Fréttir og greinar

Hópur nemenda í áfanganum NÁSS fór í ferð á Neskaupstað föstudaginn 2. september. Markmið ferðarinnar var meðal annars að  hrista hópinn betur saman og gefa þeim tækifæri til að kynnast betur utan við skólastofuna. 

Ferðin var stútfull af alskyns hópeflis leikjum og gleði.

Siglt var um Norðfjarðarflóa í blíðskapar veðri. Náttúran var stórkostleg en það sem stóð án efa upp úr var hrefnan sem sýndi sig nokkrum sinnum í siglingunni. 

 Að siglingu lokinni voru snæddir hamborgarar og ís á Hildibrand Hótel. Árangur ferðarinnar var góður, ferð sem fór fram úr björtustu vonum að sögn kennara.

 

3 ME-ingar tóku þátt á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum um síðustu helgi. Helga Jóna Svansdóttir, Mikael Máni Freyson og Steingrímum Örn Þorsteinsson stóðu sig öll með mikilli prýði og unnu til verðlauna. Að auki var einn austfirðingur í viðbót á mótinu, Daði Þór Jóhannsson en hann vann einnig til verðlauna.

Helga Jóna varð Íslandsmeistari í þrístökki 18-19 ára kvenna með stökki upp á 10,32 metra. Hún vann einnig til verðlauna í 100m hlaupi, 100 grind og langstökki.

Mikael Máni sigraði í í hástökki 18-19 ára karla með stökki upp á 1,83m. Mikale Máni vann einnig til verðlauna í þrístökki og bætti árangur sinn í langstökki.

Steingrímur Örn bætti árangur sinn í þrístökki og náði 3. sæti í flokki 16-17 ára pilta. 

Óskum þessum flottu frjálsíþróttakrökkum til hamingju með árangurinn.

 Frekari umfjöllun um árangur krakkanna má sjá á austurfrett.ishelgajona16

Ljósmynd: Lovísa Hreinsdóttir

Menntaskólinn á Egilsstöðum hóf innleiðingu á þróunarverkefni um leiðsagnarnám nú í haust. Til undirbúnigs fóru flestir kennarar skólans á námskeið um leiðsagnarnám í Kings College í maí síðastliðnum. Á starfsdögum 18. og 19. ágúst kom svo Sólveig Zophoníasdóttir frá Skólaþróunarmiðstöð HA og var með áframhaldandi fræðslu fyrir kennara skólans. Allir kennarar skólans eru þátttakendur í verkefninu og munu smátt og smátt þróa kennsluaðferðir sínar í átt til leiðsagnarmats. Spennandi tímar framundan í ME.

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Árni Ólason skólameistara Menntaskólans á Egilsstöðum til fimm ára, frá 1. ágúst 2016.
Árni hefur kennsluréttindi frá íþróttakennaraskóla Íslands og Cand Mag í heilsufræði og lífeðlisfræði frá Idrerhögskole NHI í Noregi. Hann hefur gegnt stöðu íþróttakennara og kennslustjóra á íþróttabraut um árabil við Menntaskólann á Egilsstöðu

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579