Fréttir og greinar

Sigurbjörg Lovísa Árnadóttir og Almar Blær Sigurjónsson fyrrum nemendur ME fengu þær gleðifréttir í dag að vera komin í Listaháskóla Íslands.

Sigurbjörg komst inn í fyrstu tilraun og Almar í annari tilraun.

Starfsfólk skólans óskar þeim innilega til hamingju með afrekin og væntir mikils af þeim á stóra sviðinu í framtíðinni.

Þetta kemur svo sem ekki á óvart þar sem þau bæði hafa verið burðarásar í kraftmiklu leiklistarlífi ME síðustu árin.

Til hamingju Ísland

sigurbjorgogalmar

Jafnréttisvika ME verður haldin 22.-26. janúar næstkomandi. Vikan er samstarfsverkefni jafnréttisnefndar ME og Hinseginfélags ME að þessu sinni.  Skólinn verður skreyttur, myndir og fróðleikur á skjám, fyrirlestrar, umræður, jafnréttur og bland af gaman og alvöru.

Hvetjum alla til að taka þátt!

Dagskránna má sjá hér:

Mánudagur:
Nemendur fá afhenta Postit miða (í regnbogalitum) í verkefnatíma fyrir hádegi á mánudag og eru hvattir til að skrifa slagorð eða örstutta hugleiðingu tengda jafnrétti á hann. Þessir miðar verða svo límdir upp á einhvern vegg skólans.

Dagur og druslugangan - spjall í hádeginu á sal kl. 12:50 – allir velkomnir

Þriðjudagur: 

Hulda Sigurdís og kynjaður húmor- spjall í hádeginu á sal kl. 12:50– allir velkomnir

Miðvikudagur:
Sandra Rut og sexið - spjall tengt jafnrétti í hádeginu á sal kl. 12:50– allir velkomnir

Fimmtudagur:
Metoo og jafnréttisstefna ME - Margaret og Árni Friðriks - uppi í hátíðarsal í sjöttu blokk á fimmtudag – allir velkomnir

Föstudagur:
Litríkur dagur: Allir eru hvattir til að mæta í litríkum fötum –
Jafnrétturinn litríki á boðstólum í mötuneytinu í hádeginu

Haustið 2017 var gerð könnun á meðal fjarnemenda skólans, en sambærileg könnun hafði verið gerð árið 2013. Könnunin var send á 254 fjarnema af fyrri og seinni spönn haustannar 2017. Svörun var um 54%.

Meðal þess sem spurt var um er hvernig skipulag áfanganna er á kennsluvef eða í OneNote, hvort framsetning sé skýr, hvernig gangi að nota kennsluvefinn og fleira í þeim dúr. Þá var spurt um álag í áföngum, endurgjöf kennara, skipulag og samskipti, innritun og fjarnámið í heild. Þá voru opnar spurningar hvað væri best við fjarnám ME og beðið um gagnlegar ábendingar. Niðurstöður voru bornar saman við niðurstöður frá árinu 2013 og skemmst er frá því að segja að í flestum þáttum hefur ánægja aukist.

Spurt var um fjarnámið í heild, hvernig nemendum upplifðu það. Myndin sýnir samanburð á árunum 2013 og 2017. Óhætt er að fullyrða að almenn ánægja er með fjarnámið.

fjarnamidiheild18

Þegar nemendur voru spurðir hvað væri best við ME voru yfirgnæfandi meirihluti sem svaraði að spannir væri það sem best væri við fjarnám ME og þar á eftir voru góðir kennarar nefndir. Þá voru þættir eins og að geta unnið með, símatsáfangar, viðmót kennara, og gott skipulag nefnt sem miklir kostir. Ábendingarnar sem komu um hvernig við getum bætt fjarnámið eru strax komnar í vinnslu og mun ME vinna að því að bæta enn frekar gott fjarnám.

Frekari upplýsingar um niðurstöður könnunarinnar má finna hér, bæði samanburð við 2013 og heildar niðurstöður.

 

Mánudaginn 15. janúar fóru fram nokkrar viðureignir í Gettu Betur, en sigurvegarar þeirra viðureigna komust áfram í 8 liða úrslit sem fara fram í sjónvarpinu. ME og VA áttust við í æsispennandi viðureign í Valaskjálf á Egilsstöðum fyrir framan um það bil 150 áhorfendur. VA fór sterkar af stað og svaraði 20 spurningum í hraðaspurningunum á móti 19 hjá ME. Þá skiptust liðin á að taka fram úr hvort öðru í bjöllu spurningum en í lokin seig ME framúr og svaraði síðustu bjölluspurningunum flestum. Lokatölur voru 35 - 28 fyrir ME. Menntaskólinn á Egilsstöðum er því kominn í 8 liða úrslit sem fara fram í sjónvarpinu. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að fylgjast vel með.

Nánari umfjöllun um hinar viðureignir umferðarinnar má finna í þessari frétt hjá RUV

gettubetur1                                                getturbetur3

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579