Fréttir og greinar

Listabraut ME tekur þátt í samkeppni um myndskreytingu á kort Hollvinasamtaka HSA. Nemendur ME eru hvattir til að taka einnig þátt í samkeppninni. Um er að ræða keppni í myndskreytingu á jólakort fyrir Hollvinasamtök HSA. Kortið á að vera hefðbunin stærð c.a A6 eða  10x15. Þemað er "Litirnir og formin í skóginum". Áhugasamir nemendur eru hvattir til að setja sig í samband við Lóu listkennara fyrir frekari upplýsingar um samkeppnina en skila þarf inn frummynd fyrir 7. nóvember.

verðlaun eru prentun verksins á jólakort, þar sem einnig vðeur á baklhið upplýsingar um höfund og portretljósmynd. Þá eru greidd 20.000 krónur í 1. verðlaun.

 

Menntaskólinn á Egilsstöðum hefur fengið aðgang að vefnum www.framhaldsskoli.is, en vefurinn er námsvefur fyrir nemendur á framhaldsskólastigi. Vefurinn getur hjálpað nemendum við námið en þarna eru til dæmis stærðfræðiskýringar, gagnvirkar spurningar, málfræði, grunnreglur í stafsetningu, hljóðbækur ofl. Nemendur ME komast ókeypis inn á vefinn þegar þeir eru staddir í skólanum, en ef þeir vilja skoða vefinn heima eða nota hann þar þurfa þeir sjálfir að kaupa aðgang að vefnum. Vonandi nýtist vefurinn bæði nemendum og kennurum skólans.

Kristinn Már Hjaltason nemandi við Menntaskólann á Egilsstöðum keppti fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu í hópfimleikum í kristinnmarSlóveníu. Kristinn keppti með blönduðu liði unglinga. Skemmst er frá því að segja að þau stóðu sig frábærlega vel, voru í þriðja sæti í heildar keppninni og urðu Evrópumeistarar í dansi. Við óskum Kristni og öllu liðinu innilega til lukku með árangurinn.

Rithöfundurinn Inga Mekkín Beck, fyrrum nemandi við Menntaskólann á Egilsstöðum vann til Íslensku barnabókaverðlaunanna árið 2016 fyrir bókina "Skóladraugurinn" en það er hennar fyrsta bók. Fjallað er um verðlaun Ingu Mekkínar og skrif hennar á síðu mbl.is en þar kemur meðal annars fram að Inga Mekkín hafi verið að skrifa frá því að hún var í menntaskóla og var það þar sem henni datt í huga að hún gæti orðið rithöfundur. Hugmyndin að skrifunum um skóladrauginn kemur frá grunnskólagöngu hennar þar sem skólalstjórinn var stríðinn og sagði þeim oft frá skóladraugnum. 

Nánar má lesa um verðlaun Ingu Mekkínar hér 

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579