Fréttir og greinar

Útskrift frá Menntaskólanum á Egilsstöðum fór fram í dag í Egilsstaðakirkju. 35 voru útskrifaðir af 5 brautum. 3 útskrifuðust af starfsbraut, 4 útskrifuðust af listnámsbraut, 1 af málabraut, 10 af núttúrufræðibraut og 17 af félagsgreinabraut. Glæsilegur hópur ungmenna sem á framtíðina fyrir sér.

Nokkrir nemendur sem skarað höfðu fram úr í námi og störfum fengu viðurkenningar fyrir góðan árangur. Dúx skólans er Sóley Arna Friðriksdóttir með meðaleinkunnina 9,61. 

Starfsfólk skólans óskar útskriftarnemendum og fjölskyldum þeirra til hamingju með áfangann og þakkar fyrir samfylgdina.

Fleiri myndir frá athöfninni.

 

Daganna 16-22 maí fóru sex  nemendur starfsbrautar ME ásamt tveimur starfsmönnum í vísindaferð til Færeyja.  Þrír af þessum nemendum þau Daníel, Signý og Óli eru að klára sitt nám í ME nú í vor en þrír halda áfram í haust.  Ferðin tókst í alla staði frábærlega. Nemendurnir söfnuðu fyrir ferðinni með því að hafa opið kaffihús á Fardögum ME, seldu fisk og héldu Hæfileikakeppni Starfsbrauta nú í vor.

Í Færeyjum var margt skemmtilegt gert, farið í bíó, keilu, sund, keyrt til Klakksvíkur, Runavíkur og Götu þar sem menn böðuðu sig á ströndinni.  Hópurinn leigði bíl í tvo daga, annan daginn var keyrt um og skoðaðar eyjarnar, en seinni daginn rigndi hundum og köttum þannig að tíminn var mest nýttur í SMS-mollinu og farið svo í bíó um kvöldið.  Frábær ferð og allir sammála um að endurtaka ferðina að ári og heimsækja Danmörku! ;) Tíminn leiðir í ljós hvað verður.

DSC04385  DSC04401  DSC04469

Lokaverkefni útskriftarefna hafa verið til sýnis undanfarna daga og verða áfram fram að útskrift. Mörg flott verkefni litu dagsins ljós, allt frá uppskriftabók til skíða. Nokkrar ritgerðir voru skrifaðar og vefsíður gerðar. 

Sem dæmi má nefna að Rannveig Erlendsdóttir útbjó heimasíðu sem sýnir flestar námsleiðir sem eru í boði í háskólum á íslandi eftir námslok í ME. Afar gagnlegt fyrir nemendur sem eru að ljúka námi á framhaldsskólastigi eða hafa lokið því og vita ekki ennþá hvað þá langar að verða. Linkur á síðuna er hér.

Salka Sif útbjó skart og heimasíðu um skartið sem hún sækir innblástur í austfirska náttúru. Heimasíðan er hér og dæmi um skartið hennar má sjá hér með fréttinni. 

 image1      image4

Á Svay síðunni sem Magnús Kerfisstjóri útbjó má sjá einnig vefsíður sem Kristófer Sigurðsson gerði og Sunneva Una Pálsdóttir. Hvetjum alla til að kíkja á sýninguna og þau flottu verkefni sem eru aðgengileg á vefnum.

Hér eru nokkrar myndir frá sýningu lokaverkefna.

DSC 0655    DSC 0656    DSC 0667    DSC 0670    DSC 0672

 

 

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579