Fréttir og greinar

Nemendafélag Menntaskólans á Egilsstöðum er stór hluti af menningu Menntaskólans á Egilsstöðum. NME hefur ávallt verið mjög virkt og verið skipað flottum krökkum sem leggja á sig vinnu nótt sem dag við að skipuleggja viðburði fyrir nemendur skólans. Margt var brallað á haustspönnum og margt er framundan nú á vorspönnum.

Meðal verkefna framundan eru Barkinn, sem er undankeppni fyrir söngkeppni framhaldsskólanna. Undirbúningur og framkvæmd Barkans er að mestu í höndum TME.
Þá er íþróttafélagið í skólanum mjög virkt og reglulega eru haldin íþróttamót. Þau mót sem framundan eru núna eru Bæjarins bestu, sem er keppni milli þeirra bæjarfélaga sem nemendur koma frá. Ármaót er á dagskrá en það er keppni milli árganga í skólanum. Síðast en ekki síst er það MEtamót en það er keppni í alskyns óhefðbundnum „íþróttum“. nemendarad16 17
Þó að íþróttir of böll séu stór hluti af verkefnum NME er það ekki allt. Nemendafélagið ætlar að standa fyrir Fifamóti fljótlega en NME leggur sig fram um að koma til móts við sem flesta nemendur.

Nokkrir nemendur skólans eru að taka þátt í Gettu Betur. Æfingar eru komnar á fullt, en lið ME keppir í fyrri umferð í útvarpinu þann 30. janúar næskomandi á móti liði MS.

Leikfélag ME er byrjað að æfa leikritið sem sett verður upp nú á vorspönnum. Íris Lind Sævarsdóttir leikstýrir flottum leikurum í LME í uppsetningu Ronju Ræningjadóttur en leikritið verður frumsýnt í mars.


Fjölbreyttnin er frábær og spennandi tímar framundan í félagslífi nemenda. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Menntaskólinn á Egilsstöðum óskar nemendum, starfsmönnum og velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs á nýju ári.

jolakvedja16

Skrifstofa skólans er lokið frá 21. desember til og með 2. janúar. Ef nauðsynlegt er að ná í einhvern í skólanum er bennt á netföng á heimasíðu eða síma skólameistara.

Sunnudaginn 18. desember voru 18 jólastúdentar brautskráðir frá Menntaskólanum á Egilsstöðum, 7 útskrifuðust af náttúrufræðibraut, 8 af félagsfræðibraut 2 af málabraut og 1 af listnámsbraut. Athöfnin var í Egilsstaðakirkju og var í senn hátíðleg og skemmtileg. Eftir athöfnina var veisla í boði skólans og þar voru fjölbreytt lokaverkefni nemenda til sýnis.

Starfsfólk Menntaskólans óskar stúdentum og fölskyldum þeirra til hamingju með áfangann.

Hér má sjá myndir frá athöfninni og veislunni.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579