Fréttir og greinar

Hreyfivika UMFÍ í ME 8.-12. maí.

ME mun þjófstarta Hreyfiviku UMFÍ 2017 og bregða á leik dagana 8.-12. maí með margskonar hreyfingu, hollustu og skemmtilegheitum.

Hreyfivika UMFÍ er Evrópuverkefni sem miðar að því að koma sem flestum Evrópubúum á hreyfingu,  hvetja þá sem ekki hreyfa sig reglulega að finna sér hreyfingu við hæfi og stunda hana sér til gagns og gleði.

Vikan fer formlega fram 29. maí -4. júní um alla Evrópu en við í ME munum sem fyrr segir þjófstarta og halda hana hátíðlega í síðustu kennsluviku annarinnar 8.-12. maí.

Nemendur og starfsfólk ME er hvatt til að taka virkan þátt í sem flestum viðburðum!

Dagskrá vikunnar:

Mánudagur 8. maí

Plankaáskorun kl 10 í anddyri í kennsluhúsi. Heilsueflingarnefnd startar vikunni með plankaáskorun og heilsusamlegum veitingum.

Minute to win it í hádeginu uppí á sal. Nemendaráð stendur fyrir æsispennandi keppni milli árganga og kennara!

 

Þriðjudagur 9. maí

Aflraunir meistarans kl 10 í anddyri í kennsluhúsi. Skólameistari býður í tvímenningsaflraunir...það verður eitthvað!

Hádegishjólreiðar kl 12:20 lagt af stað frá bílastæði ME. Stuttur og þægilegur hjóltúr…með vind í hárinu og bros á vörum …gerist ekki betra.

Hópeflisleikir og hamingja á grasbalanum fyrir aftan vistina kl 15:10. Nemendaþjónusta ME býður í hópeflisleiki og almenna hamingju.

 

Miðvikudagur 10. maí

Frisbígolf í Tjarnargarðinum í hádegishléinu. Mikael Máni kennir réttu tökin og lánar diska. Fáranlega einföld og skemmtileg íþrótt.

Fimleikar fyrir alla Ásta Dís, Arna, Salka, María og Rebekka bjóða upp á stórskemmtilega og byrjendavænt fimleikafjör í íþróttahúsinu milli kl 14:30-16. ATH hægt að droppa inn og út á þessum tíma.

Fimmtudagur 11. maí

Frjálsíþróttafjör á grasblettinum bak við vistina kl 10:00. Frjálsíþróttaþríeykið Helga Jóna, Mikael Máni og Steingrímur sjá um að hreyfa mannskapinn.

Stólajóga í hádeginu upp á sal. Margret skapar réttu stemminguna og slakar á fólki.

Fílafótbolti á grasbrettinum bak við vistina kl 14-15. Útivistarhópur Starfsbrautar býður alla velkoman í fílafótbolta, 4 saman í liði. Bara gleði!

Föstudagurinn 12. maí

,,Hreyfi-pubquiz” Í hátíðarsal ME í kl 12:15. Sabína Steinunn Halldórsdóttir landsfulltrúi UMFÍ bregður á leik

Crossfit –Crossfit Austur býður öllum ME-ingum að koma frítt í Crossfit Austur og taka WOD dagsins undir stjórn Hrefnu Aspar kl 17:30.

VERTU MEÐ OKKUR #MOVEWEEK

Stúdentsefni Menntaskólans á Egilsstöðum vöknuðu snemma í góða veðrinu, vöktu kennara, buðu í morgunmat og skemmtu sér.

dimm17

Video

Foreldrar nemenda í ME svöruðu könnun skólans um nám og líðan barna sinna í skólanum á vordögum 2017. Könnunin er liður í innra mati og var unnin af innramatshópi skólans. Sambærileg könnun var lögð fyrir árið 2013 og hafa niðurstöður kannananna verið bornar saman. Skemmst er frá því að segja að í flestum þáttum kom fram að foreldrar telja að börnum þeirra líði betur í skólanum og þau séu ánægðari núna en þau voru árið 2013.
Könnunin var netkönnun þar sem foreldrum var sendur tengill með tölvupósti þann 15. mars.
237 nemendur voru skráðir í dagskóla þegar könnunin var send og svör bárust frá 189 foreldrum. Flest svör bárust frá foreldrum nemenda á fyrsta ári eða 37,2% svaranna. Nokkuð jöfn skipting var á milli hinna þriggja árganganna. Kynjahlutfall svarenda var nánast jafnt sem endurspeglar kynjaskiptingu nemenda skólans.
Í 58,7% tilfella voru það mæður sem svöruðu könnuninni en feður svöruðu í 35,4% tilfella. Í einhverjum tilvikum svörðu báðir foreldrar saman. Gaman er að segja frá því að árið 2013 voru það mæður sem svöruðu í 77,4% tilfella svo jákvæð þróun er í kynjahlutfalli svarenda.
Fyrstu spurningarnar sneru að ímynd skólans. 99,46% svarenda voru sammála eða mjög sammála þeirri fullyrðingu að ME væri góður skóli. Þegar spurt var hvort foreldrar bæru traust til skólans svöruðu 98,88% því játandi. Það eru 3% fleiri nú en 2013.
Næstu spurningar sneru að samskiptum og viðmóti. Almennt eru foreldrar mjög ánægðir með samskipti við stjórnendur, ráðgjafa og kennara skólans, sjá mynd 1.

samskipti foreldrak17

Mynd 1 - Samskipti og viðmót.

