Fréttir og greinar

Okkur bárust þær skemmtilegu fréttir að Karítas Hvönn Baldursdóttir sem er fyrrum ME-ingur varð Danmerkurmeistari í Muay Thai fyrir skömmu síðan. Með sigrinum tryggði hún sé sæti í danska landsliðinu og keppnisrétt á Evrópumeistaramótinu. 

Muay Thai er tælenskt box þar sem barist er með höndum, sköflungum, olnbogum og hnjám.Karistasvann

Karítas, sem er 25 ára gömul, er uppalin á Kirkjubæ í Hróarstungu í nágrenni Egilsstaða. Á Egilsstöðum æfði hún fimleika, frjálsar og fótbolta. Árið 2015 flutti hún til Danmerkur til þess að stunda nám á sviði "Global Nutrition and Health" og prófaði þá fyrst að æfa Muay Thai og varð fljótlega mjög fær.

Við óskum Karítas Hvönn til lukku með árangurinn og titilinn.

 Frekari umfjöllun um þessi flottu afrek má sjá á mbl.is

Í dag 27.2 fengum við góða heimsókn þegar Jónas Helgason ökukennari og fyrrum kennari við MA kom færandi hendi. Starfsbraut ME var veittur endurgjaldslaus aðgangur að rafrænu námsefni Ekils ökuskóla en Ekill var fyrsti ökuskólinn í landinu til að kenna rafrænt námsefni. Námið sem nemendum starfsbrautar býðst nú í skólanum er undirbúningur fyrir ökunám, bóklegt Ö1 og Ö2, þar sem nemendur vinna verkefni á námsvef Ekils undir stjórn kennara.  Ökunámið sjálft verður að sjálfsögðu eins og áður í höndum ökukennara. 
 
Námsefnið á rafræna vef Ekils er allt unnið og uppfært reglulega af Jónasi Helgasyni. Efnið er umfangsmikið og inniheldur meðal annars bók þar sem nemendur geta hvort sem er hlustað á efni hennar eða lesið það, unnið gagnvirk verkefni og horft á myndbönd sem útskýra námsefnið enn frekar. Netökuskóli Ekils er vistaður á heimasíðu Ekils og er bæði á íslensku og ensku en verður innan tíðar líka aðgengilegur á pólsku.
 
Kennarar, nemendur og starfsmenn starfsbrautar ME eru mjög þakklátir fyrir aðganginn að vefsvæði Ekils og hlakka til að hefjast handa við undirbúning fyrir ökunámið.
 
Ökuskólanum Ekli eru færðar kærar þakkir sem og Jónasi Helgasyni, höfundi námsefnisins fyrir að veita Menntaskólanum aðgang að þessu aðgengilega og góða rafræna námsefni sem auðveldar kennsluna og gerir hana áhugaverðari.
 

Við höfum óskaplega gaman af því að fá fregnir af fyrrum nemendum sem eru að standa sig vel í hinum stóra heimi. Í síðustu viku bárust fregnir af því að 5 fyrrum nemendur ME fengu úthlutuð listamannalaun til að vinna að spennandi verkefnum. Þetta eru þau Jónas Reynir Gunnarsson, Svanur Vilbergsson, Stefán Benedikt Vilhelmsson, Sigríður Eir Zophoníasdóttir, og Guðmundi Ingi Úlfarsson. Við óskum þeim innilega til lukku með úthlutunina og velfarnaðar í sínum verkefnum. Nánar má lesa um verkefnin sem þau eru að sinna á vef Austurfréttar.

 

Okkur barst einnig til eyrna að Daníel Pétursson sem er í námi í leikjahönnun í Nord háskólanum i Noregi vann til verðlauna á norsku leikjaverðlaunahátíðinni. Hann vann til verðlauna sem hluti af fimm manna teymi sem hannaði leikinn "Field Hospital" og var leikurinn valinn leikur ársins. Hópurinn sem hannaði leikinn vinnur nú að gerð nýrrar útgáfu af leiknum fyrir hjálparsamtökin Lækna án landamæra. Óskum Daníeli og félögum til lukku með verðlaunin. Nánar má lesa um málið á vef fréttablaðsins.GameOfTheYear 2018aa

 

 

 

Menntaskólinn á Egilsstöðum og Kvennaskólinn í Reykjavík munu takast á í Gettu Betur í 8 liða úrslitum föstudaginn 23. febrúar. Keppnin er sýnd í sjónvarpinu. Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu í hátíðarsal ME og eru allir hvattir til að mæta. Útsending hefst kl. 20:05.

Fátt verður í stuðningsmannaliði ME þar sem námsmatsdagar eru nú í gangi í ME. Gamlir ME-ingar og stuðningsmenn sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu eru því hvattir til að mæta í sjónvarpssal kl. 19:30 og hvetja ME til sigurs.

Til að undirbúa lið ME fyrir keppnina fór fram keppni milli Gettu Betur liðs ME og liðs kennara ME. Það var hörku keppni og er skemmst frá því að segja að Gettu Betur lið skólans sigraði á lokametrunum með 20 stig á móti 17 stigum kennaraliðsins. Mikil spenna er fyrir keppninni og óskum við þeim Ásu, Björgvin Ægi og Kristófer Dan góðs gengis!

 DSC 0037       DSC 0039

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579