Fréttir og greinar

ME í þriðja sæti í hæfileikakeppni starfsbrauta

Starfsbraut Menntaskólans á Egilsstöðum tók þátt í hæfileikakeppni starfsbrauta í ár eins og fyrri ár. Keppnin var haldin í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði að þessu sinni. Sjö krakkar og tveir starfsmenn fóru frá ME og skemmst er frá því að segja að þau stóðu sig frábærlega og höfnuðu í þriðja sæti.starfsbrautin17

Atriði ME var frumsamið lag og texta eftir Aðalheiði Ósk Kristjánsdóttur en ásamt henni voru á sviðinu við flutning lagsins Signý Þrastardóttir og Tinna Mirjam Reynisdóttir sem sungu með Aðalheiði og Daníel Björnsson sem spilaði á gítar. Alls tóku 12 atriði þátt í keppninni.

 

 

 

 

 

 

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579