Fréttir og greinar

Rotarýklúbbur Héraðsbúa verður með kynningu á ungmennastarfi Rotarý í fyrirlestrarsal ME 2. maí kl. 15:10.rotary augl

Fyrirlesturinn snýr að kynningu á ungmennastarfinu og ekki sýst kynningu á þeim möguleikum sem Rótarý hefur upp á að bjóða fyrir ungt fólk. Má þar nefna skiptinema,  sumarbúðir með uppihaldi erlendis, og gagnkvæm unglingaskipti fjölskyldna hérlendis og erlendis. Einnig býður Rotarý upp á styrki til háskólanáms. Hvetjum nemendur til að fjölmenna og kynna sér þessi spennandi tækifæri sem bjóðast.

DSC 0172Í dag, 5. apríl komu skólar víðsvegar af austurlandi í heimsókn til að kynna sér Menntaskólann á Egilsstöðum og Hússtjórnarskólann á Hallormsstað. Þetta er skemmtilegur dagur í skólanum, nemendur sjá að mestu um kynningarnar og stóðu sig með miklum sóma. ME var kynntur, sérstaða okkar, námsleiðir og þess háttar auk glæsilegra atriða frá nemendafélaginu. Þá kynnti Hússtjórnarskólinn sínar námsleiðir og sérstöðu. Eftir tónlistaratriði og kynningar á sal fóru nemendur grunnskólanna með nemendum ME á stöðvar og kynningar víðsvegar um skólann, í matsalinn að snæða fajitas, að skoða bás Hússtjórnarskólans, skoða kynningar ME í bóknámshúsinu og svo rúnt um skólann þar sem heimavistin og allt hitt var skoðað. Nemendafélagið var með sérstakar kynningar á efri hæð bóknámshússin. Nemendur ME eiga hrós skilið fyrir flottar kynningar og leiðsögn. 

DSC 0055

                                        Myndir frá deginum má finna hér

 

 

DSC 0100

Barkinn, söngkeppni ME, fór fram í Valaskjálf föstudaginn 24. mars.
Keppnin var hin glæsilegasta og bar Sóley Arna Friðriksdóttir sigur úr bítum með Bítlalaginu Oh! Darling. Aðlaheiður Ósk Kristjánsdóttir flutti frumsamið lag og hreppti annað sætið og Sigurjón Trausti Guðgeirsson var í því þriðja með laginu Vor í Vaglaskógi.20170324 193352

Gettu betur lið ME mætti MH í undanúrslitum keppninnar laugardaginn 25. mars. Var bryddað upp á þeirri nýbreytni að hafa stuðningslið ME í beinni útsendingu á Hátíðarsal skólans í stað þessa að ferðast um langan veg til Reykjavíkur. Þessi tilraun heppnaðist vel og líklegt að hún verði endurtekin í framtíðinni. ME-ingar lutu í lægra haldi fyrir fyrnasterku liði MH en þau Aðalsteinn Ingi, Gísli Björn og Ása hafa staðið sig afburðavel í keppninni og verið skólanum til sóma. Með því að komast í undanúrslit jöfnuðu þau besta árangur ME í keppninni til þessa.

gettubeturlidid17

Starfsbraut Menntaskólans á Egilsstöðum tók þátt í hæfileikakeppni starfsbrauta í ár eins og fyrri ár. Keppnin var haldin í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði að þessu sinni. Sjö krakkar og tveir starfsmenn fóru frá ME og skemmst er frá því að segja að þau stóðu sig frábærlega og höfnuðu í þriðja sæti.starfsbrautin17

Atriði ME var frumsamið lag og texta eftir Aðalheiði Ósk Kristjánsdóttur en ásamt henni voru á sviðinu við flutning lagsins Signý Þrastardóttir og Tinna Mirjam Reynisdóttir sem sungu með Aðalheiði og Daníel Björnsson sem spilaði á gítar. Alls tóku 12 atriði þátt í keppninni.

 

 

 

 

 

 

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579