Fréttir og greinar

Vakin verður sérstök athygli á umhverfinu og umhverfisvænum háttum dagana 17. og 18. apríl í ME. Umhverfisnefnd ME stendur fyrir dagskrá báða dagana. Vakin verður athygli á því hvað er verið að vinna að í umhverfismálum í stofnuninni en þar kennir ýmissa grasa. Síðastliðin ár hefur innleiðing á flokkun sorps í allri starfsemi stofnunarinnar, þar með talið á herberjum heimavistar, gengið vel. Upplýsingar um græn skref sem skólinn er að taka þátt í verða hengdar upp, ýmiss fróðleikur um umhverfismál verður sýnilegur og fatasöfnun fyrir Rauða Krossinn mun fara fram. 

Þriðjudaginn 17. apríl verður grænn dagur í ME og þá eru nemendur og starfsmenn hvattir til að mæta í grænu eða umhverfisvænu. Verðlaun verða veitt fyrir þann sem mætir umhverfisvænastur. Ungir umhverfissinnar verða með fyrirlestur á sal kl. 11:15 fyrir nemendur. 

Á miðvikudag verður flokkunarkeppni frammi hjá pullunum og eru verðlaun fyrir sigurvegarann.

Hvetjum bæði nemendur og starfsmenn til að taka virkan þátt!

Val fyrir haustönn 2018 hefst þriðjudaginn 17. apríl og stendur fram eftir viku. Nemendur fá aðstoð kennara í verkefnatíma 6. blokkar á þriðjudag.

Valið er skráð beint í Innu. Það er gott að undirbúa sig með því að bera brautarlýsingar saman við námsferilinn í Innu og skoða námsáætlanir.

Mikilvægt er að velja skynsamlega en velja á 6 áfanga + íþróttir og 2 áfanga í varaval.

Áfangaframboð haustannar má finna á heimasíðu ME. Í raun geta þeir nemendur sem eru tilbúnir valið strax.

Í Innu er farið í „Val“ og „Haustönn 2018“. Áfangar eru síðan dregnir á rétta staði.

Brautarlýsingar: http://me.is/namidh/namsbrautir/namsbrautir-fra-2014.html

Áfangaframboð haust 2018: http://me.is/images/2018/N%C3%A1msframbo%C3%B0_haustannar_2018.pdf

Valblað vor 2018: http://me.is/images/2018/valblad-h18.pdf

Gangi ykkur vel!

Kynningardagur fyrir grunnskólana á Austurlandi var haldinn í ME í dag. Kynntir voru bæði Menntaskólinn á Egilsstöðum og VA á Neskaupsstað. Nemendur beggja skóla stigu á stokk, kynntu skólana og félagslífið ásamt því að syngja og leika fyrir fjöldann. Nemendur úr grunnskólum af öllu austurlandi mættu á svæðið og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir heimsóknina. Við vonumst til að sjá sem allra flesta af þessum nemendum í skólanum okkar á næstu árum. 

Fleiri myndir frá deginum má sjá hér.

DSC 0039    DSC 0031    

DSC 0047    DSC 0063   

DSC 0096    DSC 0108

 

Menntaskólinn á Egilsstöðum sér um framkvæmdina á Hæfileikakeppni starfsbrauta þetta árið. Keppnin fer fram í Valaskjálf fimmtudaginn 12. apríl kl. 20:00. Hvetjum aðstandendur til að mæta en það kostar 1500kr. inn, posi á staðnum. Eftir keppnina verður diskó.

Í ár taka 7 skólar þátt: Menntaskólinn á Egilsstöðum, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki, Fjölbrautaskóli Versturlands Akranesi, Fjölbrautaskóli Suðurlands Selfossi og Menntaskólinn á Tröllaskaga. Það verður án efa mikið fjör og gaman að sjá hvað krakkarnir hafa verið að æfa þetta vorið. 

 

 hæfileikakeppnistarfsbrauta3

Vikuna 9.-13 apríl er mikið um að vera í ME. Þriðjudaginn 10. apríl verða Stígamót með fræðslu undir yfirskriftinni "Sjúkást". Nánari upplýsingar um það má lesa á Facebook síðu nemendaþjónustunnar.

Á miðvikudaginn er kynningardagur í skólanum en þá koma níundu og tíundu bekkingar úr grunnskólum fjórðungsins í heimsókn. Þeir gera sér glaðan dag í ME samhliða því að taka þátt í Skólahreysti í íþróttahúsinu.

Á fimmtudaginn stendur Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs fyrir ungmennaþingi um geðheildbrigðismál í ME og sama kvöld fer fram hin árleg Hæfileikakeppni starfsbrauta. ME heldur keppnina að þessu sinni og fer hún fram í Valaskjálf.

Vikan er einnig lýðræðisvika í framhaldsskólum landsins og eru skuggakosningar fyrirhugaðar á fimmtudaginn. Það er því nóg að gera hjá hæfileikaríkum og kraftmiklum nemendum á Austurlandi.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579