Fréttir og greinar

Kristinn Már Hjaltason nemandi við Menntaskólann á Egilsstöðum keppti fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu í hópfimleikum í kristinnmarSlóveníu. Kristinn keppti með blönduðu liði unglinga. Skemmst er frá því að segja að þau stóðu sig frábærlega vel, voru í þriðja sæti í heildar keppninni og urðu Evrópumeistarar í dansi. Við óskum Kristni og öllu liðinu innilega til lukku með árangurinn.

Rithöfundurinn Inga Mekkín Beck, fyrrum nemandi við Menntaskólann á Egilsstöðum vann til Íslensku barnabókaverðlaunanna árið 2016 fyrir bókina "Skóladraugurinn" en það er hennar fyrsta bók. Fjallað er um verðlaun Ingu Mekkínar og skrif hennar á síðu mbl.is en þar kemur meðal annars fram að Inga Mekkín hafi verið að skrifa frá því að hún var í menntaskóla og var það þar sem henni datt í huga að hún gæti orðið rithöfundur. Hugmyndin að skrifunum um skóladrauginn kemur frá grunnskólagöngu hennar þar sem skólalstjórinn var stríðinn og sagði þeim oft frá skóladraugnum. 

Nánar má lesa um verðlaun Ingu Mekkínar hér 

Menntaskólinn á Egilsstöðum er einn af 24 framhaldsskólum á landinu sem taka þátt í Lýðræðisherferðinni #ÉgKýs og skuggakosningunum 13. október. Samband íslenskra framhaldsskólanema í samvinnu við Landssamband æskulýðsfélaga standa fyrir verkefninu en megin tilgangur verkefnisins er að auka lýðræðisvitund ungs fólks og þátttöku í kosningum. Í lýðræðisvikunni 10.-13. október eru kennarar sérstaklega hvattir til að leggja fyrir lýðræðistengd verkefni í tímum og framhaldsskólanemar hvattir til að kynna sér framboðin til kosninga þann 29. október vel. Mikilvægt er að unga fólkið, jafnt sem eldra myndi sér upplýsta skoðun á þeim framboðum sem í boði eru og kynni sér því málið vel.

Hluti af verkefninu er vefurinn egkys.is þar sem finna má handbók um framkvæmd skuggakosninga, tillögur að lýðræðisverkefnum og upplýsingar um framboðin. Á síðunni er einnig tengill á Kosningavitann sem er könnun sem hjálpar fólki að staðsetja sig í pólitík. Kosningavitinn er unninn af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Menntaskólinn á Egilsstöðum hvetur alla nemendur með kosningarétt til að taka þátt í skuggakosningunum þann 13. október og í framhaldinu kosningm til alþingis þann 29. október næstkomandi.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579