Fréttir og greinar

Sýningin Plastfljótið - listmenntun til sjáfbærni stóð yfir helgina 5. og 6. nóvember í Snæfellstofu, Vatnajökulsþjóðgarði. loasegirfraSyningin er afrakstur nokkurra listasmiðja undir stjórn Ólafar Bjarkar og nokkurra annarra henni til aðstoðar. Þáttakendur í listasmiðjunum voru um 100 talsins, meðal annars nemendur listnámsbrautar Menntaskólans á Egilsstöðum, nemendur Hússtjórnarskólans á Hallormsstað, leikskólanemendur úr Seyðisfjarðarskóla, ásamt nemendum frá Rovaniemi í Lapplandi. Sýningin var einungis opin nú um helgina en þessi viðburður var hluti af Dögum myrkurs á austurlandi. 

Skarphéðinn G. Þórisson tók mikið af fallegum myndum á opnun sýningarinnar, og sýna þær vel afrakstur þessarrar vinnu og þá stemmningu sem myndaðist á opnuninni. Ásamt sýningunni á Plastfjótinu voru nemendur ME að troða upp, lesa frumsamin ljóð, syngja og spila.

 Myndasafnið í heild sinni má sjá á facebooksíðu Listnámsbrautar ME, en nokkur sýnishorn sjást einnig hér.

31. október síðastliðinn stofnuðu nemendur Menntaskólans á Egilsstöðum hinseginfélag ME en megin tilgangur félagsins, að sögn Kristrúnar Bjargar eins stofnenda félagsins, er að auka tækifæri hinsegin fólks til að hittast, veita þeim stuðning og stjorn hinseginfelag16auka samheldni þeirra innan samfélagsins. Félagið á að vera málsvari og sýnilegt innan Menntaskólans á Egilsstöðum í málefnum hinsegin fólks og stuðla að aukinni fræðslu og umræðu innan skólans. Mikill hugur er í stofnendum félagsins en búið er að samþykkja lög, mynda stjórn og starfsemin komin í gang. Kosið var um nafn félagsins á stofnfundinum en nafnið Kindsegin Hinseginfélag ME var valið, en það er skýrskotun til hinnar heilögu kindar sem kemur svo víða við í störfum nemenda ME.

Stofnendur félagsins eru nokkrir nemendur ME en byrjað var að huga að stofnun félagsins fyrir nokkru síðan. 11. október fór undirbúningur á fullt en skemmtileg tilviljun var að 11. október er alþjóðlegi "coming out" dagurinn. 

 

 

 

Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna fer fram í febrúar 2017 en hátíðin verður þá haldin í þriðja sinn. Markmið hátíðarinnar er að bæta og efla þekkingu ungra kvikmyndaáhugamanna með því að gefa framhaldsskólanemendum tækifæri til að senda inn heimagerða kvikmynd gerða á vegum skólans. Nemendur Menntaskólans á Egilsstöðum eru hvattir til að senda inn myndir og taka þátt. Mikið af gagnlegum upplýsingum má finna inni á filmfestival.is en þar á einnig að senda inn umsókn um þátttöku fyrir 20. desember.

Opnað fyrir umsóknir dagana 1.nóv-15.des.

Sótt er um á menntagatt.is með því að smella á hnappinn „Sækja um í framhaldsskóla“ og svo „ný umsókn“. Umsækjandi þarf að hafa Íslykil til að komast inn í umsóknina. Sótt er um hann á www.island.is og er hægt að velja um að fá hann sendan í heimabanka innan fárra mínútna eða á lögheimili, sem tekur 2-5 daga.

Innritun í fjarnám verður á www.me.is (undir Fjarnám) í desember.

Nánari upplýsingar veitir Arnar, áfangastjóri í ME, í netfanginu: arnarsig@me.is.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579