Fréttir og greinar

Sú nýbreyttni var á spannarskilum að í stað prófadaga voru svokallaðir námsmatsdagar. Þeir virkuðu þannig að hver kennd blokk var með 3 klukkutíma (fyrir eða eftir hádegi) úthlutaða sem hægt var að nýta í alskyns námsmat. Margir voru með hefðbundin próf en aðrir fóru aðrar leiðir og nýttu tímann til viðtala við nemendur um námið og þau verkefni sem voru unnin. Enn aðrir breyttu fyrirkomulagi prófa sinna, gáfu rúmann tíma til undirbúnings þegar í skólann var komið og voru með stutt próf. Í öðrum tilfellum var tíminn nýttur í ræðuhöld og endurgjöf til nemenda.mynjasafn2 001

Nemendur í félagsvísindum óskuðu eftir að nýta tímann í heimsókn á minjasafnið sem kennarinn tók vel í. Elsa Guðný Safnastjóri tók þar á móti hópnum og fræddi nemendur og kennara um allt mögulegt sem þar var að finna.

Þetta breytta námsmats fyrirkomulag gefur tækifæri á nýjum leiðum í námsmati og lokum áfanga. Á spannarskilum voru námsmatsdagarnir þrír, og því hittu nemendur kennara sína einu sinni fyrir hvern áfanga sem þau voru í. í lok skólaársins verða námsmatsdagarnir fimm. Þá hitta nemendur kennara sína tvisvar sinnum fyrir hvern áfanga og býður þessu tími þá upp á góðann tíma til að ljúka áföngum, hvort sem er með prófi, viðtölum, ræðum eða vettvangsheimsóknum. Það verður spennandi að sjá hvernig dagarnir þróast áfram og nýtast nemendum til góða en um tilraun er að ræða sem verður metin og tekin endurskoðunar á vordögum.

Veitingastaðurinn DILL Restaurant hefur hlotið margskonar viðurkenningar og nú hefur það verið gert opinbert að DILL hlýtur eina stærstu viðurkenningu sem veitingastaðir víða um heim keppast um að fá, eina Michelin stjörnu. Það er gaman að geta þess að fyrrverandi nemandi ME, Ólafur Ágústsson (sá hávaxnasti á myndinni), hefur yfirumsjón með Dill Restaurant.

Starfsfólk og nemendur skólans óska þeim félögum til hamingju.

Skráningar eru komnar á fullt á Fardagana sem fara fram 7.-10. mars næstkomandi. Hér má finna skráningarformið "Skráning í Fardaga" (og undir flipanum "Þjónusta")

Skráning er opin sem hér segir

Miðvikudaginn 22. febrúar frá kl. 9:00 - 17:00 - Uppfært kl. 17:00 - ákveðið að hafa opið eitthvað fram eftir kvöldi. Nokkur námskeið að fyllast, gott að ganga frá skráningu sem fyrst.

Fimmtudaginn 23. febrúar frá kl. 9:00- 17:00

 

Hvetjum nemendur til að skrá sig sem fyrst þar sem fjöldatakmarkanir eru á nokkrum námskeiðum. Ef námskeiðin eru orðin full eru þau ekki lengur aðgengileg í skráningarforminu.

Allar upplýsingar um námskeiðin sem í boði eru í ME og í samstarfsskólunum má finna hér

Skráningar á námskeið utan ME fara í gegn um Arnar áfangastjóra á netfangið arnarsig@me.is

 

 

 

 

 

 

 

 

Í dag, þriðjudaginn 21. febrúar fer fram kynning á námskeiðum sem fara fram á "Fardögum" 7.-10. mars næstkomandi. Sú nýbreytni er í ár að "Fardagar" eru í gangi á sama tíma í nokkrum skólum. Þannig geta nemendur valið námskeið til að taka þátt í í ME, eða ákveðið að leggja land undir fót og skrá sig á námskeið í öðrum skólum. Þeir skólar sem bjóða upp á námskeið, aðrir en ME eru FNV á Sauðárkróki, Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað, MT í Ólafsfirði, VA á Neskaupstað og FAS á Höfn. natturuleg hugsun

Kynning á námskeiðum ME og Húsó fara fram á sal skólans kl. 15:15. Eftir kynningarnar verður opnað fyrir skráningar hér á me.is fyrir nemendur ME. Ef einhverjir nemendur vilja skrá sig á námskeið í öðrum skólum (öðrum ern Hússtjórnarskólanum) fer sú skráning fram hjá Arnari áfangastjóra.

Dagskrá allra skólanna er stórglæsileg og er valið ekki létt. Þess ber að geta að sum námskeiðin eru það löng að þau eru einingabær og eru nemendur sérstaklega hvattir til að nýta sér þau námskeið.

Í ME er verkefnið "Listnám til sjálfbærni" fléttað inn í dagskránna og er sérlega spennandi dagskrá í gangi í sláturhúsinu undir yfirskriftinni "Náttúruleg Hugsun." Sérstakur Facebook viðburður hefur verið stofnaður um það verkefni og eru nemendur hvattir til að kynna sér það vel. Viðburðinn má finna hér.

Upplýsingar um þau námskeið sem eru í boði í öllum skólunum má svo finna hér að neðan

Námskeið í boði í ME

Námskeið í boði í FNV

Námskeið í boði í Húsó

Námskeið í boði í MT

Námskeið í boði í VA

Námskeið í boði í FAS

 

 

 

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579