Fréttir og greinar

Mánudaginn 8. október 2018 verður haldinn kynningar- og fræðslufundur fyrir foreldra á Fljótsdalshéraði, en kynntar verða niðurstöður úr rannsókninni Hagir og líðan ungs fólks, sem rannsóknarmiðstöðin Rannsóknir og greining standa fyrir ár hvert á landsvísu. Verður áhersla kynningarinnar á unglinga á Fljótsdalshéraði. Þá verður verkefnastjóri hjá Heimili og skóla einnig með erindi um mikilvægi foreldra í forvörnum og 18 ára ábyrgð.
Hvetjum við sérstaklega foreldra barna á aldrinum 12-18 ára til að mæta og láta sig málefnið varða, en allt áhugasamt er að sjálfsögðu velkomið. Unglingar eru hvattir til að mæta með foreldrum sínum.

Rannsóknir og greining og Heimili og skóli auglýsing
Fundurinn verður haldinn í hátíðarsal Egilsstaðaskóla kl.20:00.

Í morgun fengum við góða gesti í heimsókn, forseta Íslands Guðna Th. Jóhannesson og hans frú Elizu Reid ásamt föruneyti. Forsetinn gekk um skólann, ræddi við starfsfólk og nemendur og fór svo á sal skólans þar sem hann hitti alla nemendur og starfsmenn og hélt smá tölu ásamt því að svara spurningum. 

Guðni hvatti nemendur til að taka góðar ákvarðanir og njóta lífsins. Leita aðstoðar þegar á þyrfti að halda og njóta þess að hafa alskyns val um hvert þau vilja stefna. Nemendur spurðu spurninga og var að sjálfsögðu fyrsta spurningin um ananas á pizzu. Guðni fór yfir söguna um ananasinn á pizzuna og hvernig saklaus spurning fór sem eldur um internetið og rataði á fréttasíður CNN og fleiri miðla. Guðni var spurður um afstöðu sína til þess að sauðfjárbændur þyrftu að vinna jafnvel 2 vinnur til að hafa í sig og á þrátt fyrir að vera líka með búskap, hann var spurður um hvernig hann vildi beita sér í forvarnarmálum, þá var hann spurður hvaða titil hann myndi bera ef kona hans væri forseti. Hann var spurður um afstöðu sína til ESB og forseta Bandaríkjanna. Guðni svaraði öllum spurningum vel og af yfirvegun. 

Við þökkum Guðna og Elizu ásamt fylgdarliði kærlega fyrir komuna, það var afar ánægjulegt að fá heimsóknina.

Fleiri myndir úr heimsókninni má sjá hér

DSC 0517    DSC 0508     DSC 0556

Nemendum ME ásamt nemendum VA stendur nú til boða að fara á mjög spennandi kvikmyndagerðar námskeið. Námskeiðið er hnitmiðað og farið yfir allan ferilinn við gerð kvikmyndar, frá handritsgerð að kvikmynd. Farið er í helstu grunnatriði við framleiðslu stuttmyndar, handritsgerð, tökuplön og skipulag, tökur, hljóðtökur, klipping og hljóðvinnsla, litaleiðrétting og skil. Vonandi sjáum við skemmtilegar afurðir síðar meir frá nemendum námskeiðsins.

Kennarar eru fagmenn frá Stúdio Sýrland sem hafa áralanga reynslu í faginu. DSC 0472

10 nemendur frá ME eru skráðir og aðrir 10 frá VA. Námskeiðið verður kennt í Sláturhúsinu 

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579