Þá var spurt hvort foreldrar teldu spannir henta námi nemandans. Árið 2013 voru 85% svarenda ánægðir með spannirnar á móti 98% núna.
Spurt var um verkefnatíma og hvort foreldrar teldu þá henta námi nemandans. Árið 2013 töldu 84% foreldra verkefnatímana henta sínum börnum en árið 2017 voru 96% foreldra á þeirri skoðun. Þó nokkuð af gagnlegum ábendingum bárust frá foreldrum um verkefnatímana og verða þær nýttar til að bæta tímana.
Spurt var hvort foreldrar teldu nemandann nýta verkefnatímana til náms. Nú telja 92% foreldra að börn þeirra nýti tímana samanborið við 79% árið 2013.
Spurt var um ýmsa þætti varðandi námið og hver upplifun foreldra væri varðandi námsstöðu nemandans og hvort hann stundi nám við hæfi. Niðurstöður með samanburði áranna 2013 og 2017 má sjá á mynd 2.

 namid foreldrak17

Mynd 2 - Námið

Spurt var um heimanám og töldu 71% foreldra að nemendur læri heima í þrjár klukkustundir eða meira í hverri viku. Til samanburðar má nefna að nemendur eru spurðir sömu spurningar í árlegu áfangamati. Árið 2016 töldu einungis 25,35% nemenda sig nota þrjár klukkustundir eða meira á viku til heimanáms. Eins og sjá má er þarna töluverður munur á svörum nemenda og foreldra.
Spurt var um líðan og félagslega stöðu nemenda. Það er nokkuð sem vert er að skoða betur og mun Nemendaþjónusta ME fara yfir niðurstöðurnar og vinna úr þeim. Streita nemenda verður skoðuð sérstaklega. Foreldrar upplifðu að nemandinn fyndi fyrir streitu í skólanum í 34,3% tilfella samanborið við 21% árið 2013. Ef niðurstöður nemendakönnunar eru bornar saman við þessar tölur gefa þær sambærilegar vísbendingar. Það er óhætt að segja að þróunin í þessum málum er ekki góð og mun það krefjast samhents átaks foreldra, skóla og heilsugæslu að koma til móts við nemendur og aðstoða þá. Mynd 3 sýnir niðurstöður kaflans um líðan og félagslega stöðu.

 lidan foreldrak17

Spurt var um einelti í opinni spurningu og nefndu nokkrir foreldrar atvik sem höfðu komið upp. Nemendaþjónusta ME skoðar þau mál.
Spurt var um aðhald árin 2017 og 2013. Í ár var valmöguleikinn „á ekki við“ einnig í boði þar sem sumar spurninganna höfðuðu meira til foreldra nemenda sem eru yngri en 18 ára. Niðurstöðurnar gefa til kynna að foreldrar fylgist minna með ástundun og einkunnum barna sinna nú en áður.

2017
Aðhald Mjög sammála Sammála Ósammála Mjög ósammála Á ekki við
Ég fylgist með mætingu nemandans í Innu 18% 36% 16% 8% 23%
Ég fylgist með einkunnum nemandans í Innu 24% 35% 12% 6% 23%
Ég er ánægð/ur með að geta skráð veikindi nemanda undir 18 ára beint í Innu 33% 36% 3% 0% 28%
Ég fylgist með verkefnavinnu nemandans 18% 44% 15% 5% 17%
Ég er sátt/ur við reglur skólans um mætingar 37% 53% 4% 1% 5%
Miðspannarmat gagnast mér til að fylgjast með námsgengi nemandans 34% 49% 2% 2% 14%

Mynd 4 - Aðhald 2017

2013
Aðhald Mjög sammála Sammála Ósammála Mjög ósammála
Ég fylgist með mætingu nemandans í Innu 27,5% 49,0% 9,8% 13,7%
Ég fylgist með einkunnum nemandans í Innu 34,6% 44,2% 10,6% 10,6%
Ég er sátt/ur við reglur skólans um mætingar 38,8% 54,4% 8,8% 1,0%
Miðspannarmat gagnast mér til að fylgjast með námsgengi nemandans 42,7% 50,5% 1,9% 4,9%

Mynd 5 - Aðhald 2013

Að lokum var spurt út í leiðsagnarnám í ME sem er þróunarverkefni til þriggja ára. Rúmlega 30% foreldra höfðu orðið varir við breytingar. Nokkrar góðar athugasemdir bárust sem unnið verður úr. 

Margar góðar athugasemdir komu um það sem betur má fara og fjölmörg hrós. Við erum afar ánægð með þátttöku foreldra í könnuninni og færum þeim bestu þakkir fyrir. Niðurstöðurnar munu nýtast til áframhaldandi umbóta fyrir skólann og það er að sjálfsögðu markmiðið að gera enn betur á næstu árum.

 

 

 

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579