Fjarnám

Fjarnám

Almennt fjarnám
Flestir áfangar sem kenndir eru í Menntaskólanum á Egilsstöðum eru í boði í fjarnámi. Notað er fjarkennslukerfið Moodle sem er vistað á vefnum www.kennsluvefur.is. Fjarnemar taka 1-2 áfanga á spönn og geta þannig lokið allt að fjórum áföngum á önn. Þar sem nám í spannarkerfi er í raun á tvöföldum hraða miðað við hefðbundið annarkerfi er ekki mælt með að fjarnemar taki fleiri en einn áfanga á spönn nema þeir hafi mjög góðan tíma og aðstöðu til að sinna náminu. Tekið er við umsóknum fyrir heila önn í einu og áföngum síðan raðað á spannir. Einnig er möguleiki að skrá sig í nám á spannaskilum. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu skólans undir Fjarnám.

Fjarnám á starfsnámsbrautum
Menntaskólinn á Egilsstöðum er aðili að Fjarmenntaskólanum sem er samstarfsvettvangur framhaldsskóla á landsbyggðinni. Markmið hans er að auka framboð náms á framhaldsskólastigi, einkum í sérgreinum starfsnámsbrauta. Fjarmenntaskolinn.is.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579