Fréttir og greinar

Hreyfivika UMFÍ í ME 8.-12. maí.

Hreyfivika UMFÍ í ME 8.-12. maí.

ME mun þjófstarta Hreyfiviku UMFÍ 2017 og bregða á leik dagana 8.-12. maí með margskonar hreyfingu, hollustu og skemmtilegheitum.

Hreyfivika UMFÍ er Evrópuverkefni sem miðar að því að koma sem flestum Evrópubúum á hreyfingu,  hvetja þá sem ekki hreyfa sig reglulega að finna sér hreyfingu við hæfi og stunda hana sér til gagns og gleði.

Vikan fer formlega fram 29. maí -4. júní um alla Evrópu en við í ME munum sem fyrr segir þjófstarta og halda hana hátíðlega í síðustu kennsluviku annarinnar 8.-12. maí.

Nemendur og starfsfólk ME er hvatt til að taka virkan þátt í sem flestum viðburðum!

Dagskrá vikunnar:

Mánudagur 8. maí

Plankaáskorun kl 10 í anddyri í kennsluhúsi. Heilsueflingarnefnd startar vikunni með plankaáskorun og heilsusamlegum veitingum.

Minute to win it í hádeginu uppí á sal. Nemendaráð stendur fyrir æsispennandi keppni milli árganga og kennara!

 

Þriðjudagur 9. maí

Aflraunir meistarans kl 10 í anddyri í kennsluhúsi. Skólameistari býður í tvímenningsaflraunir...það verður eitthvað!

Hádegishjólreiðar kl 12:20 lagt af stað frá bílastæði ME. Stuttur og þægilegur hjóltúr…með vind í hárinu og bros á vörum …gerist ekki betra.

Hópeflisleikir og hamingja á grasbalanum fyrir aftan vistina kl 15:10. Nemendaþjónusta ME býður í hópeflisleiki og almenna hamingju.

 

Miðvikudagur 10. maí

Frisbígolf í Tjarnargarðinum í hádegishléinu. Mikael Máni kennir réttu tökin og lánar diska. Fáranlega einföld og skemmtileg íþrótt.

Fimleikar fyrir alla Ásta Dís, Arna, Salka, María og Rebekka bjóða upp á stórskemmtilega og byrjendavænt fimleikafjör í íþróttahúsinu milli kl 14:30-16. ATH hægt að droppa inn og út á þessum tíma.

Fimmtudagur 11. maí

Frjálsíþróttafjör á grasblettinum bak við vistina kl 10:00. Frjálsíþróttaþríeykið Helga Jóna, Mikael Máni og Steingrímur sjá um að hreyfa mannskapinn.

Stólajóga í hádeginu upp á sal. Margret skapar réttu stemminguna og slakar á fólki.

Fílafótbolti á grasbrettinum bak við vistina kl 14-15. Útivistarhópur Starfsbrautar býður alla velkoman í fílafótbolta, 4 saman í liði. Bara gleði!

Föstudagurinn 12. maí

,,Hreyfi-pubquiz” Í hátíðarsal ME í kl 12:15. Sabína Steinunn Halldórsdóttir landsfulltrúi UMFÍ bregður á leik

Crossfit –Crossfit Austur býður öllum ME-ingum að koma frítt í Crossfit Austur og taka WOD dagsins undir stjórn Hrefnu Aspar kl 17:30.

VERTU MEÐ OKKUR #MOVEWEEK

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579