Fréttir og greinar

Menntaskólinn á Egilsstöðum hefur síðastliðin 2 ár tekið flokkunarmál og umhverfismálin til gagngerðar endurskoðunar. Umhverfisstefna skólans var endurnýjuð og gerð áætlun til 3 ára, bæði hvað varðar umhverfismálin í skólanum og fræðslu til nemenda og starfsmanna. 

Eitt af stóru verkefnunum er sorpflokkun í skólanum og á heimavist skólans. Nemendur í umhverfisnefnd tóku að sér á vor mánuðum 2016 að vera með kynningu á sal skólans um umhverfismál og flokkun. Í kjölfarið hófst innleiðing á flokkun á herbergjum heimavistar ME. ME er einn af fystu skólunum á landinu sem tekur skrefið að flokka inni á heimavistarherbergjum. Öllum nemendum á heimavistinni var boðið í haust að hafa flokkunartunnu inni á herbergi og var um það bil helmingur nemenda sem þáði það. Á næstu misserum er svo stefnt að því að fjölga herbergjum með flokkunartunnur jafnt og þétt þannig á endanum séu öll herbergi ME með flokkunartunnur og nemendur virkir þátttakendur í að minnka óflokkað sorp sem fer frá stofnuninni.

ME hefur um nokkurra ára skeið skilað inn grænu bókhaldi og strax eftir fyrsta árið með aukinni áherslu á flokkun mátti sjá verulega minnkun á almennu (óflokkuðu) sorpi sem fór frá stofnuninni.

Sýningin Plastfljótið - listmenntun til sjáfbærni stóð yfir helgina 5. og 6. nóvember í Snæfellstofu, Vatnajökulsþjóðgarði. loasegirfraSyningin er afrakstur nokkurra listasmiðja undir stjórn Ólafar Bjarkar og nokkurra annarra henni til aðstoðar. Þáttakendur í listasmiðjunum voru um 100 talsins, meðal annars nemendur listnámsbrautar Menntaskólans á Egilsstöðum, nemendur Hússtjórnarskólans á Hallormsstað, leikskólanemendur úr Seyðisfjarðarskóla, ásamt nemendum frá Rovaniemi í Lapplandi. Sýningin var einungis opin nú um helgina en þessi viðburður var hluti af Dögum myrkurs á austurlandi. 

Skarphéðinn G. Þórisson tók mikið af fallegum myndum á opnun sýningarinnar, og sýna þær vel afrakstur þessarrar vinnu og þá stemmningu sem myndaðist á opnuninni. Ásamt sýningunni á Plastfjótinu voru nemendur ME að troða upp, lesa frumsamin ljóð, syngja og spila.

 Myndasafnið í heild sinni má sjá á facebooksíðu Listnámsbrautar ME, en nokkur sýnishorn sjást einnig hér.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579