Fréttir og greinar

Úrslit Barkans og Gettu Betur

Barkinn, söngkeppni ME, fór fram í Valaskjálf föstudaginn 24. mars.
Keppnin var hin glæsilegasta og bar Sóley Arna Friðriksdóttir sigur úr bítum með Bítlalaginu Oh! Darling. Aðlaheiður Ósk Kristjánsdóttir flutti frumsamið lag og hreppti annað sætið og Sigurjón Trausti Guðgeirsson var í því þriðja með laginu Vor í Vaglaskógi.20170324 193352

Gettu betur lið ME mætti MH í undanúrslitum keppninnar laugardaginn 25. mars. Var bryddað upp á þeirri nýbreytni að hafa stuðningslið ME í beinni útsendingu á Hátíðarsal skólans í stað þessa að ferðast um langan veg til Reykjavíkur. Þessi tilraun heppnaðist vel og líklegt að hún verði endurtekin í framtíðinni. ME-ingar lutu í lægra haldi fyrir fyrnasterku liði MH en þau Aðalsteinn Ingi, Gísli Björn og Ása hafa staðið sig afburðavel í keppninni og verið skólanum til sóma. Með því að komast í undanúrslit jöfnuðu þau besta árangur ME í keppninni til þessa.

gettubeturlidid17

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579