Próftökureglur

Próftökureglur

1.  Nemendur skulu mæta stundvíslega til prófs.  Þeir skulu áður hafa kynnt sér auglýsingar er sýna hvar þeim er ætlaður staður í prófinu.

2.  Hafi nemandi bækur, önnur gögn eða farangur meðferðis í próf skal skilja hann eftir á kennaraborði eða þar sem yfirsetukennarar ákveða.

3.  Nemendur skulu hafa skriffæri með sér í próf, en skólinn leggur til pappír.  Þurfi þeir á öðrum tækjum að halda, t.d. vasareikni eða orðabókum, skuli þeir sjálfir hafa þau meðferðis.  Ekki er heimilt að skiptast á um að nota þessi tæki nema með leyfi yfirsetukennara.

4.  Nemendum er óheimilt að aðstoða eða þiggja aðstoð frá öðrum í prófi. Farsímar eru algjörlega bannaðir á prófstað.  Þeim er einnig óheimilt að nota önnur hjálpargögn en þau sem sérstaklega eru leyfð hverju sinni. Brot á þessari reglu veldur tafarlausri brottvísun og einkunninni 1 fyrir prófið.

5.  Próftími er afmarkaður, að jafnaði 120 mínútur. Þó er reiknað með að flestir nemendur geti lokið við prófin á 90 mínútum.  Nemandi sem kemur of seint til prófs fær ekki framlengdan tíma, heldur skerðist próftími hans sem töfinni nemur.  Ekki er heimilt að skila úrlausn fyrr en 30 mínútur eru liðnar af próftíma og eftir þann tíma fær enginn að hefja próftöku.  Nemendur skulu skila öllum prófgögnum til yfirsetukennara.

6.  Nemandi sem ekki getur mætt til próftöku vegna veikinda skal tilkynna forföll samdægurs.  Hann skal staðfesta veikindi með vottorði innan þriggja daga til að fá að gangast undir sjúkrapróf. Athugið að sækja þarf skriflega um að taka sjúkrapróf. Eyðublöð liggja frammi hjá skrifstofu.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579