Fréttir og greinar

Val fyrir haustönn 2018 hefst þriðjudaginn 17. apríl og stendur fram eftir viku. Nemendur fá aðstoð kennara í verkefnatíma 6. blokkar á þriðjudag.

Valið er skráð beint í Innu. Það er gott að undirbúa sig með því að bera brautarlýsingar saman við námsferilinn í Innu og skoða námsáætlanir.

Mikilvægt er að velja skynsamlega en velja á 6 áfanga + íþróttir og 2 áfanga í varaval.

Áfangaframboð haustannar má finna á heimasíðu ME. Í raun geta þeir nemendur sem eru tilbúnir valið strax.

Í Innu er farið í „Val“ og „Haustönn 2018“. Áfangar eru síðan dregnir á rétta staði.

Brautarlýsingar: http://me.is/namidh/namsbrautir/namsbrautir-fra-2014.html

Áfangaframboð haust 2018: http://me.is/images/2018/N%C3%A1msframbo%C3%B0_haustannar_2018.pdf

Valblað vor 2018: http://me.is/images/2018/valblad-h18.pdf

Gangi ykkur vel!

Kynningardagur fyrir grunnskólana á Austurlandi var haldinn í ME í dag. Kynntir voru bæði Menntaskólinn á Egilsstöðum og VA á Neskaupsstað. Nemendur beggja skóla stigu á stokk, kynntu skólana og félagslífið ásamt því að syngja og leika fyrir fjöldann. Nemendur úr grunnskólum af öllu austurlandi mættu á svæðið og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir heimsóknina. Við vonumst til að sjá sem allra flesta af þessum nemendum í skólanum okkar á næstu árum. 

Fleiri myndir frá deginum má sjá hér.

DSC 0039    DSC 0031    

DSC 0047    DSC 0063   

DSC 0096    DSC 0108

 

Menntaskólinn á Egilsstöðum sér um framkvæmdina á Hæfileikakeppni starfsbrauta þetta árið. Keppnin fer fram í Valaskjálf fimmtudaginn 12. apríl kl. 20:00. Hvetjum aðstandendur til að mæta en það kostar 1500kr. inn, posi á staðnum. Eftir keppnina verður diskó.

Í ár taka 7 skólar þátt: Menntaskólinn á Egilsstöðum, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki, Fjölbrautaskóli Versturlands Akranesi, Fjölbrautaskóli Suðurlands Selfossi og Menntaskólinn á Tröllaskaga. Það verður án efa mikið fjör og gaman að sjá hvað krakkarnir hafa verið að æfa þetta vorið. 

 

 hæfileikakeppnistarfsbrauta3

Vikuna 9.-13 apríl er mikið um að vera í ME. Þriðjudaginn 10. apríl verða Stígamót með fræðslu undir yfirskriftinni "Sjúkást". Nánari upplýsingar um það má lesa á Facebook síðu nemendaþjónustunnar.

Á miðvikudaginn er kynningardagur í skólanum en þá koma níundu og tíundu bekkingar úr grunnskólum fjórðungsins í heimsókn. Þeir gera sér glaðan dag í ME samhliða því að taka þátt í Skólahreysti í íþróttahúsinu.

Á fimmtudaginn stendur Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs fyrir ungmennaþingi um geðheildbrigðismál í ME og sama kvöld fer fram hin árleg Hæfileikakeppni starfsbrauta. ME heldur keppnina að þessu sinni og fer hún fram í Valaskjálf.

Vikan er einnig lýðræðisvika í framhaldsskólum landsins og eru skuggakosningar fyrirhugaðar á fimmtudaginn. Það er því nóg að gera hjá hæfileikaríkum og kraftmiklum nemendum á Austurlandi.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579