Fréttir og greinar

Leikfélag ME setur upp um þessar mundir söngleikinn "Wake me up before you go go" - söngleik með sítt að aftan. Sýningin er eftir Hallgrím Helgason og er í leikstjórn Árna Grétars Jóhannssonar. Frumsýnt verður í Valaskjálf 16. febrúar næstkomandi og er hægt að ábyrgjast góða skemmtun. 001

Sýningin er í raun ferðalag aftur í tímann þar sem axlapúðar, fótanuddtæki og sódastreamtæki voru aðal málið. Drengur ferðast aftur í tímann til að reyna að gera framtíð sína bærilegri, en auðvitað hefur það ófyrirséðar afleiðingar. Leikfélag ME hefur lagt mikinn metnað í sýningar sýnar síðustu ár og er þetta skiptið engin undantekning. ME hvetur alla sem geta að skella sér í leikhús. Miðapantanir fara fram á lme@me.is. Miðaverð er 3000 kr., grunnskólabörn, NME aðilar og eldri borgarar greiða 2500 kr. Myndirnar sem fylgja með þessari frétt segja meira en mörg orð.003

Auglýstar sýningar eru

16. febrúar kl. 20

18. febrúar kl. 15 og kl. 20

21. febrúar kl. 20

23. febrúar kl. 20

24. febrúar kl. 18

Lokasýning 25. febrúar kl. 20 

007

008

hópurinn

Menntaskólinn á Egilsstöðum sinnir innra mati á skólastarfi eins og lög gera ráð fyrir. Hluti af því ferli er að gera nemendakönnun árlega. Niðurstöður nemendakönnunarinnar, sem lögð var fyrir nemendur ME í nóvember 2017, voru kynntar á kennarafundi á nýju ári. Heildarniðurstöður könnunarinnar og kynning með samanburði fyrir árið 2016 og í einhverjum tilfellum samanburði við árið 2006 má finna á síðu innra matsins hér á heimasíðunni.

Almennt eru niðurstöður nemendakönnunarinnar jákvæðar, nemendur eru almennt ánægðir með heimavist, mötuneyti, nemendafélagið og skólann. Nemendur eru ánægðir með kennsluna, vilja standa sig vel og eru sáttir við árangur sinn í skólanum. 

Þættir sem hafa verið í skoðun eftir könnunina og kannanir síðustu ára snúa helst að líðan nemenda, kvíða og fleira í þeim dúr. Nemendaþjónusta skólans er að vinna ýmis verkefni með nemendum til að koma til móts við þarfir þeirra á þessum sviðum.

Mætingar nemenda hafa ekki þróast í jákvæða átt og af þeirri ástæðu var ákveðið að spyrja um mætingar og bera saman við niðurstöður frá árinu 2006. Meðfylgjandi mynd sýnir að fjarvera nemenda og tíðni hennar hefur aukist síðan 2006.

fjarverafyrirutanveikindiogleyfi

Til að skoða nánar mætingarnar var spurt um algengustu skýringar á fjarveru nemenda úr tíma. Þar sögðu töluvert fleiri að þeir nenntu ekki í tíma árið 2017 en 2006 og töluvert fleiri nemendur töldu sig hafa brýnni erindum að sinna núna en árið 2006 (sjá næstu mynd).

ástæðurfjarveru17

Afar jákvætt var svo að sjá að fleiri ME-ingar nú fara fyrr að sofa en árið 2006. Mun fleiri fara að sofa fyrir miðnætti, en að sama skapi er það ekki mjög jákvætt að það er hærra hlutfall nemenda sem fer ekki að sofa fyrr en eftir hálf tvö á nóttunni árið 2017 (sjá næstu mynd)

hvenæraðsofa17

Hvertjum áhugasama til að skoða nánari niðurstöður á síðu innramatsins (sjá linka efst í þessari frétt)

Sigurbjörg Lovísa Árnadóttir og Almar Blær Sigurjónsson fyrrum nemendur ME fengu þær gleðifréttir í dag að vera komin í Listaháskóla Íslands.

Sigurbjörg komst inn í fyrstu tilraun og Almar í annari tilraun.

Starfsfólk skólans óskar þeim innilega til hamingju með afrekin og væntir mikils af þeim á stóra sviðinu í framtíðinni.

Þetta kemur svo sem ekki á óvart þar sem þau bæði hafa verið burðarásar í kraftmiklu leiklistarlífi ME síðustu árin.

Til hamingju Ísland

sigurbjorgogalmar

Jafnréttisvika ME verður haldin 22.-26. janúar næstkomandi. Vikan er samstarfsverkefni jafnréttisnefndar ME og Hinseginfélags ME að þessu sinni.  Skólinn verður skreyttur, myndir og fróðleikur á skjám, fyrirlestrar, umræður, jafnréttur og bland af gaman og alvöru.

Hvetjum alla til að taka þátt!

Dagskránna má sjá hér:

Mánudagur:
Nemendur fá afhenta Postit miða (í regnbogalitum) í verkefnatíma fyrir hádegi á mánudag og eru hvattir til að skrifa slagorð eða örstutta hugleiðingu tengda jafnrétti á hann. Þessir miðar verða svo límdir upp á einhvern vegg skólans.

Dagur og druslugangan - spjall í hádeginu á sal kl. 12:50 – allir velkomnir

Þriðjudagur: 

Hulda Sigurdís og kynjaður húmor- spjall í hádeginu á sal kl. 12:50– allir velkomnir

Miðvikudagur:
Sandra Rut og sexið - spjall tengt jafnrétti í hádeginu á sal kl. 12:50– allir velkomnir

Fimmtudagur:
Metoo og jafnréttisstefna ME - Margaret og Árni Friðriks - uppi í hátíðarsal í sjöttu blokk á fimmtudag – allir velkomnir

Föstudagur:
Litríkur dagur: Allir eru hvattir til að mæta í litríkum fötum –
Jafnrétturinn litríki á boðstólum í mötuneytinu í hádeginu

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579