Fréttir og greinar

Vakin er athygli nemenda á flottri ferð fyrir ungmenni 16-18 ára sem eru áhugasöm um náttúru og vísindi. Ferðin er á vegum NaturBridge og eru ferðir ungmennana fjármagnaðar af Alcoa, alveg frá austurlandi, út og til baka. Umsóknarfrestur rennur út 1. apríl og eru áhugasamir hvattir til að sækja um.

Þess ber að geta að síðustu ár hafa nokkrir nemendur frá ME farið í þessar ferðir. Rekebba Karlsdottir fór fyrir nokkrum árum. Árið 2015 fóru Atli Berg Kárason og Ásgerður Hlín Þrastardóttir, og árið 2016 fóru Ólafur Tryggvi Þorsteinsson, Egger Már Eggertsson og Mikael Arnarson. Allt eru þetta nemendur eða fyrrum nemendur ME. 

Fyrir áhugasama eru frekari upplýsingar hér

Jafnréttisvika ME er nú haldin í annað skiptið. Það eru jafnréttisnefndin með aðstoð Feministafélagsins og Hinseginfélagsins sem sjá um framkvæmd og skipulag á vikunni.  Skólinn var skreyttur í öllum regnbogans litum á sunnudagskvöld og stendur til að bæta þar í þegar líður á vikuna. Áherslan að þessu sinni er á mismunandi birtingamyndir jafnréttis, kynjajafnrétti, jafnrétti fyrir hinseginfólk og almenn mannréttindi. Við skólann er flaggað regnbogafánanum af þessu tilefni.DSC 0001

Feministafélagið reið á vaðið og var með bíó kvöld á mánudagskvöldið og umræður eftir myndina um jafnrétti kynjanna.

Hinseginfélagið verður með dagskrá á miðvikudaginn en verður boðið upp á fræðslu frá samtökunum 78 fyrir nemendur kl. 15 og foreldra, bæði hér í ME og í Egilsstaðaskóla seinni hluta dags. Hinseginfélagið vildi gjarnan nýta tækifærið og koma skilaboðum sínum á framfæri, og munu þau hengja upp fróðleik og opna umræðuna. Þá verður boðið upp á tónlist allann daginn þar sem hinsegin tónlistarmenn verða áberandi. Félagið mun standa fyrir pubquiz á miðvikudagskvöldið en rétt er að benda á að það verður hinseginþema og margt af því sem spurt verður um mun hanga uppi á göngum skólans svo hægt er að undirbúa sig vel fyrir kvöldið.

Föstudagurinn verður helgaður mannréttindum. Nemendur munu vekja athygli á mannréttindabrotum í heiminum og mannréttindalög munu hljóma á göngum skólans.

Bækur þar sem jafnrétti kemur við sögu verða áberandi á bókasafni skólans og mötuneytið mun bjóða upp á "jafnrétt" á föstudaginn. Þá hafa kennarar skólans verið hvattir til að gera jafnréttinu enn betur skil en endranær í kennslu sinni þessa vikuna.

Til að toppa vikuna svo algjörlega þá er nemendafélagið með Barkann á föstudaginn í Valaskjálf, leikfélag ME er að sýna Ronju Ræningjadóttur í Sláturhúsinu og Gettu Betur lið skólans keppir við lið MH á laugardaginn. Allir fyrrum og núverandi ME-ingar eru hvattir til að mæta á alla opna viðburði, bæði fræðslu, söngvakeppni og Gettu Betur í sjónvarpssal og hvetja!

Sú nýbreyttni var á spannarskilum að í stað prófadaga voru svokallaðir námsmatsdagar. Þeir virkuðu þannig að hver kennd blokk var með 3 klukkutíma (fyrir eða eftir hádegi) úthlutaða sem hægt var að nýta í alskyns námsmat. Margir voru með hefðbundin próf en aðrir fóru aðrar leiðir og nýttu tímann til viðtala við nemendur um námið og þau verkefni sem voru unnin. Enn aðrir breyttu fyrirkomulagi prófa sinna, gáfu rúmann tíma til undirbúnings þegar í skólann var komið og voru með stutt próf. Í öðrum tilfellum var tíminn nýttur í ræðuhöld og endurgjöf til nemenda.mynjasafn2 001

Nemendur í félagsvísindum óskuðu eftir að nýta tímann í heimsókn á minjasafnið sem kennarinn tók vel í. Elsa Guðný Safnastjóri tók þar á móti hópnum og fræddi nemendur og kennara um allt mögulegt sem þar var að finna.

Þetta breytta námsmats fyrirkomulag gefur tækifæri á nýjum leiðum í námsmati og lokum áfanga. Á spannarskilum voru námsmatsdagarnir þrír, og því hittu nemendur kennara sína einu sinni fyrir hvern áfanga sem þau voru í. í lok skólaársins verða námsmatsdagarnir fimm. Þá hitta nemendur kennara sína tvisvar sinnum fyrir hvern áfanga og býður þessu tími þá upp á góðann tíma til að ljúka áföngum, hvort sem er með prófi, viðtölum, ræðum eða vettvangsheimsóknum. Það verður spennandi að sjá hvernig dagarnir þróast áfram og nýtast nemendum til góða en um tilraun er að ræða sem verður metin og tekin endurskoðunar á vordögum.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579