Fréttir og greinar

Margt er um að vera á fyrstu dögum nýs árs í skólanum. Nemendaþjónustan er orðin full mönnuð eftir að Nanna H. Imsland náms og starfsráðgjafi er komin aftur til starfa eftir fæðingarorlof. Þá skipa nemendaþjónustuna þau Nanna Halldóra Imsland náms og starfsráðgjafi, Hildur Bergsdóttir félagsráðgjafi, Katrín María Magnúsdóttir náms og starfsráðgjafi og Arnar Sigurbjörnsson áfangastjóri. nemendathjonustan18

Eitt af fyrstu verkefnum fullskipaðrar nemendaþjónustu er að fara af stað með tímana "Sjálfsefling og súkkulaði" þar sem nemendum gefst kostur á að nýta verkefnatíma til að vinna í sjálfum sér með aðstoð nemendaþjónustunnar. Dagskrá tímana má sjá á meðfylgjandi mynd. 

sjalfsefling

Heilsueflingarnefnd skólans er einnig að fara sterk af stað og býður nýliðum í ræktinni að mæta á "Núbbakvöld" fyrir stelpur og fyrir stráka þar sem þau fá leiðbeiningar um notkun tækjanna og frítt í ræktina í þá tíma. 

        núbba stelpur1

nubbstrakar    

 

DSC 0011

Þann 19. des. fékk ME góða gesti í heimsókn. Þetta voru nemendur úr 10. bekk Egilsstaðaskóla sem komu til að kynna sér lokaverkefni nýstúdenta frá nýliðinni haustönn. Verkefnin eru af öllum stærðum og gerðum og vonandi að 10. bekkingar hafi notið heimsóknarinnar og fengið einhverjar hugmyndir að eigin lokaverkefnum þegar þar að kemur. Takk fyrir komuna 10. bekkingar og gangi ykkur vel.

Fleiri myndir frá heimsókninni.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579