Fréttir og greinar

í hádeginu í dag afhenti Foreldra og Hollvinafélag ME ásamt ME þeim nemendum sem hafa verið edrú á böllum NME í vetur og blásið í áfengismæli því til sönnunar. Þrír stjórnarmeðlimir úr Foreldra og Hollvinafélagi ME mættu, þau Björn, Erna og Bergrún, og afhentu viðurkenningarnar ásamt skólameistara. Alls fengu 19 nemendum sem höfðu blásið á fimm eða fleiri böllum NME í vetur afhentar viðurkenningar í formi gjafakorta. 

Edrúfélag NME hefur verið afar virkt síðustu ár en meðal þess sem þau hafa staðið fyrir síðustu tvö ár er ferð erlendis á svokölluðum "fardögum". Þá fóru þeir nemendur sem eru í félaginu og hafa ákveðið að lifa áfengis og vímuefnalausum lífstíl í siglingu í viku í febrúar. Ferðin heppnaðist vel og var mikil gleði með hana. Árið 2017 fór félagið til Rómar í menningarferð. 

Myndir úr afhendingunni má finna hér, en Ólöf Björk Bragadóttir tók flestar myndirnar, Magnús Þórhalls einnig með nokkrar.

edrupottur 4   DSC 0643 

Nemendur í félagsfræði fóru í heimsókn til Lögreglunnar nýverið. Davíð Örn Auðbergsson varðstjóri tók á móti hópnum en tilefnið var að nemendurnir voru að læra um frávikshegðun og afbrotafræði. Lögreglunni er þakkað kærlega fyrir góðar móttökur, það er ómetanlegt fyrir nemendur að fá innsýn í störf þeirra þegar fjallað er um efni tengt starfseminni.

1    2    3

Nemendafélag Menntaskólans á Egilsstöðum stendur fyrir góðgerðaviku þessa vikuna en þetta er í annað skiptið sem nemendur standa fyrir slíku í ME. Þar kennir ýmissa grasa en að þessu sinni styrkja þau Brakkasamtökin á Íslandi. Nemendur standa fyrir alskyns viðburðum alla vikuna. Til dæmis hefur verið haldin góðgerða tómbóla, ýmsar áskoranir hafa gengið milli nemenda og einnig skorað á starfsmenn. Í dag verður sýnd stuttmynd um "Brakka genið" og það verður góðgerða fatamarkaður í öllum pásum. Í hádeginu fimmtudaginn 26. apríl verður rjómakökukast (ef sjálfboðaliðar fást í verkið) þar sem nemendum gefst kostur á að greiða fyrir að kasta rjómakökum framan í starfsmenn. Verður sennilega spennandi til áhorfs.

Austurfrétt fjallaði um góðgerðarvikuna en þar er viðtal við Aron Stein formann nemendaráðs og segir einnig frá þeim Berglindi Eir Ásgeirsdóttur og Bjarney Lindu Heiðarsdóttur (báðar nemendur ME) sem nýlega rökuðu allt hárið af sér til styrktar Brakkasamtökunum. Fyrir nokkrum dögum var viðtal við Berglindi Eir á Austurfrétt og segir Berglind þar frá baráttu móður sinnar við krabbamein, en móðir Berglindar lést fyrir nokkrum dögum. 

ME hvetur alla til að kynna sér málefnið og leggja því lið. Margt smátt gerir eitt stórt. Styrktarreikningurinn er Reikningsnúmer 0305-13-110137 - Kennitala 440283-0479. Öll frjáls framlög vel þegin.

Inni á facebook síðu NME má finna viðburðinn "Góðgerðavika" en þar má sjá hinar ýmsu áskoranir og viðburði sem verða áfram út þessa viku. 

Umhverfisnefnd ME hefur í vetur unnið að innleiðingu Grænna skrefa. Verkefnið Græn skref í ríkisrekstri felur í sér að gera sem flesta þætti í rekstri ríkisstofnana sem umhverfisvænasta. Skólinn hefur skilað inn grænu bókhaldi í nokkur ár og séð framfarir á milli ára í hvert skipti. Þetta auðveldar markmiðasetningu varðandi umhverfismálin og stuðlar að bættu umhverfi, meiri meðvitund um umhverfið og umhverfismál.

Umhverfisnefndin sér um innleiðinguna og er skólinn að vinna að fyrsta skrefinu. Að mörgu þarf að huga en síðustu ár hefur flokkun í ME verið tekið föstum tökum og auðveldar það verkefnið. Þættir sem skoðaðir eru, eru t.d rafmagn og húshitun, flokkun og minni sóun, samgöngur, innkaup, og miðlun og stjórnun. Undir hverjum þessarra flokka eru svo nokkur skref sem taka þarf áður en skólinn fær viðurkennt að hann hafi náð fyrsta skrefinu. 

Sem hluti af því að auka meðvitund nemenda og starfsmanna í umhverfismálum er í gangi umhverfisdagar með alskyns fróðleik og skemmtilegum viðburðum. Í dag fer meðal annars fram flokknarkeppni og eru verðlaun í boði fyrir þann sem stendur sig best.

frodleik  fatasofn  beini

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579