Fréttir og greinar

Menntaskólinn á Egilsstöðum sér um framkvæmdina á Hæfileikakeppni starfsbrauta þetta árið. Keppnin fer fram í Valaskjálf fimmtudaginn 12. apríl kl. 20:00. Hvetjum aðstandendur til að mæta en það kostar 1500kr. inn, posi á staðnum. Eftir keppnina verður diskó.

Í ár taka 7 skólar þátt: Menntaskólinn á Egilsstöðum, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki, Fjölbrautaskóli Versturlands Akranesi, Fjölbrautaskóli Suðurlands Selfossi og Menntaskólinn á Tröllaskaga. Það verður án efa mikið fjör og gaman að sjá hvað krakkarnir hafa verið að æfa þetta vorið. 

 

 hæfileikakeppnistarfsbrauta3

Vikuna 9.-13 apríl er mikið um að vera í ME. Þriðjudaginn 10. apríl verða Stígamót með fræðslu undir yfirskriftinni "Sjúkást". Nánari upplýsingar um það má lesa á Facebook síðu nemendaþjónustunnar.

Á miðvikudaginn er kynningardagur í skólanum en þá koma níundu og tíundu bekkingar úr grunnskólum fjórðungsins í heimsókn. Þeir gera sér glaðan dag í ME samhliða því að taka þátt í Skólahreysti í íþróttahúsinu.

Á fimmtudaginn stendur Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs fyrir ungmennaþingi um geðheildbrigðismál í ME og sama kvöld fer fram hin árleg Hæfileikakeppni starfsbrauta. ME heldur keppnina að þessu sinni og fer hún fram í Valaskjálf.

Vikan er einnig lýðræðisvika í framhaldsskólum landsins og eru skuggakosningar fyrirhugaðar á fimmtudaginn. Það er því nóg að gera hjá hæfileikaríkum og kraftmiklum nemendum á Austurlandi.

Menntaskólinn á Egilsstöðum er heimavistarskóli. Heimavistin er með 52 herbergjum, þar af nokkur þriggja til fjögurra manna herbergi á tveimur hæðum. Í heimavistarhúsinu er gott mötuneyti. Skólinn er Heilsueflandi framhaldsskóli og er því maturinn miðaður við þau viðmið. Skólinn er að innleiða flokkun á öllum herbergjum vistarinnar þannig að allir nemendur geti flokkað sorp. Flott bókasafn er í heimavistarhúsi og tónlistarherbergi til notkunar fyrir nemendur.
Það fer vel um nemendur á vistinni, í spjalli við nemendur kemur meðal annars fram:

bokasafnoghljomsveit

Sóley Arna nemandi frá Eskifirði
- Ég vel að búa á heimavist ME vegna þess að það hentar mér ekki að keyra á milli Eskifjarðar og Egilsstaða á hverjum einasta degi vegna þeirra tómstunda sem ég stunda. Flest allir vinir mínir búa líka á vistinni eða á Egilsstöðum og myndi ég mjög lítið hitta þá ef ég byggi ekki á vistinni. Mér finnst helstu kostirnir við heimavistina vera þeir að maður kynnist helling af fólki og þarf ekki að ferðast tugi kílómetra til að komast í skólann. Mér finnst mötuneytið í ME vera fínt. Það er yfirleitt fjölbreyttur matur í boði og ættu allir að geta fundið eitthvað við hæfi.

Bergsveinn Ás nemandi frá Berufirði
- Ég vel að vera á heimavist ME þar sem það er mjög ódýr og þægilegur kostur þegar maður býr langt í burtu frá Egilsstöðum. ME er góður skóli og flestir vinir mínir fóru þangað. Bræður mínir fóru líka þangað og mæltu með honum. ME er líka góður kostur í nágrenninu þannig afhverju ekki að fara í hann. Mötuneytið er fínt með fjölbreyttan mat.myndir af heimavist

Soffía Mjöll Thamdrup úr Skriðdal og Ragnhildur Elín Skúladóttir frá Hallormsstað
- Við völdum að búa á heimavist ME vegna þess að það hentar okkar því að við búum ekki á Egilsstöðum. Ef við værum ekki á vistinni myndum við þurfa að keyra á hverjum morgni í skólann og svo aftur heim og þá myndum við ekki fá eins mikinn frítíma. Helstu kostir heimavistarinnar eru að það er mjög stutt að fara í skólann, aðeins nokkrir metrar. Það hentar líka vel að vera á vistinni ef þú ert í tómstundum því þá er stutt að fara í allt. Herbergin á vistinni eru líka mjög rúmgóð og þægileg.
Okkur finnst mötuneytið yfirleitt standa sig vel og hádegismaturinn er í uppáhaldi enda er hann oftast mjög fjölbreyttur. Það er líka ekki verra að það er alltaf eftiréttur á föstudögum.

 

Kostnaður við að vera í heimavist og mötuneyti ME er ekki hár. Meðfylgjandi mynd gefur góða mynd af þeim kostnaðir sem þarf að leggja í og þeim styrkjum sem sækja má um á móti.

 verðdæmiheimavist

Þau Soffía Mjöll, Ragnhildur Elín, Bergsveinn Ás og Sóley Arna höfðu einnig þetta að segja
Sóley Arna- Mér er búið að finnast mjög skemmtilegt í ME. Við skólann starfa margir frábærir kennarar sem eru til í að gera allt fyrir mann. Einnig eru tveir náms- og starfsráðgjafar og einn félagsráðgjafi sem vinna við skólann og er það búið að hjálpa mér mjög mikið að geta leitað til þeirra. Félagslífið í ME er líka frábært. Það eru mörg böll á hverju skólaári og allskonar félög sem hægt er að vera hluti af.

Bergsveinn Ás - Það er góður mórall í skólanum og fáránlega létt að kynnast nýju fólki.

Soffía Mjöll og Ragnhildur Elín - Við völdum Menntaskólann á Egilsstöðum af því að hann er næst okkur og svo er hann líka góður skóli. Menntaskólinn er mjög fínn skóli og frekar heimilislegur vegna fjöldans. Við mælum með ME.

Nánari upplýsingar um skólann má finna hér

Tekið er við umsóknum fyrir skólaárið 2018-2019 á www.menntagatt.is

Nemendaþjónusta ME stendur fyrir örfyrirlestrum undir yfirskriftinni "Með Ferrari vél en reiðhjólabremsur". Fyrirlesturinn er um ADHD og einbeitingaröðruleika og leiðir til að auka afköst og virkni í námi. Hvetjum alla sem geta að gefa sér tíma til að mæta. Frekari upplýsingar sjást í auglýsingunni. 

orfyrirlestur um adhd og einbeitingarorduleika

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579