Skólinn

Félagslíf NME í blóma

Kaffihúsakvöld:

Næstkomandi miðvikudag 18.feb verður öskudags-kaffihúsakvöld upp á sal kl. 20. Ferðahópur mun selja kaffiveitingar og eru allir hjartanlega velkomnir!
Á kvöldinu verður meðal annars:
-Tónlistaratriði frá TME
-ME-quiz
-Myndir frá ME-draumnum
..og fleira skemmtilegt!
Verðlaun verða veitt fyrir flottasta búninginn!

Morfís:

MORFÍs lið skólans keppti s.l. laugardag  í 16 liða úrslitum við lið Menntaskólans á Akureyri og bar sigur úr býtum með 33 stigum. Umræðuefnið var fordómar og mælti ME á móti. Þau eru því komin áfram í 8 liða úrslit og munu næst mæta annað hvort MH eða VÍ. Liðið skipa María Elísabet Hjarðar liðstjóri, Rebekka Karlsdóttir frummælandi, Sigurður Jakobsson meðmælandi, Almar Blær Sigurjónsson stuðningsmaður og Jóhann Már Þorsteinsson er þjálfari. Um tuttugu manna stuðningshópur fylgdi liðinu á Akureyri og var ferðin vel heppnuð. 

Frábær árangur hjá þeim!

Fleiri fréttir úr félagslífinu:

FeME-Femínistafélag Menntaskólans á Egilsstöðum var stofn í lok janúar og mættu um það bil 30 manns á stofnfundinn. Helstu markmið félagsins voru rædd og kosið var í stjórn og nafn á félagið ákveðið.

Helstu markmið FeME eru þessi: 

  • Að auka umræðu og efla fræðslu um jafnrétti kynjanna meðal nemenda og kennara í skólanum
  • Standa fyrir viðburðum (bíókvöld, fjáraflanir, o.fl.)
  • Skapa umræður á facebook grúppu félagsins

Stjórn félagsins skipa:

Rebekka Karlsdóttir-formaður
María Elísabet Hjarðar-varaformaður
Bjarki Fannar Björnsson
Elsa Katrín Ólafsdóttir
Rannveig Erlendsdóttir

 

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579