Fréttir og greinar

Foreldra- og Hollvinafélag ME er góður bakhjarl og samstarfsaðili ME. Í félaginu sitja foreldrar nemenda ME og koma þau að ýmsum þáttum skólastarfsins. Félagið kemur að félagslífi nemenda og á áheyrnarfulltrúa í Skólanefnd. Stjórnin fundar reglulega og koma fundargerðir stjórnarinnar inn á heimasíðuna okkar www.me.is á forsíðuna undir "foreldrafélag". Nýjustu fundagerðirnar má finna hér. Hvetjum alla foreldra til að fylgjast vel með flottu starfi Foreldra- og Hollvinafélags ME og vera virk í starfi þess.

 

Hlé var gert á kennslu miðvikudaginn 30. janúar þegar nemendur og kennarar skelltu sér út í snjóinn og renndu sér á sleða og slöngum í brekkunni vestan megin við skólann. Gleðin gekk slysalaust fyrir sig, kveiktur var eldur og grillaðir sykurpúðar. Myndir frá þessari skemmtilegu uppákomu í anda gilda skólans, gleði, virðing, jafnrétti má finna á heimsasíðunni. 

Sergio ensku kennari tók video af þessum skemmtilega viðburði á drónann, videoið má sjá hér.

Fyrir nokkru síðan fóru nemendur í ME sem læra íslensku sem annað tungumál ásamt Maríönnu Jóhannsdóttur íslenskukennara í heimsókn á Minjasafnið þar sem Edda Björnsdóttir starfsmaður safnsins tók á móti þeim. Það er hluti af íslenskukennslunni að kynnast íslenskri menningu og var ferðina á Minjasafnið liður í því. 

Annað skemmtilegt verkefni sem Maríanna framkvæmdi með þeim fyrri stuttu síðan var að elda saman í nemendaeldhúsi ME. Í stað þess að læra um orð og málnotkun tengdri matargerð í bók var það gert með því að elda rétti frá þeim löndum sem nemendurnir eru frá. Þetta tóks ljómandi vel og fengu svo kennararnir á kaffistofunni að njóta veitinga þann daginn í boði nemenda ÍSLA áfangans Takk fyrir okkur!

minjasafnið heimsótt des18 3          

Jafnréttisvika ME fer fram vikuna 28. janúar -1. febrúar. Það er orðin hefð fyrir því að taka eina viku af skólaárinu þar sem við vekjum meiri athygli en aðrar vikur á jafnrétti í sínum víðasta skilningi. Ýmis fróðleikur hefur verið hengdur upp á göngum skólans, þeir skreyttir sérstaklega og boðið upp á ýmsa viðburði tengda málefninu. Þetta ár er engin undantekning, ýmsar sýningar og uppákomur verða nánar auglýstar síðar.

Hvetjum alla til að taka virkan þátt í vikunni með okkur og stuðla að bættu jafnrétti í skólanum okkar og heiminum öllum. 

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579