. Íþróttir eru kenndar í íþróttahúsi sem stendur austan Tjarnarbrautar gegnt skólahúsum.

Aðalinngangar kennslu- og heimavistarhúss eru nokkurn veginn hvor gegnt öðrum. Á austurgafli kennsluhúss er inngangur starfsmanna á efri hæð en inngangur nemenda (bakdyr) á neðri hæð. Inngangur í mötuneyti ME er á austurgafli vestur-austur álmu heimavistarhúss.

Á heimavist skólans eru fjórir gangar með 52 herbergjum. Flest herbergin eru 2ja manna en þó eru 13  tveggja hæða herbergi ætluð þremur. Alls er pláss fyrir 117 íbúa á heimavist ME.

Aðgengi hreyfihamlaðs fólks að húsakosti skólans hefur verið bætt til muna á undanförnum árum. Lyfta eru í kennsluhúsi og í heimavistarhúsi auk þess sem salerni fyrir hreyfihamlaða eru í báðum húsum. Eitt vistarherbergi heimavistarhúss er sérstaklega útbúið fyrir hreyfihamlaða. Bílastæði fyrir hreyfihamlaða er á milli kennslu- og heimavistarhúss og annað við inngang nemenda á neðri hæð kennsluhúss.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579