Náms og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjöf

Hlutverk náms- og starfráðgjafa sem starfar innan skólakerfisins er að standa vörð um velferð allra nemenda og vinna með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Hann er trúnaðar- og talsmaður nemenda og er bundinn þagnarskyldu.

Í samvinnu við Nemendaþjónustu ME eru helstu hlutverk náms- og starfsráðgjafa:

 • Aðstoð við nemendur að gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum, styrkleikum, gildismati og færni.
 • Ráðgjöf, leiðsögn og fræðsla, í formi námskeiða, hóp- eða einstaklingsráðgjafar, um vinnubrögð í námi: námstækni, tímastjórnun og frestun, markmiðssetningu, áætlanagerð, undirbúning fyrir próf o.fl.
 • Ráðgjöf og aðstoð við áfangval og gerð námsáætlana.
 • Að taka við og vinna úr umsóknum um sérúrræði í prófum.
 • Ráðgjöf í persónulegum málum nemenda sem hindra nám og störf, t.d. námsörðugleikar, samskiptaörðuleikar, AD(H)D, lestrarörðugleikar, einelti, kvíði, depurð, leiði, svefnerfiðleikar, áhugaleysi, einmanaleiki o.fl.
 • Eftirfylgni með námsgengi nemenda sem til hans leita eða til hans er vísað og gera tillögur til úrbóta gerist þess þörf.
 • Ráðgjöf og fræðsla við náms- og starfsval og miðlun upplýsinga um möguleika og framboð á námi og störfum.
 • Aðstoð og ráðgjöf vegna náms- og/eða atvinnuumsókna, ferilskráar- og færnimöppugerðar (portfolio) og almenns undirbúnings fyrir atvinnu- og/eða inntökuviðtöl o.fl.
 • Þátttaka í að skipuleggja ýmsar aðgerðir til að stuðla að betri líðan nemenda í skólanum.
 • Þátttaka í teymisvinnu Nemendaþjónustu ME. Tilvísun og samstarf við sérfræðinga innan sem utan skólans í samráði við nemendaþjónustuna.
 • Skipuleggja náms- og skólakynningar, bæði fyrir nemendur grunnskóla sem og háskólakynningar fyrir nemendur ME.

Markmið Menntaskólans á Egilsstöðum er að allir nemendur skólans fái markvissa náms- og starfsfræðslu og náms- og starfsráðgjöf og fái aðstoð, í formi ráðgjafar eða fræðslu, við að byggja upp hagnýtar vinnuaðferðir í námi. Hluti fræðslunnar fer fram innan og í gegnum lífsleikniáfanga skólans en allir nemendur geta leitað til náms- og starfsráðgjafa skólans utan þeirra. Nemendur ættu því að vera ófeimnir við að líta við hjá náms- og starfsráðgjafa bæði til að ræða um stórt og smátt.

Hér á undirsíðu Nemendaþjónustu ME verður með tímanum hægt að finna ýmis konar fræðsluefni í tengslum við tímastjórnun, námstækni, sértæka námsörðugleika, ADHD, kvíða og svefnvenjur sem og ýmislegt fleira fróðlegt. 

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579