Reglur um ferðalög á vegum skólans

Reglur um ferðalög á vegum skólans

  1. Nemendur í ferðum í nafni skólans eru fulltrúar hans. Þeim ber að sýna fyrirmyndarhegðun og vera skólanum til sóma. Skólareglur ME skulu í heiðri hafðar sem og reglur þær er gestgjafar setja.
  2. Fararstjórn skal skipuð þeim starfsmönnum skólans sem fara í ferðina ásamt tveimur fulltrúum nemenda. Fararstjórn tekur ákvarðanir um dagskrá, áætlanir o.þ.h.
  3. Ólögráða nemendur skulu útvega leyfi forráðamanns fyrir ferðinni á þar til gert eyðublað eða með rafrænni staðfestingu.
  4. Meðferð vímuefna í ferðum á vegum skólans er stranglega bönnuð.
  5. Nemendur skulu hlýða fyrirmælum fararstjórnar í einu og öllu.
  6. Brot á þessum reglum getur leitt til brottvísunar úr ferð. Í slíkum tilvikum er haft samband við foreldra, sem sækja nemandann sé því við komið.

Reglur þessar voru samþykktar í skólaráði 19.12.2012.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579