Mat og úttektir

Mat og úttektir

Samkvæmt lögum um framhaldsskóla er markmið mats og eftirlits með gæðum starfs í framhaldsskólum að:

  • Veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks framhaldsskóla, viðtökuskóla, atvinnulífs, foreldra og nemenda
  • tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár framhaldsskóla
  • auka gæði náms og skólastarfs og stuðla að umbótum
  • tryggja að réttindi nemenda séu virt og að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum.

Mat á skólastarfi í framhaldsskóla er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða mat sem skólar framkvæma sjálfir og er hér kallað innra mat. Hins vegar er um að ræða mat sem unnið er á vegum menntamálaráðuneytis eða annarra og er nefnt ytra mat.

Innra mat
Innra mat Menntaskólans á Egilsstöðum veitir upplýsingar um starfshætti skólans, stuðlar að umbótum og auknum gæðum og er liður í þróun skólastarfs. Matið greinir hvað gengur vel og hvað miður og eru ákvarðanir um umbætur teknar á grundvelli niðurstaðna. Matið tekur mið af þeim markmiðum og gildum sem fram koma í lögum, reglugerðum og aðalnámskrá. Jafnframt tekur það mið af starfsaðferðum og sérstöðu skólans.

Ytra mat
Menntamálaráðuneyti annast öflun, greiningu og miðlun upplýsinga um skólahald í framhaldsskólum. Það er liður í reglubundnu ytra mati á gæðum skólastarfs ásamt úttektum, könnunum og rannsóknum. Ytra mat getur náð til framhaldsskóla í heild, aðferða við innra mat eða annarra skilgreindra þátta í starfsemi framhaldsskóla. Ráðuneytið leitast við að fylgja innra og ytra mati eftir með stuðningi, fræðslu og ráðgjöf til viðkomandi skóla þannig að slíkt mat leiði til umbóta í skólastarfi.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579