Fréttir og greinar

Grunnskólakynning

DSC 0172Í dag, 5. apríl komu skólar víðsvegar af austurlandi í heimsókn til að kynna sér Menntaskólann á Egilsstöðum og Hússtjórnarskólann á Hallormsstað. Þetta er skemmtilegur dagur í skólanum, nemendur sjá að mestu um kynningarnar og stóðu sig með miklum sóma. ME var kynntur, sérstaða okkar, námsleiðir og þess háttar auk glæsilegra atriða frá nemendafélaginu. Þá kynnti Hússtjórnarskólinn sínar námsleiðir og sérstöðu. Eftir tónlistaratriði og kynningar á sal fóru nemendur grunnskólanna með nemendum ME á stöðvar og kynningar víðsvegar um skólann, í matsalinn að snæða fajitas, að skoða bás Hússtjórnarskólans, skoða kynningar ME í bóknámshúsinu og svo rúnt um skólann þar sem heimavistin og allt hitt var skoðað. Nemendafélagið var með sérstakar kynningar á efri hæð bóknámshússin. Nemendur ME eiga hrós skilið fyrir flottar kynningar og leiðsögn. 

DSC 0055

                                        Myndir frá deginum má finna hér

 

 

DSC 0100

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579