Fréttir og greinar

Við höfum óskaplega gaman af því að fá fregnir af fyrrum nemendum sem eru að standa sig vel í hinum stóra heimi. Í síðustu viku bárust fregnir af því að 5 fyrrum nemendur ME fengu úthlutuð listamannalaun til að vinna að spennandi verkefnum. Þetta eru þau Jónas Reynir Gunnarsson, Svanur Vilbergsson, Stefán Benedikt Vilhelmsson, Sigríður Eir Zophoníasdóttir, og Guðmundi Ingi Úlfarsson. Við óskum þeim innilega til lukku með úthlutunina og velfarnaðar í sínum verkefnum. Nánar má lesa um verkefnin sem þau eru að sinna á vef Austurfréttar.

 

Okkur barst einnig til eyrna að Daníel Pétursson sem er í námi í leikjahönnun í Nord háskólanum i Noregi vann til verðlauna á norsku leikjaverðlaunahátíðinni. Hann vann til verðlauna sem hluti af fimm manna teymi sem hannaði leikinn "Field Hospital" og var leikurinn valinn leikur ársins. Hópurinn sem hannaði leikinn vinnur nú að gerð nýrrar útgáfu af leiknum fyrir hjálparsamtökin Lækna án landamæra. Óskum Daníeli og félögum til lukku með verðlaunin. Nánar má lesa um málið á vef fréttablaðsins.GameOfTheYear 2018aa

 

 

 

Menntaskólinn á Egilsstöðum og Kvennaskólinn í Reykjavík munu takast á í Gettu Betur í 8 liða úrslitum föstudaginn 23. febrúar. Keppnin er sýnd í sjónvarpinu. Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu í hátíðarsal ME og eru allir hvattir til að mæta. Útsending hefst kl. 20:05.

Fátt verður í stuðningsmannaliði ME þar sem námsmatsdagar eru nú í gangi í ME. Gamlir ME-ingar og stuðningsmenn sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu eru því hvattir til að mæta í sjónvarpssal kl. 19:30 og hvetja ME til sigurs.

Til að undirbúa lið ME fyrir keppnina fór fram keppni milli Gettu Betur liðs ME og liðs kennara ME. Það var hörku keppni og er skemmst frá því að segja að Gettu Betur lið skólans sigraði á lokametrunum með 20 stig á móti 17 stigum kennaraliðsins. Mikil spenna er fyrir keppninni og óskum við þeim Ásu, Björgvin Ægi og Kristófer Dan góðs gengis!

 DSC 0037       DSC 0039

Fardagar eru haldnir núna í annað sinn og fara fram 6. - 9. mars næstkomandi. Fardagarnir eru samstarfsverkefni milli nokkurra skóla sem eiga það sameiginlegt að standa að fjarmenntaskólanum. DSC 0079

Öll námskeiðin sem boðið er upp á að þessu sinni í ME eru einingabær og fá þeir sem sitja heilt 18 til 24 klukkustunda námskeið 1 einingu fyrir. Þriggja daga námskeiðin eru þar með einingabær en einnig er hægt að taka sex hálfsdags námskeið (3 klst í senn) og gefa þau líka 1 einingu ef setið er öll 6 námskeiðin til enda.

Upplýsingar um öll námskeið í ME má sjá hér. Skráningar hefjast 14. febrúar og standa til föstudagsins 16. febrúar. Skráningasíðan verður undir flipanum "þjónusta" hér á heimasíðunni.

Föstudaginn 9. mars verður uppskeruhátíð fardaganna. Þann dag byrjar dagurinn á bubblubolta í íþróttahúsinu, þá verður dagskrá á sal skólans og að lokum öllum boðið í pizzu í mötuneytinu.

 

Hægt verður að skrá sig á námskeið í nokkrum öðrum skólum og má sjá upplýsingar um þau hér að neðan.DSC 0068

Námskeið í Verkmenntaskóla Austurlands Neskaupstað

Námskeið í Laugaskóla að Laugum

Námskeið í Framhaldsskólanum á Húsavík

Námskeið í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafelssýslu á Höfn

 Námskeið í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárskróki

Námskeið í Menntaskólanum á Tröllaskaga Ólafsfirði

 DSC 0015

Fleiri myndir frá Fardögum 2017 - dagur 1 - dagur 2 - dagur 3 Uppskeruhátíð

 

 

Leikfélag ME setur upp um þessar mundir söngleikinn "Wake me up before you go go" - söngleik með sítt að aftan. Sýningin er eftir Hallgrím Helgason og er í leikstjórn Árna Grétars Jóhannssonar. Frumsýnt verður í Valaskjálf 16. febrúar næstkomandi og er hægt að ábyrgjast góða skemmtun. 001

Sýningin er í raun ferðalag aftur í tímann þar sem axlapúðar, fótanuddtæki og sódastreamtæki voru aðal málið. Drengur ferðast aftur í tímann til að reyna að gera framtíð sína bærilegri, en auðvitað hefur það ófyrirséðar afleiðingar. Leikfélag ME hefur lagt mikinn metnað í sýningar sýnar síðustu ár og er þetta skiptið engin undantekning. ME hvetur alla sem geta að skella sér í leikhús. Miðapantanir fara fram á lme@me.is. Miðaverð er 3000 kr., grunnskólabörn, NME aðilar og eldri borgarar greiða 2500 kr. Myndirnar sem fylgja með þessari frétt segja meira en mörg orð.003

Auglýstar sýningar eru

16. febrúar kl. 20

18. febrúar kl. 15 og kl. 20

21. febrúar kl. 20

23. febrúar kl. 20

24. febrúar kl. 18

Lokasýning 25. febrúar kl. 20 

007

008

hópurinn

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579