Fréttir og greinar

Ný styttist í Fardaga vorið 2019. Þeir verða 6.-8. mars og framboðið á námskeiðunum er að verða klárt.

Kynning á námskeiðunum er fylgir hér með og nemendur eru kvattir til að kynna sér vel hvað er í boði.

Skráning hefst þriðjudaginn 26.feb og stendur út vikuna.

Nemendur fá einingu fyrir skráningu á námskeið alla daga, ýmist eitt stórt eða fleiri smærri. 

Tímalínan er fyrir og eftir hádegi miðvikudag og fimmtudag og fyrir hádegi á föstudag. 

Fardögum lýkur með sameiginlegum hádegirverði föstudaginn 8.3.

Með von um góða og vel heppnaða fardaga 2019.

Í gær, 14.2 fór fram formleg vígsla á kyrrðarstofu ME sem fékk nafnið Engidalur. 

Forsagan er sú að á síðasta ári fékk Nemendaþjónusta ME til liðs við sig, listræna nemendur innan skólans sem tóku gamla og sjúskaða kaffistofu kennara í gegn með það að markmiði að búa til kósý- og kyrrðarathvarf þar sem nemendur geta kúplað sig út úr daglegu amstri um stund.

Stofan var vígð í dag með formlegum hætti, kósýtónleikar TME, kertaljós, veitingar og vinsamlegheit.

engidalur2   

Í tilefni af vígslunni var efnt til nafnasamkeppni um hvað stofan skildi heita, en í skólanum ríkir hefð fyrir austfirskum örnefnum í stofuheitum. 
Margar góðar tillögur bárust en það nafn sem þótti hljóma best og fanga tilgang stofunnar með hvað skýrustum hætti var nafnið Engidalur. Bóas Jakobsson sendi inn þá tillögu, enda vanur að smala þann dal (sem liggur í nágreni Borgarfjarðar) þveran og endilangan og getur vottað um friðsældina sem þar ríkir.

Við hvetjum alla nemendur sem vilja njóta kyrrðar og rósemdar að heimsækja Engidal og njóta fegurðarinnar og friðarins sem þar ríkir.

engidalur5   Engidalur6

 

Foreldra- og Hollvinafélag ME er góður bakhjarl og samstarfsaðili ME. Í félaginu sitja foreldrar nemenda ME og koma þau að ýmsum þáttum skólastarfsins. Félagið kemur að félagslífi nemenda og á áheyrnarfulltrúa í Skólanefnd. Stjórnin fundar reglulega og koma fundargerðir stjórnarinnar inn á heimasíðuna okkar www.me.is á forsíðuna undir "foreldrafélag". Nýjustu fundagerðirnar má finna hér. Hvetjum alla foreldra til að fylgjast vel með flottu starfi Foreldra- og Hollvinafélags ME og vera virk í starfi þess.

 

Hlé var gert á kennslu miðvikudaginn 30. janúar þegar nemendur og kennarar skelltu sér út í snjóinn og renndu sér á sleða og slöngum í brekkunni vestan megin við skólann. Gleðin gekk slysalaust fyrir sig, kveiktur var eldur og grillaðir sykurpúðar. Myndir frá þessari skemmtilegu uppákomu í anda gilda skólans, gleði, virðing, jafnrétti má finna á heimsasíðunni. 

Sergio ensku kennari tók video af þessum skemmtilega viðburði á drónann, videoið má sjá hér.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579