Námsframvinda

Námsframvinda

Miðað er við að nemandi í fullu námi ljúki um 30 einingum á hverri önn og þarf hann sérstaka heimild áfangastjóra til að skrá sig í fleiri einingar. Við skráningu í áfanga skal virða reglur um undanfara. Nemandi í fullu námi í dagskóla skal ljúka að lágmarki 15 einingum á önn, annars telst hann fallinn á viðkomandi önn. Skólanum er ekki skylt að endurinnrita nemanda sem fallið hefur á tveimur önnum í röð. Reglulegt nám til stúdentsprófs skal taka tíu annir mest og reglulegt tveggja ára nám sex annir mest.

Sé nemandi undir viðmiðunarmörkum fjarvistareglna í lok annar telst hann fallinn á önninni. Falli nemandi á viðveru tvær annir í röð er skólanum ekki skylt að endurinnrita hann. Falli nemandi á önn vegna ófullnægjandi námsárangurs (einingafjölda) eða skólasóknar getur skólameistari sett nemandanum skilyrði fyrir áframhaldandi skólavist á næstu önn.

Nemanda er heimilt að þreyta sama áfanga þrívegis.

Til að standast áfanga og fá leyfi til að hefja nám í þeim næsta þarf lágmarkseinkunnina 5. Nemanda er heimilt að útskrifast með einkunnina 4 í tveimur áföngum ef um lokaáfanga eða stakan áfanga er að ræða. Þessir áfangar gefa ekki einingar. Nemandi þarf samt sem áður að ljúka tilskildum einingafjölda samkvæmt brautarlýsingu.

Ef fall í einum áfanga á lokaönn kemur í veg fyrir að nemandi geti útskrifast með lokaprófi skal leyfa honum, í samkomulagi við kennara, að taka upp námsþætti í þeim áfanga í lok sömu annar. Gjald er tekið fyrir endurtekt námsþátta samkvæmt gjaldskrá skólans hverju sinni.

Nemandi sem fær einkunnina 8 eða hærra í áfanga getur sótt um til skólameistara/áfangastjóra að stunda nám í næsta áfanga í greininni án þess að sækja kennslustundir (P-áfangi).

Nemendur á hraðbraut geta skráð sig í meira en 30 einingar á önn og ennfremur fengið sérstaka fyrirgreiðslu varðandi stundaskrá. Hraðbraut.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579