Námsmat

Námsmat

Stefna Menntaskólans á Egilsstöðum um námsmat
Í Menntaskólanum á Egilsstöðum er lögð áhersla á að námsmat sé fjölbreytt og reyni á þekkingu, leikni og hæfni. Það byggir á margvíslegum námsmatsaðferðum og á að fela í sér traustar heimildir um hæfni nemenda. Námsmatið á að taka til allra þátta námsins þannig að þekking, leikni og hæfni nemandans auk framfara séu metin. Námsmatsaðferðir geta verið verklegar, munnlegar eða skriflegar, falið í sér jafningjamat, sjálfsmat, símat og lokamat.
Námsmatið hefur tvíþættan tilgang. Annars vegar að meta árangur náms þannig að nemandinn, kennarinn og skólinn viti hvernig gengur að ná settum markmiðum. Hins vegar er það leiðsagnarmat sem leiðbeinir nemendum á uppbyggilegan hátt um hvernig þeir geti bætt frammistöðu sína. Mikilvægt er að námsmatið endurspegli þau markmið sem sett eru í náminu og það sé áreiðanlegt, réttmætt og sanngjarnt

  • lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat í samræmi við fjölbreytta kennsluhætti
  • lögð er áhersla á leiðsagnarmat
  • lögð er áhersla á verkefnamiðað nám og því verkefnamiðað námsmat
  • vægi lokaprófs er ekki meira en 50%. Lokapróf sker úr um hvort nemandi hefur staðist áfangann enda komi það fram í kennsluáætlun
  • skólinn leggur sig fram um að mæta þörfum nemenda um sérrúræði í prófum
  • gert er ráð fyrir að nemandi vinni öll verkefni og fylgi þeim kröfum sem settar eru fram í kennsluáætlun
  • aðferðir og tilhögun námsmats eru tilgreind í kennsluáætlun sérhvers áfanga. Samþykki allra nemenda þarf til að breyta námsmatshluta kennsluáætlunar.

Nemendur sem skilað hafa inn staðfestingu á greiningu til nemendaþjónustu vegna afmarkaðra námserfiðleika, athyglisbrests með eða án ofvirkni (ADHD), sálfélagslegra örðugleika, fatlana eða heilsufarslegra vandkvæða geta sótt um sérúrræði í prófum. Úrræðin eru nánar tilgreind í umfjöllun um hlutverk nemendaþjónustu. Einnig býður nemendaþjónustan reglulega upp á námskeið, s.s. í námstækni, sjálfstyrkingu, lestrartækni og prófundirbúningi.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579