Fréttir og greinar

Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum er búið að standa í ströngu undanfarnar vikur og mánuði í undirbúningi fyrir uppfærslu á söngleiknum Thriller. Verkið er frumsamið verk eftir nemendur ME og leikstjórann, ísgerði Gunnarsdóttur.  Tónlistin í verkinu er frá Michael Jackson en að öðru leiti fjallar verkið um krakka á menntaskólaaldri. Umfjöllun um verkið og tengslin við Michael Jackson má finna í frétt á DV.

auglýsing thriller         

Í lýsingunni um leikritið á midi.is, þar sem hægt er að kaupa miða segir:

"Verkið Thriller fjallar um krakka í menntaskóla sem eru að reyna að eiga þessi “bestu ár lífs síns” sem þeim er ítrekað sagt að þetta séu. Gallinn er að þar sem skólatíminn hefur verið styttur í þrjú ár (án þess að það hafi verið rætt sérstaklega við þau) en námsefnið hefur ekki minnkað, þá eiga þau í vandræðum með að njóta tímans. Álagið við að ná öllu á þremur árum sem nemendur sem komu á undan þeim gerðu á fjórum er að buga þau. Í bland við það eru þau svo að sjálfsögðu að eiga við ýmis mannleg verkefni eins og að móta sig sem sjálfstæða einstaklinga, leysa úr flækjum ástarlífsins, finna út úr áskorunum félagslegrar mótunar, persónuþroska og kynhneigð sína… og allt þetta á tímum snjallsíma og samfélagsmiðla. Já, það er svo einfalt þetta líf."

4 á mynd          5 saman

Hvetjum alla og ömmu þeirra að kíkja á sýningu. Upplýsingar um sýningar og miðakaup má sjá á bleiku auglýsingunni.

2 stúkur 2                    2 stúlkur          

Í byrjun febrúar fóru þrír nemendur og tveir kennarar til Ítalíu í tilefni þess að Menntaskólinn á Egilsstöðum er að hefja þátttöku í nýju Erasmus + verkefni.

Þær Ísabella L. Þórólfsdóttir, Julia Kościuczuk og Sigurlaug Eir Þórsdóttir fóru í fylgd Ólafar Bjarkar Bragadóttur (Lóu) og Dags Skírnis Óðinssonar til fundar við nemendur og kennara frá fjórum öðrum löndum. Dagur Skírnir er umsjónarmaður verkefnisins þetta árið.

Verkefnið miðar að því að nemendur eiga að stofna fyrirtæki og í þessari heimsókn var áhersla lögð á hvað ber að hafa í huga þegar kemur að því.

Það var menntaskóli í Gavirate rétt norðan við Milan sem tók á móti nemendum að þessu sinni en auk Íslands og Ítalíu taka skólar frá Hollandi, Finnlandi og Spáni þátt í verkefninu.

Bæði nemendur og kennarar voru ánægðir með hvernig til tókst en næsti hluti verkefnisins fer fram hér við ME í byrjun maí. Þá koma um 15 nemendur auk kennara og dvelja hér í viku við leik og störf.

eu flag erasmus plus 4

 

Ný styttist í Fardaga vorið 2019. Þeir verða 6.-8. mars og framboðið á námskeiðunum er að verða klárt.

Kynning á námskeiðunum er fylgir hér með og nemendur eru kvattir til að kynna sér vel hvað er í boði.

Skráning hefst þriðjudaginn 26.feb og stendur út vikuna.

Nemendur fá einingu fyrir skráningu á námskeið alla daga, ýmist eitt stórt eða fleiri smærri. 

Tímalínan er fyrir og eftir hádegi miðvikudag og fimmtudag og fyrir hádegi á föstudag. 

Fardögum lýkur með sameiginlegum hádegirverði föstudaginn 8.3.

Með von um góða og vel heppnaða fardaga 2019.

Í gær, 14.2 fór fram formleg vígsla á kyrrðarstofu ME sem fékk nafnið Engidalur. 

Forsagan er sú að á síðasta ári fékk Nemendaþjónusta ME til liðs við sig, listræna nemendur innan skólans sem tóku gamla og sjúskaða kaffistofu kennara í gegn með það að markmiði að búa til kósý- og kyrrðarathvarf þar sem nemendur geta kúplað sig út úr daglegu amstri um stund.

Stofan var vígð í dag með formlegum hætti, kósýtónleikar TME, kertaljós, veitingar og vinsamlegheit.

engidalur2   

Í tilefni af vígslunni var efnt til nafnasamkeppni um hvað stofan skildi heita, en í skólanum ríkir hefð fyrir austfirskum örnefnum í stofuheitum. 
Margar góðar tillögur bárust en það nafn sem þótti hljóma best og fanga tilgang stofunnar með hvað skýrustum hætti var nafnið Engidalur. Bóas Jakobsson sendi inn þá tillögu, enda vanur að smala þann dal (sem liggur í nágreni Borgarfjarðar) þveran og endilangan og getur vottað um friðsældina sem þar ríkir.

Við hvetjum alla nemendur sem vilja njóta kyrrðar og rósemdar að heimsækja Engidal og njóta fegurðarinnar og friðarins sem þar ríkir.

engidalur5   Engidalur6

 

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579