Fréttir og greinar

Menntaskólinn á Egilsstöðum óskar nemendum, starfsmönnum og velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs á nýju ári.

jolakvedja16

Skrifstofa skólans er lokið frá 21. desember til og með 2. janúar. Ef nauðsynlegt er að ná í einhvern í skólanum er bennt á netföng á heimasíðu eða síma skólameistara.

Sunnudaginn 18. desember voru 18 jólastúdentar brautskráðir frá Menntaskólanum á Egilsstöðum, 7 útskrifuðust af náttúrufræðibraut, 8 af félagsfræðibraut 2 af málabraut og 1 af listnámsbraut. Athöfnin var í Egilsstaðakirkju og var í senn hátíðleg og skemmtileg. Eftir athöfnina var veisla í boði skólans og þar voru fjölbreytt lokaverkefni nemenda til sýnis.

Starfsfólk Menntaskólans óskar stúdentum og fölskyldum þeirra til hamingju með áfangann.

Hér má sjá myndir frá athöfninni og veislunni.

Mánudaginn 12. nóvember verða ýmis verkefni nemenda til sýnist í andyri kennsluhúss ME. Meðal verkefna verða lokaverkefni útskriftarnema, lokasýning nemenda í listaáfanganum LSTR1LS05 og ljósmyndir frá nemendum sem sóttu ljósmyndaáfanga í fjarnámi.

Útskriftarnemendur ME gera allir lokaverkefni á síðustu önninni sinni. Valið um hvað nemendur gera er nokkuð frjálst, en þarf að tengjast þeirri braut eða því námi sem viðkomandi nemandi hefur sinnt. Ýmis snilldarverk hafa komið úr þessari vinnu, smíðaður bekkur, heimasíður, kynningarefni fyrir ferðamenn, fræðslumyndband um sorpflokkun, heimildaritgerðir, rannsóknir á brottfalli iðkenda úr íþróttum, hönnun á ýmsum munum, spil, leikverk, dans, flíkur og áfram mætti telja. Við hvetjum alla til að gera sér ferð í ME á mánudaginn 12. des til að kíkja á flott verkefni eftir nemendur skólans.

Lokaverkefni nemenda verða aftur til sýnis á útskriftardaginn 18. desember, en þá í heimavistarhúsinu.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579