Fréttir og greinar

jolautskrif17

Sunnudaginn 17. desember voru 32 jólastúdentar brautskráðir frá Menntaskólanum á Egilsstöðum, 9 útskrifuðust af náttúrufræðibraut, 21 af félagsfræðibraut 1 af málabraut og 1 af mála- og náttúrfræðibraut.. Athöfnin var í Egilsstaðakirkju og var í senn hátíðleg og skemmtileg. Eftir athöfnina var veisla í boði skólans og þar voru fjölbreytt lokaverkefni nemenda til sýnis. Hér má sjá myndir frá athöfninni og veislunni.

Starfsfólk Menntaskólans óskar stúdentum og fölskyldum þeirra til hamingju með áfangann.

Margt skemmtilegt er framundan í skólanum þessa dagana. Á morgun, fimmtudag, mun heilsueflingarnefndin bregða á leik og vera með mandarínufjör í tilefni þess að tími mandarínanna er runninn upp. Þar verður brugðið á leik og ýmsar þrautir sem innihalda mandarínur í boði fyrir þátttakendur. Mandarínufjörið fer fram í anddyri kennsluhússins kl. 9:55 eða í fyrstu frímínútum.

Föstudaginn fyrsta desember er svo árshátíð NME. Hefð er fyrir því að nemendur bregði á leik og leggja mikla vinnu í undirbúning skemmtiatriða, salur skreyttur og góður matur snæddur. Eftir borðhaldið verður svo dansleikur  á Kaffi Egilsstöðum. Við óskum nemendum góðrar skemmtunar.

í næstu viku, eða 7. desember hefjast svo námsmatsdagar og standa þeir til og með 13. desember.

17. desember verður svo útskrift.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579