Fréttir og greinar

Í mörg ár hefur ME haldið úti edrupotti en að honum standa Foreldra-og Hollvinafélag ME og Menntaskólinn á Egilsstöðum. Arionbanki styrkti pottinn í ár auk ME og Foreldra- og Hollvinafélagsins. Til þess að geta fengið verðlaun úr edrúpotti ME þurfa nemndur að blása í áfengismæli á böllum NME og mælast án áfengis. Haldnir voru 5 dansleikir þetta skólaárið og voru 18 nemendur sem blésu á öllum böllunum og 9 í viðbót sem blésu á 4 böllum en þeir einstaklingar mættu ekki á 5. ballið.

Verðlaunaafhendingin fór fram í hádeginu í dag 15. maí og voru það þau Arnar Sigbjörnsson áfangastjóri, Árni Ólason skólameistari og Bergrún Arna fulltrúi foreldrafélagsins sem afhentu nemendum verðlaunin. Við óskum nemendunum innilega til lukku með verðlaunin og þá ákvörðun að skemmta sér án áfengis. Fleiri og fleiri nemendur taka þessa ákvörðun að neyta ekki áfengis sem er afar jákvæð þróun.

Myndir frá afhendingunni má finna hér

 

DSC 0191

Vikuna 6.-11. maí tók Menntaskólinn á Egilsstöðum á móti nemendum og kennurum í Erasmus+ verkefni sem skólinn leiðir. Markmið verkefnisins er að nemendur eiga að velja sér hugmynd að snjallforriti og smíða svo fyrirtæki í kringum þá hugmynd. 

Átta nemendur ME auk fjórtan nemenda frá Hollandi, Finnlandi, Spáni og Ítalíu unnu þannig að hugmynd sem að íslenskir nemendur fengu um að gera forrit sem gerir fólki kleift að skrá niður kolefnisfótspor sitt og bjóða notendum upp á að jafna það.
Auk erlendu nemendanna fjórtan komu átta kennarar með þeim, tveir frá hverju landi.

Ekki fóru allir dagarnir í eintóma vinnu því gestirnir fengu kynningu á svæðinu og bauð Björn bæjarstjóri þau velkomin ásamt því að farið var í Fljótsdal í Skriðuklaustur og á Óbyggðasetrið auk þess að allir gestirnir tóku sömuleiðis dagstúr á Seyðisfjörð ásamt íslensku fylgdarliði.
Þá buðu íslensku nemendurnir þeim erlendu með sér til Mývatns einn eftirmiðdaginn og kennararnir fengu sérstakan rúnt til Borgarfjarðar Eystri þar sem þeir upplifðu íslenskt veður.

Dagur Skírnir Óðinsson sem sér um alþjóðasamskipti skólans segir heimsóknina hafa tekist mjög vel, nemendurnir hafi skemmt sér vel og lært heilan helling og það sama gildi um kennarana.

Þegar að íslensku nemendurnir sem tóku þátt í verkefninu voru beðnir um að lýsa Erasmus vikunni sögðu þau meðal annars
,,Erasmus vinnan var mjög fjölbreytt og skemmtileg. Sterk vinabönd mynduðust á milli þessara 5 landa í kjölfar þessara vinnu.“
,,Það fengu allir krakkarnir að kynnast mjög vel og margir eru núna vinir eftir þessa ferð.“
,,Það var auðvelt og skemmtilegt að vinna með þessu fólki. Verkefnið var auðvelt þótt sér við þurftum að brainstorma slatta helling, margar góðar hugmyndir komu fram“

Næsta vinnutörn í verkefninu verður á Spáni í nóvember en þangað munu fara þrír nemendur frá ME.

erasmus obyggda 

Nemendur af listnámsbraut ME sjá um skipulagningu hátíðarinnar "List án Landamæra" hér fyrir austan í ár undir leiðsögn Ólafar Bjarkar Bragadóttur kennslustjóra listnámsbrautar ME. Um er að ræða tvær opnanir, annarsvegar í Sláturhúsinu á Egilsstöðum miðvikudaginn 8. maí kl. 18:00 og hinsvegar Gallerý Klaustur, Skriðuklaustri laugardaginn 11. maí kl. 14:00.

Verkin sem verða til sýnis koma víða að en sýningin er haldin í samstarfi við bæði einstaklinga og hópa sem vildu taka þátt og láta ljós sitt skína. Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og sjálfbærni voru höfð að leiðarjósi í mörgum verkanna og ekki síst hvað varðar að eyða fordómum og vinna að jafnrétti í heiminum öllum til handa. Á listahátíðinni má sjá handverk, þrykk, textílverk, handgerð kerti og aðra nytjalist frá Stólpa. Skúlptúra, málverk, teiknimyndaseríur og fleira frá nemendum leik-, grunn- og framhaldsskóla af Austurlandi. Samstarfsverkefni listamannanna Odee og Arons Kale verða til sýnis í Sláturhúsinu. Kvikmyndin Byrjuð að leita sem er afrakstur kvikmyndanema ME og VA í samstarfi við Stúdíó Sýrland verður sýnd. Anna Brina sýnir heimildamynd sína um Vistsporin og heimsmarkmiðin. Þá verða sýndar nokkrar kvikmyndir nemenda starbrautar ME og Stólpa. Verkið Tyggjó sem er lokaverkefni Steingríms Arnar nemenda í ME verður í frystiklefanum. Ljósmyndasýning KOX- filman er ekki dauð, verður á efri hæð Sláturhússins. Tónlistarariði verða við opnun hátíðarinnar frá nemendum ME, Sokara, Kristófer og fleirum. 

Boðið verður upp á léttar veitingar við opnun, frítt inn og allir velkomnir. Báðar sýningarnar eru opnar á opnunartíma húsanna og standa út mánuðinn. Hvetjum alla til að kíkja við og gera sér glaðan dag.

Fésbókarsíðu hátíðarinnar má finna hér og viðburðinn fyrir sýningarnar má finna hér.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579