Fréttir og greinar

Veitingastaðurinn DILL Restaurant hefur hlotið margskonar viðurkenningar og nú hefur það verið gert opinbert að DILL hlýtur eina stærstu viðurkenningu sem veitingastaðir víða um heim keppast um að fá, eina Michelin stjörnu. Það er gaman að geta þess að fyrrverandi nemandi ME, Ólafur Ágústsson (sá hávaxnasti á myndinni), hefur yfirumsjón með Dill Restaurant.

Starfsfólk og nemendur skólans óska þeim félögum til hamingju.

Skráningar eru komnar á fullt á Fardagana sem fara fram 7.-10. mars næstkomandi. Hér má finna skráningarformið "Skráning í Fardaga" (og undir flipanum "Þjónusta")

Skráning er opin sem hér segir

Miðvikudaginn 22. febrúar frá kl. 9:00 - 17:00 - Uppfært kl. 17:00 - ákveðið að hafa opið eitthvað fram eftir kvöldi. Nokkur námskeið að fyllast, gott að ganga frá skráningu sem fyrst.

Fimmtudaginn 23. febrúar frá kl. 9:00- 17:00

 

Hvetjum nemendur til að skrá sig sem fyrst þar sem fjöldatakmarkanir eru á nokkrum námskeiðum. Ef námskeiðin eru orðin full eru þau ekki lengur aðgengileg í skráningarforminu.

Allar upplýsingar um námskeiðin sem í boði eru í ME og í samstarfsskólunum má finna hér

Skráningar á námskeið utan ME fara í gegn um Arnar áfangastjóra á netfangið arnarsig@me.is

 

 

 

 

 

 

 

 

Í dag, þriðjudaginn 21. febrúar fer fram kynning á námskeiðum sem fara fram á "Fardögum" 7.-10. mars næstkomandi. Sú nýbreytni er í ár að "Fardagar" eru í gangi á sama tíma í nokkrum skólum. Þannig geta nemendur valið námskeið til að taka þátt í í ME, eða ákveðið að leggja land undir fót og skrá sig á námskeið í öðrum skólum. Þeir skólar sem bjóða upp á námskeið, aðrir en ME eru FNV á Sauðárkróki, Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað, MT í Ólafsfirði, VA á Neskaupstað og FAS á Höfn. natturuleg hugsun

Kynning á námskeiðum ME og Húsó fara fram á sal skólans kl. 15:15. Eftir kynningarnar verður opnað fyrir skráningar hér á me.is fyrir nemendur ME. Ef einhverjir nemendur vilja skrá sig á námskeið í öðrum skólum (öðrum ern Hússtjórnarskólanum) fer sú skráning fram hjá Arnari áfangastjóra.

Dagskrá allra skólanna er stórglæsileg og er valið ekki létt. Þess ber að geta að sum námskeiðin eru það löng að þau eru einingabær og eru nemendur sérstaklega hvattir til að nýta sér þau námskeið.

Í ME er verkefnið "Listnám til sjálfbærni" fléttað inn í dagskránna og er sérlega spennandi dagskrá í gangi í sláturhúsinu undir yfirskriftinni "Náttúruleg Hugsun." Sérstakur Facebook viðburður hefur verið stofnaður um það verkefni og eru nemendur hvattir til að kynna sér það vel. Viðburðinn má finna hér.

Upplýsingar um þau námskeið sem eru í boði í öllum skólunum má svo finna hér að neðan

Námskeið í boði í ME

Námskeið í boði í FNV

Námskeið í boði í Húsó

Námskeið í boði í MT

Námskeið í boði í VA

Námskeið í boði í FAS

 

 

 

Föstudaginn 10. febrúar afhenti Sigrún Yrja Klörudóttir, fráfarandi félagsráðgjafi ME, Bindindismannafélagi ME (BME) viðurkenningu og gjafabréf frá Heilsunefnd ME og Foreldra- og Hollvinafélagi ME. Viðurkenningin var veitt fyrir flott starf og hvatningu til heilsusamlegs lífernis félagsmanna. Með viðurkenningunni fylgdi gjafabréf út að borða úti í Róm á Ítalíu. BME stendur fyrir menningarferð á fardögum til Ítalíu og vildi Foreldrafélagið styðja við bakið á því framtaki. Menningarferðin er hugsuð sem hvatning fyrir nemendur til að vera hluti af BME og velja vímuefnalausan lífstíl. vidurkenning veitt

Foreldra- og Hollvinafélagið vildi gjarnan standa við bakið á BME og þótti þetta góð leið. Félagið hefur meðal annars staðið að svokölluðum "edrúpotti" með nemendafélaginu. Í boði er fyrir nemendur, sem vilja sýna fram á að þeir neyti ekki áfengis, að blása í áfengismæli á öllum böllum skólans. Þeir sem blása á öllum böllum vetrarins fara í "edrúpott" og eiga möguleika á því að vera dregin út til verðlauna að vori. Félagsmenn í Bindindismannafélagi ME taka gjarnan þátt í "edrúpotti" enda þurfa þeir að vera vímulausir til að vera í félaginu. Markmið BME eru skýr "að sporna við ótímabærri og óhóflegri áfengis-, tóbaks- og fíkniefna neyslu nemenda skólans, og forða þar með ungmennum frá því að eyða lífinu við altari Bakkusar, þar sem villuljósin loga og falsvitar brenna. Þar að auki standa fyrir fræðslu."(úr lögum BME). 

Það var Heilsunefnd ME sem stóð að viðburðinum á föstudag, þar sem viðurkenningin var afhend. Þá hvatti nefndin nemendur og starfsmenn til að mæta með hatta, stóð fyrir limbói fyrir framan matsalinn og fyrir almennri gleði.

Gísli Björn Helgason formaður Bindindismannafélagsins tók við viðurkenningunni og gjafabréfinu fyrir hönd félagsins. 

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579