Námsbrautir frá 2014

Framhaldsskólabraut

Meginmarkmið framhaldsskólabrautar er að bjóða upp á skilgreind námslok af stuttri braut sem undirbýr nemendur fyrir frekara nám og störf. Á brautinni eru nemendur aðstoðaðir við að byggja upp trú á eigin getu og seiglu í námi, auk þess að efla sjálfsmynd og sjálfsskilning. Nemendum eru kynntar mismunandi leiðir í menntakerfinu og þeir aðstoðaðir við að marka sér stefnu í námi og starfi. Nemendur fá hagnýta menntun í kjarnagreinum jafnt sem öðrum greinum auk þess sem þeir eru fræddir um vinnumarkaðinn. 

Framhaldsskólabraut 1

Kjarni  1. þrep 50 einingar Ein.
Íslenska           1LL05 1LR05       10
Enska 1LS05 1OM05       10
Stærðfræði 1GR05 1AD05       10
Náms- og starfsfræðsla 1FN05 1ÁV05 1UM05     15 
Íþróttir 1HR01 1LH01 1SL01 1SS01 1UÞ01
             
            50 
Bundið val  1. þrep 30-70 einingar, 2. þrep 0-12 einingar                                    
Stærðfræði 1BT05 2LÆ05       10
Íslenska 1RM05/1MB05* 1KM05 2RR05     10*/15
Enska 1MR05/1LM05* 1TR05 2MO05     10*/15
Danska 1LM05 2MO       10
Félagsfræði 1TT05         5
Félagsvísindi 1ÞF05         5
Listir 1LS05         5
Matreiðsla 1AM05         5
Málnotkun 1GS05         5
Sjónlistir 1TE05         5
Smiðja 1HM05         5
Starfsnám 1VI05         5
Tölvunotkun 1GR05         5
Íþróttafræði 2ÞJ05         5
Íþróttagrein 2OP01         1
Útivist 1HR01         1
            40/70
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: 40 af 102
             
Frjálst val Í bundnu áfangavali eru þeir valáfangar sem eru í boði á framhaldsskólabraut 1. Nemendur velja valáfanga brautarinnar og annað námsframboð skólans eftir því sem við á. Fjöldi áfanga og einingafjöldi sem nemendur velja er einstaklingsbundinn. Markmiðið er að bjóða nemendum upp á fjölbreytt og einstaklingsmiðað nám.  
Samtals           90/120
Samanlagt 90-120 ein. Mega allar vera á 1. þrepi.
*Nemandi með C upp úr 10. bekk fara  í 1LM og 1MB í ensku og íslensku

Framhaldsskólabraut 2

Framhaldsskólabraut ætluð þeim nemendum sem þurfa að styrkja undirstöðu sína í kjarnagreinum til að geta stundað nám á bóknámsbrautum til stúdentsprófs eða starfs- og verknámsbrautum.
Á framhaldsskólabraut er ennfremur boðið upp á stutt og hagnýtt nám sem nýtist á vinnumarkaði. Hér má sjá inntökuskilyrði á brautir skólans.

Markmið með námi á framhaldsskólabraut eru að:
  • koma til móts við nemendur sem vantar upp á undirbúning sinn til að hefja nám á framhaldsskólastigi á stúdentsbrautum eða bóklegum hluta iðnnáms
  • bjóða upp á skilgreind námslok af stuttri braut sem gefur jafnframt góðan undirbúning undir frekara nám
  • veita nemendum haldgóða og hagnýta menntun í íslensku og ensku
  • gefa nemendum kost á hagnýtum undirbúningi fyrir frekara nám í stærðfræði
  • aðstoða nemendur við að byggja upp trú á eigin getu og seiglu í námi
  • hjálpa nemendum að átta sig á mögulegum leiðum í menntakerfinu og hvert þeir vilja stefna í námi og starfi
  • efla sjálfsmynd og sjálfsskilning nemenda.
Námið er tveggja ára 90-120 eininga nám sem deilist á 4 annir eða 8 spannir. Á hverri önn taka nemendur 5 – 6 fög. Náminu lýkur með framhaldsskólaprófi á 2. hæfniþrepi.

Námið á brautinni felst í kjarnagreinum, áföngum í brautarlínum og frjálsu vali. Kjarnagreinar eru íslenska, ensku, stærðfræði og lífsleikni. Nemendur velja sér einhverja skilgreinda brautarlínu eða setja sjálfir saman sína eign línu. Dæmi um brautarlínu á framhaldsskólabraut er bóknámslína með 1. og 2. þreps áföngum félagsgreinabrautar.

Áfangar í brautarlínum og frjálsu vali geta tilheyrt öðrum námsbrautum skólans s.s. listnámi, íþróttum, félagsvísindum og tungumálum.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579