Námsbrautir frá 2014

Framhaldsskólabraut

 

Framhaldsskólabraut 1

Lýsing

Megin markmið framhaldsskólabrautar 1 er að bjóða upp á skilgreind námslok af stuttri braut sem gefur góðan undirbúning undir frekara nám og störf. Á brautinni eru nemendur aðstoðaðir við að byggja upp trú á eigin getu og seiglu í námi, auk þess að efla sjálfsmynd og sjálfsskilning. Nemendur fræddir um mismunandi leiðir í menntakerfinu og aðstoðaðir við að marka sér stefnu í námi og starfi. Nemendur fá hagnýta menntun í kjarnagreinum jafnt sem öðrum greinum auk þess sem þeir eru fræddir um vinnumarkaðinn. Nemendum brautarinnar stendur til boða að fara í vinnustaðanám. Nám á brautinni er 90-120 einingar og tekur 6-9 spannir. Við námslok útskrifast nemendur með framhaldsskólapróf. Hér má sjá inntökuskilyrði á brautir skólans.

Hæfniviðmið

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að:
 • nýta í daglegu lífi það sjálfstraust og þá seiglu sem byggð er upp í náminu
 • meta mismunandi valkosti í menntakerfinu og setja sér raunhæf markmið varðandi nám og störf
 • þekkja sjálfan sig og trúa á eigin getu
 • tjá sig á greinargóðri íslensku í ræðu og riti
 • gera sig skiljanlegan á einfaldri ensku
 • meta tölur og stærðir í umhverfinu og takast á við hagnýtar reikniaðgerðir
 • afla sér upplýsinga með þeim verkfærum sem eru til taks
 • taka þátt í atvinnulífinu
 • taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi
 • tileinka sér lífsvenjur sem eru uppbyggilegar fyrir líkamlegt og andlegt heilbrigði
 • vinna á sjálfstæðan, ábyrgan og skapandi hátt undir leiðsögn
 • tjá skoðanir sínar og taka sjálfstæðar ákvarðanir
 • eiga jákvæð samskipti við aðra er byggja á umburðarlyndi fyrir skoðunum annarra og lífssýn
 • leysa úr ágreiningi, taka sameiginlegar ákvarðanir með öðrum og setja gagnrýni fram á viðeigandi og árangursríkan hátt
Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfniþætti á brautinni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • með því að efla talnalæsi þar sem unnið er með tölur, fjármál og stærðfræði daglegs lífs
 • með því að þjálfa nemendur í að nýta sér upplýsingatækni á markvissan hátt
 • með því að nemendur vinni hagnýt og áhugaverð verkefni sem þeir geta miðlað í töluðu eða rituðu máli
Námshæfni:
 • með því að nemendur þjálfist í árangursríkum vinnubrögðum og því að fara eftir leiðbeiningum
 • með því að nemandi öðlist sjálftraust og læri að þekkja styrkleika sína og veikleika
 • með því að nemandi læri að setja sér markmið í námi og starfi
 • með því að nemandi takist á við áskoranir í náminu
 • með því að nemandi geti beitt góðum vinnubrögðum á vinnustað undir leiðsögn
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • með því að í áföngum brautarinnar er lögð áhersla á skapandi hugsun og hagnýtingu þekkingar
 • með því að nemendur geti yfirfært þá hæfni sem þau tileinka sér við leik og störf
 • með fjölbreyttum kennsluaðferðum og verkefnum þar sem mismunandi hæfileikar nemenda fá að njóta sín
Menntun til sjálfbærni:
 • með því að gera nemendur meðvitaða um margvíslegar auðlindir náttúrunnar og skynsamlega nýtingu þeirra, s.s. með verkefnavinnu og vettvangsferðum
 • með því að efla vitund nemenda um sjálfbærni umhverfis, samfélags, menningar og efnahagskerfis þannig að þeir geti tekið upplýsta afstöðu til álitamála
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • með því að nemendur geti skilið einfaldan texta á enskri tungu, tjáð sig á einfaldan og skiljanlegan hátt, lesið sér til fróðleiks og tekið þátt í samræðum
 • með því að bjóða upp á nám við hæfi í fleiri tungumálum en ensku
Heilbrigði:
 • með því að, hafa íþróttir og heilsutengda áfanga í kjarna brautarinnar þar sem áhersla er lögð á hreyfingu, svefnvenjur, matarræði, heilbrigðan lífstíl, forvarnir og þjálfun í að taka ábyrgð á eigin heilsu
 • með því að styrkja nemendur í heilbrigðum lífsstíl án hverskonar vímuefna
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • með því að í íslenskunámi er sérstök áhersla lögð á að þjálfa lestur, lesskilning, ritun, og fjölbreytta málnotkun
 • með því að þjálfa nemendur í að tjá sig á íslensku í ræðu og riti
Lýðræði og mannréttindi:
 • með því að lögð er áhersla á rétt einstaklinga til náms við hæfi meðan fræðsluskylda varir
 • með því að komið er til móts við þarfir mismunandi einstaklinga og hópa með virku utanumhaldi í umsjón og einstaklingsbundinni aðstoð
 • með því að efla vitund nemenda um réttindi þeirra og skyldur
Jafnrétti:
 • með því að gefa öllum kost á að sækja nám við hæfi eftir lok grunnskóla
 • með því að á brautinni er lögð áhersla á jafnan rétt allra til náms meðan fræðsluskylda varir
 • með því að fræða nemendur um jafnréttismál og vinna með viðhorf þeirra þannig að þeir tileinki sér jafnréttishugsun

