Fréttir og greinar

Jónas Reynir Gunnarsson fyrrum nemandi við Menntaskólann á Egilsstöðum fékk í gær afhent bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir bókina "Stór Olíuskip". Verðlaunabókin kom einmitt út samdægurs. Jónas er að gefa út eða ný búinn að gefa út þrjár bækur, 2 ljóðabækur og eina skáldsögu á rúmum mánuði. Þetta verður að teljast mjög afkastamikið. jonasreynir

Á menntaskólaárunum skrifaði Jónas Reynir sitt fyrsta leikrit, leikritið "Super Mario" sem var sett upp af leikfélagi ME undir leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar.

Við óskum Jónasi Reyni innilega til hamingju með sínar bækur og ekki síst bókmenntaverðlaunin.

Umfjöllun um skrif Jónasar og verðlaun má sjá á mbl og ruv

jonasreynir2baekur 

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, nemandi við ME er að gera góða hluti á sviði knattspyrnunnar. Áslaug er nú stödd í Azerbatjan þar sem hún spilar með U-17 ára landsliði Íslands í riðlakeppni fyrir EM.AslaugMunda

Áslaug Munda spilaði í sumar með Völsungi þar sem hún var búsett á Húsavík síðustu ár, en er nú flutt aftur til Egilsstaða. Auk þess að vera valin í U-17 landsliðshópinn var Áslaug Munda valin efnilegasti leikmaður stúlknahópsins hjá Völsungi, var valin í lið ársins í 2. deild meistaraflokks kvenna og einnig valin efnilegasti leikmaður 2. deildar kvenna. 

Áslaug Munda er vel að þessum viðurkenningum komin og óskum við henni til hamingju um leið og við segjum ÁFRAM ÍSLAND!

AslaugMundaKSIMynd af vef KSÍ

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579