Tóbaksbann

Tóbaksbann

  • Reykingar eru óheimilar í húsakynnum Menntaskólans á Egilsstöðum, bæði heimavistarhúsi og kennsluhúsi, svo og á lóð skólans.
  • Neysla og hverskyns meðhöndlun munn- og neftóbaks er óheimil í kennslustundum og á almannafæri í húsnæði skólans.

Að gefnu tilefni skal tekið fram að munn- og neftóbak sem blandað er áfengi telst vera vímuefni og gilda um það sömu reglur innan skólans og um önnur vímuefni.

Viðurlög við brotum:

  1. Skrifleg áminning frá skólameistara. Afrit áminningar er sent foreldrum ólögráða nemanda.
  2. Brottvikning úr skóla tímabundið sé skriflegri áminningu ekki sinnt. Nemandi skal leita sér aðstoðar hjá forvarnafulltrúa skólans áður en hann er tekinn í skólann aftur.
  3. Ítrekuð brot leiða til varanlegrar brottvikningar úr skóla.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579