Framhaldsskólabraut 2

Framhaldsskólabraut ætluð þeim nemendum sem þurfa að styrkja undirstöðu sína í kjarnagreinum til að geta stundað nám á bóknámsbrautum til stúdentsprófs eða starfs- og verknámsbrautum.
Á framhaldsskólabraut er ennfremur boðið upp á stutt og hagnýtt nám sem nýtist á vinnumarkaði. Hér má sjá inntökuskilyrði á brautir skólans.

Markmið með námi á framhaldsskólabraut eru að:
 • koma til móts við nemendur sem vantar upp á undirbúning sinn til að hefja nám á framhaldsskólastigi á stúdentsbrautum eða bóklegum hluta iðnnáms
 • bjóða upp á skilgreind námslok af stuttri braut sem gefur jafnframt góðan undirbúning undir frekara nám
 • veita nemendum haldgóða og hagnýta menntun í íslensku og ensku
 • gefa nemendum kost á hagnýtum undirbúningi fyrir frekara nám í stærðfræði
 • aðstoða nemendur við að byggja upp trú á eigin getu og seiglu í námi
 • hjálpa nemendum að átta sig á mögulegum leiðum í menntakerfinu og hvert þeir vilja stefna í námi og starfi
 • efla sjálfsmynd og sjálfsskilning nemenda.
Námið er tveggja ára 90-120 eininga nám sem deilist á 4 annir eða 8 spannir. Á hverri önn taka nemendur 5 – 6 fög. Náminu lýkur með framhaldsskólaprófi á 2. hæfniþrepi.

Námið á brautinni felst í kjarnagreinum, áföngum í brautarlínum og frjálsu vali. Kjarnagreinar eru íslenska, ensku, stærðfræði og lífsleikni. Nemendur velja sér einhverja skilgreinda brautarlínu eða setja sjálfir saman sína eign línu. Dæmi um brautarlínu á framhaldsskólabraut er bóknámslína með 1. og 2. þreps áföngum félagsgreinabrautar.

Áfangar í brautarlínum og frjálsu vali geta tilheyrt öðrum námsbrautum skólans s.s. listnámi, íþróttum, félagsvísindum og tungumálum.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579