Úrsagnir úr áföngum og töflubreytingar

Úrsagnir úr áföngum og töflubreytingar

Fyrstu viku spannar á nemandi þess kost að breyta stundatöflu sinni án þess að úrsagnir séu skráðar. Eftir það eru úrsagnir skráðar í námsferil.

Ákveði nemandi að hætta í áfanga eftir að töflubreytingum lýkur skráir hann sig úr áfanganum skriflega á þar til gert eyðublað. Nemandi ræðir við námsráðgjafa áður en úrsögn tekur gildi og fær uppáskrift hans á úrsagnareyðublaðið. Því næst kemur námsráðgjafi úrsögn til áfangastjóra. Hún tekur gildi frá og með þeim degi sem námsráðgjafi undirritar hana og eru fjarvistir skráðar þangað til.

Eftir að auglýstur frestur til úrsagna er liðinn fær nemandi sem hættir í áfanga skráð fall í námsferil.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579