Fréttir og greinar

Mánudaginn 12. nóvember verða ýmis verkefni nemenda til sýnist í andyri kennsluhúss ME. Meðal verkefna verða lokaverkefni útskriftarnema, lokasýning nemenda í listaáfanganum LSTR1LS05 og ljósmyndir frá nemendum sem sóttu ljósmyndaáfanga í fjarnámi.

Útskriftarnemendur ME gera allir lokaverkefni á síðustu önninni sinni. Valið um hvað nemendur gera er nokkuð frjálst, en þarf að tengjast þeirri braut eða því námi sem viðkomandi nemandi hefur sinnt. Ýmis snilldarverk hafa komið úr þessari vinnu, smíðaður bekkur, heimasíður, kynningarefni fyrir ferðamenn, fræðslumyndband um sorpflokkun, heimildaritgerðir, rannsóknir á brottfalli iðkenda úr íþróttum, hönnun á ýmsum munum, spil, leikverk, dans, flíkur og áfram mætti telja. Við hvetjum alla til að gera sér ferð í ME á mánudaginn 12. des til að kíkja á flott verkefni eftir nemendur skólans.

Lokaverkefni nemenda verða aftur til sýnis á útskriftardaginn 18. desember, en þá í heimavistarhúsinu.

Menntaskólinn á Egilsstöðum hefur síðastliðin 2 ár tekið flokkunarmál og umhverfismálin til gagngerðar endurskoðunar. Umhverfisstefna skólans var endurnýjuð og gerð áætlun til 3 ára, bæði hvað varðar umhverfismálin í skólanum og fræðslu til nemenda og starfsmanna. 

Eitt af stóru verkefnunum er sorpflokkun í skólanum og á heimavist skólans. Nemendur í umhverfisnefnd tóku að sér á vor mánuðum 2016 að vera með kynningu á sal skólans um umhverfismál og flokkun. Í kjölfarið hófst innleiðing á flokkun á herbergjum heimavistar ME. ME er einn af fystu skólunum á landinu sem tekur skrefið að flokka inni á heimavistarherbergjum. Öllum nemendum á heimavistinni var boðið í haust að hafa flokkunartunnu inni á herbergi og var um það bil helmingur nemenda sem þáði það. Á næstu misserum er svo stefnt að því að fjölga herbergjum með flokkunartunnur jafnt og þétt þannig á endanum séu öll herbergi ME með flokkunartunnur og nemendur virkir þátttakendur í að minnka óflokkað sorp sem fer frá stofnuninni.

ME hefur um nokkurra ára skeið skilað inn grænu bókhaldi og strax eftir fyrsta árið með aukinni áherslu á flokkun mátti sjá verulega minnkun á almennu (óflokkuðu) sorpi sem fór frá stofnuninni.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579