Námsframboð

Námsframboð

Í skólanum er boðið upp á nám á framhaldsskólabraut, starfsbraut og fjórum stúdentsbrautum; málabraut, félagsgreinabraut, listnámsbraut og náttúrufræðibraut. Á stúdentsbrautum geta nemendur valið á milli nokkurra námslína eða sett saman sína eigin. Í fjarnámi er boðið upp á fjölbreyttar starfsnámsbrautir í samstarfi við aðra framhaldsskóla á landsbyggðinni (sjá Fjarmenntaskólann). Stefna skólans er að unnt sé að stunda fjarnám í öllum áföngum sem kenndir eru í dagskóla sé þess nokkur kostur.

Námsframboð skólans miðast við fyrrgreindar námsbrautir en einnig er reynt að tryggja nemendum fjölbreytt úrval valáfanga svo þeir geti lagað námið að sínum þörfum og áhugasviðum. Áfangastjóri gefur út áfangaframboð fyrir hverja önn auk áætlaðs langtímaframboðs.

Áfangar raðast ýmist á hæfniþrep 1, 2 eða 3 í samræmi við aðalnámskrá framhaldsskóla en þrepin segja til um mismunandi hæfni nemandans að áfanga loknum. Þannig mynda hæfniþrepin ramma um mismunandi kröfur við námslok og tryggja rökrétta námsframvindu enda getur nemandi ekki tekið áfanga á efra þrepi námsgreinar nema hann hafi lokið næsta þrepi á undan.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579