Fréttir og greinar

Föstudaginn 10. febrúar afhenti Sigrún Yrja Klörudóttir, fráfarandi félagsráðgjafi ME, Bindindismannafélagi ME (BME) viðurkenningu og gjafabréf frá Heilsunefnd ME og Foreldra- og Hollvinafélagi ME. Viðurkenningin var veitt fyrir flott starf og hvatningu til heilsusamlegs lífernis félagsmanna. Með viðurkenningunni fylgdi gjafabréf út að borða úti í Róm á Ítalíu. BME stendur fyrir menningarferð á fardögum til Ítalíu og vildi Foreldrafélagið styðja við bakið á því framtaki. Menningarferðin er hugsuð sem hvatning fyrir nemendur til að vera hluti af BME og velja vímuefnalausan lífstíl. vidurkenning veitt

Foreldra- og Hollvinafélagið vildi gjarnan standa við bakið á BME og þótti þetta góð leið. Félagið hefur meðal annars staðið að svokölluðum "edrúpotti" með nemendafélaginu. Í boði er fyrir nemendur, sem vilja sýna fram á að þeir neyti ekki áfengis, að blása í áfengismæli á öllum böllum skólans. Þeir sem blása á öllum böllum vetrarins fara í "edrúpott" og eiga möguleika á því að vera dregin út til verðlauna að vori. Félagsmenn í Bindindismannafélagi ME taka gjarnan þátt í "edrúpotti" enda þurfa þeir að vera vímulausir til að vera í félaginu. Markmið BME eru skýr "að sporna við ótímabærri og óhóflegri áfengis-, tóbaks- og fíkniefna neyslu nemenda skólans, og forða þar með ungmennum frá því að eyða lífinu við altari Bakkusar, þar sem villuljósin loga og falsvitar brenna. Þar að auki standa fyrir fræðslu."(úr lögum BME). 

Það var Heilsunefnd ME sem stóð að viðburðinum á föstudag, þar sem viðurkenningin var afhend. Þá hvatti nefndin nemendur og starfsmenn til að mæta með hatta, stóð fyrir limbói fyrir framan matsalinn og fyrir almennri gleði.

Gísli Björn Helgason formaður Bindindismannafélagsins tók við viðurkenningunni og gjafabréfinu fyrir hönd félagsins. 

7.-.10. mars næstkomandi verða Fardagar, sem er nokkurskonar opin vika í ME og í þeim skólum sem standa að Fjarmenntaskólanum. Hefðbundið skólastarf verður brotið upp og í boði verða lengri og skemmri námskeið um allt milli himins og jarðar. Dagskrá hvers skóla fyrir sig verður kynnt í öllum skólunum sem standa að fjarmenntaskólanum og í boði verður fyrir nemendur að nýta námskeið sem verða í boði í samstarfsskólunum.

Meðal þeirra verkefna sem unnið er að eru 5 listasmiðjur undir yfirskriftinni "Náttúruleg hugsun". Um er að ræða listasmiðjur þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi og eru listasmiðjurnar hluti af stóru vekefni listnámsbrautar ME um menntun til sjáfbærni. Nánar um listasmiðju viðburðinn og þá listamenn sem stjórna hverri smiðju má finna hér.fardagaplaggat listasmidjur

Bindindismannafélag Menntaskólans á Egilsstöðum stendur fyrir menningarferð til Rómar á þessum tíma, skráning í þá ferð hefur þegar farið fram og má finna umfjöllun um það skemmtilega verkefni á vef Austurfréttar.

Dagskrá fardaganna er enn í smíðum, en meðal þeirra hugmynda sem liggja fyrir eru námskeið um jarðvegsvernd og sjálfbærni, fjallamennsku, núvitund og HAM jóga, prjóna námskeið, tölvuleikja forritun, björgunarsveitanámskeið, skyndihjálparnámskeið og áfram mætti telja.

Undirbúningur fyrir Barkann og Ronju Ræningjadóttur nær hápunkti á þessum tíma og er margt spennandi framundan í félagslífi nemenda.

Nánari upplýsingar um fardaga, dagskránna og það sem í boði verður kemur á vefinn á næstu dögum.

Þróunar- og þroskaferill Menntaskólans á Egilsstöðum er hvergi nærri á enda runninn. Árið 2011 tók skólinn upp spannir og verkefnatíma og sker sig að mörgu leiti frá öðrum framhaldsskólum með því fyrirkomulagi að kenna 4 spannir í stað tveggja anna.  Skóli þróast í takt við samfélagið enda meginhlutverk hans að búa nemendur undir líf og starf í þjóðfélaginu og miðla menningararfinum til uppvaxandi kynslóða. Þrátt fyrir þróunarvinnu í skólanum hefur hann haldið fast í upprunaleg gildi sín sem öflugur menntaskóli er og verður starfsemi hans í sífelldri mótun og þróun.

Nú í haust var lagt af stað með þróunarverkefni sem felst í að innleiða leiðsagnarmat í kennslu. Leiðsagnarmat felur í sér alskyns kennsluaðferðir sem miða allar að því að leiðbeina nemandanum og gefa endurgjöf sem fyrst þegar til dæmis unnið er að verkefnum. Aðferðirnar eru þó eins misjafnar og þær eru margar. Næsta skref sem skólinn er að taka er að hörfa frá svokölluðum prófadögum og í staðinn verða námsmatsdagar. Breytingin felur í sér að allir nemendur taka þátt í einhverskonar námsmati á námsmatsdögum. Á þessum dögum rúmast ýmiskonar námsmat, s.s. munnleg og skrifleg próf, verklegar æfingar, málstofur, sjálfsmat, jafningjamat og umræður. 

Skipulag námsmatsdaga fyrri spannar má finna hér

Á seinni vorspönn fjöldar svo dögum sem ætlaðir eru í námsmat og verða þeir 5 í stað þriggja. Breytingin felur í sér að kennarar í hverri blokk hitta nemendur sína tvisvar sinnum í námsmatsviku. Skipulag seinni spannar námsmatsdaga má finna hér.

Skóladagatalið breyttist samhliða, það má sjá hér.

þessi breyting að hverfa frá prófadögum og hafa námsmatsdaga er tilraunaverkefni. Þetta fyrirkomulag verður tekið til endurskoðunar í vor, á starfsdögum kennara. Í kjölfarið verður ákveðið um framhald þessa fyrirkomulags.

Vakni upp spurningar, eru foreldrar og nemendur hvattir til að hafa samband við skólann.

gettubeturGettu Betur lið ME sigraði lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja örugglega með 28 stigum gegn 9 í annari umferð keppninnar sem fram fór á Rás 2 nú í kvöld.

Með sigri á FS tryggði ME sér keppnisrétt í 8 liða úrslitum sem fer fram í sjónvarpinu. Mun þetta vera í 8. skiptið sem ME kemst áfram í 8 liða úrslit en skólinn komst síðast áfram í sjónvarpið árið 2010. 

Í liði ME eru þau Ása Þorsteinsdóttir,Gísli Björn Helgason og Alexander Ingi Jónsson. Þjálfari liðsins er Stefán Bogi Sveinsson.

Gettu betur lið ME sigraði lið Menntaskólans við Sund 31:14 í fyrstu umferð keppninnar sem fram fór á Rás 2 í gærkvöldi.

Liðið ME skipa: Ása Þorsteinsdóttir,Gísli Björn Helgason og Alexander Ingi Jónsson.

Óskum þeim til hamingju með sigurinn  "Áfram ME"

 

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579