Fréttir og greinar

1
Þann 5. sept. fóru nemendur í áfanganum Saga Austurlands í vettvangsferð um Héraðið. Farið var í Þingmúla, kirkjan þar skoðuð og leitað að fornminjum, kuml og fleira merkilegt skoðað á bænum Vaði, farið var í Óbyggðasetrið í Fljótsdal og loks var uppgröfturinn á Skriðuklaustri  skoðaður. Ferðin tókst með eindæmum vel, var bæði fróðleg og skemmtileg og veðrið lék við ferðalanga. Hópurinn þakkar kærlega höfðinglegar móttökur á öllum þeim stöðum sem voru heimsóttir, og Stefáni hjá Sæti er þakkað fyrir keyrsluna.3
2


Nýnemar og nokkrir starfsmenn ME gerðu sér lítið fyrir og gengu yfir Hallormsstaðahálsinn þriðjudaginn 5. september síðastliðinn. Gengið var frá Skriðdal og yfir hálsinn og komið niður hjá Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Í Hússjórnarskólanum snæddu menn kræsingar og fengu að skoða skólann. Nýnemum er þakkað kærlega fyrir daginn og Húsó fyrir góðar mótttökur!

Fleiri myndir úr ferðinni má finna hér

20170905 122414

ME-ingar eru margir að gera góða hluti sem erftir er tekið. JCI hreyfingin hefur valið 10 einstaklinga sem fá viðurkenningu sem framúrskarandi ungir Íslendingar. 2 fyrrum nemendur ME eru á blaði þetta árið, þau Þórunn Ólafsdóttir og Almar Blær Sigurjónsson. Úr þessum 10 manna hópi sem valinn hefur verið mun einn einstaklingur verða valinn framúrskarandi ungur íslendingur árið 2017. við óskum þeim öllum hjartanlega til hamingju með viðurkenninguna og hvetjum þau til áframhaldandi góðra verka.

Nánar má lesa um þetta á visi.is

 


almarblaerthorunnOlafs                                                                   mynd vísir.is

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579