Skólinn

ME 35 ára

Þann 14. október síðastliðinn voru liðin 35 ár frá því að Menntaskólinn á Egilsstöðum var settur í fyrsta sinn. Skólastarf hófst að vísu eitthvað fyrr í október 1979 en 14. október er formlegi afmælisdaginn. Starfsfólk og nemendur skólans hélt upp á afmælið mánudaginn 13. október með því að koma spariklætt í skólann. Í einum frímínútunum var boðið upp á afmæliskringlu og nemendur skólans fluttu nokkur tónlistaratriði enda margir hæfileikaríkir nemendur í ME. Skólinn fékk einnig að gjöf jaspishnullung sem fannst í Skriðdal.

Samkvæmt upplýsingum frá skólameistara ME, Helga Ómari Bragasyni, hafa til þessa útskrifast 1435 stúdentar. Í þeim tölum eru ekki taldir með þeir 82 stúdentar sem á árunum 1992-1996 voru útskrifaðir fyrir hönd VA og FAS.

Við ME hafa starfað 3 skólameistarar frá upphafi: Vilhjálmur Einarsson 1978-1994 en  hann var ráðinn ári fyrr en skólinn byrjaði til að annast undirbúning. Helgi Ómar leysti Vilhjálm af frá 1. janúar 1990 til 31. júlí 1993 eða í 3,5 ár á meðan Vilhjálmur var í námsleyfi. Ólafur Arnbjörnsson var skólameistari skólaárið 1994-1995 og Helgi Ómar Bragason 1995- x. Þorbjörn Rúnarsson leysti Helga Ómar af vegna námsleyfis skólaárið 2008-2009.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579