Fréttir og greinar

Menntaskólinn á Egilsstöðum auglýsir eftir kennslustjóra fjarnáms. Starfið er auglýst á starfatorgi og er má nálgast allar frekari upplýsingar hjá Árna Óla skólameistara og hér.

Menntaskólinn á Egilsstöðum er góður vinnustaður og kemur vel út úr starfsmannakönnunum bæði innanhúss og í könnun SFR - stofnun ársins. Á árinu 2018 var ME í þriðja sæti yfir framhaldsskóla á landinu í könnuninni Stofnun Ársins sem lögð er fyrir árlega. Heildareinkunn ME var 4,37. Starfsánægja í ME er góð og almenn ánægja með vinnustaðinn.

Hvetjum áhugasama um að kynna sér stöðu kennslustjóra fjarnáms og senda inn umsókn fyrir 7. janúar.

niðurstöður SFR 18

 

Haustið 2018 byrjaði skólinn í Erasmus verkefni í samstarf við skóla frá Spáni, Hollandi, ítalíu og Finnlandi.  Verkefnið kallast: Managment game for future European managers.

Þátttakendur eru frá 5 löndum: Finnland, Holland, Spánn, Ítalía, Ísland.

Þetta er viðskipta-tengt verkefni sem gengur út á að nemendur eiga að búa til APP (þau ráða hverslags app) og þróa það áfram, búa til viðskiptaáætlun og markaðssetja það.

Nú er óskað eftir tillögum af lógói fyrir verkefnið frá nemendum skólans og því er efnt til samkeppni um besta lógóið eða mynd sem sýnir á táknrænan hátt um hvað verkefnið fjallar.

Sá sem ber sigur úr bítum verður einn af fulltrúum okkar hér í ME til samstarfsskóla okkar á Ítalíu í byrjun febrúar 2019. Reiknað er með að þangað fari tveir fulltrúar kennara og þrír nemendur skólans; sigurvegari lógó-samkeppninnar og tveir nemendur úr áfanganum: Erlend samskipti sem er kenndur á vorönn 2019. Við bendum á að enn eru laus pláss í þeim áfanga sem kenndur er á vorönn 2019 og áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í hann hjá Arnari áfangastjóra.

Við viljum endilega hvetja alla sem hafa áhuga á að spreyta sig á að gera mynd eða lógó sem yrði táknrænt fyrir verkefnið Managment game for future European managers til að taka þátt  í lógósamkeppninni. Skilafrestur er  í allra síðastalagi fyrsta kennsludag vorannar þann 7. janúar 2019.

Myndunum skal skilað til Kristjönu eða Lóu þann dag, en rafræn útgáfa þarf að berast í tölvupósti til obb@me.is fyrir 7. janúar eða sem allra fyrst.

Það sem er æskilegt að komi fram á lógóinu og er tákrænt fyrir verkefnið?                                                       

  • Erasmus+
  • Nafn verkefnisins eða skammstöfun á því : Managment game for future European managers. (Stjórnunar-leikur-APP-evrópskir stjórnendur framtíðar)
  • Fánar allra 5 landanna sem taka þátt í verkefninu (Finnland, Holland, Spánn, Ítalía, Ísland)
  • Evrópa/jörðin/app-form??//evrópufáninn blár m. gulum stjörnum/fyrirtækjarekstur/stjórnun/evrópufáninn/fánar landanna
  • App/snjallsímar/stjórnun: hvað gæti verið táknrænt fyrir slíkt APP...form/litir?

Myndin eða lógóið þarf að vera 20x20 cm. og unnin í lit. Lógóið þarf að geta virkað hvort sem er í lit eða svart/hvítu. Mikilvægt er að myndin sé litrík (vatnslitir, vatnslitablek, akríllitir...) og texti skýr. Mögulegt er að vinna verkefnið hvort sem er í höndunum, þ.e. mála og teikna form og texta.... eða í tölvu að öllu leyti eða að hluta til. Hver þátttakandi má senda inn eina eða fleiri tillögur. Möguleiki er að vinna að lógóunum í Hvítserk og fá þar efni og aðstöðu á námsmatsdögum nú í næstu viku.

Nánari upplýsingar um samkeppnina  og verklag veitir:

Ólöf Björk Bragadóttir, kennslustjóri Listnámsbrautar ME. obb@me.is

Tónlistarfélag Menntaskólans á Egilsstöðum stendur fyrir jólatónleikum í Egilsstaðakirkju 10. desember næstkomandi kl. 20:00. Fram koma nemendur úr ME, að minnsta kosti tveir kennarar úr ME koma fram og svo stúlknakórinn Liljurnar. Án efa verður þetta skemmtileg kvöldstund sem vert er að kíkja á. 

jólatónleikar TME

 

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579