Fréttir og greinar

Viðurkenningar vegna edrúpotts

Föstudaginn 12. maí fengu þeir nemendur skólans sem blésu í áfengismæli á böllum vetrarins viðurkenningar. 24 nemendur fengu verðlaun fyrir að vera edrú en yfir 110 nemendur blésu í heildina á böllum vetrarins. Fjöldi þeirra sem hafa blásið á böllum hefur aukist jafnt og þétt síðan verkefnið byrjaði og er það afar jákvæð þróun.

Það eru Foreldra- og hollvinafélag ME ásamt og ME sem standa straum af viðurkenningum til þessarra krakka. Guðrún Ragna Einarsdóttir stjórnarmaður í Foreldra- og hollvinafélaginu sem afhenti verðlaunin ásamt Árna Ólasyni skólameistara.

Við óskum þessum glæsilegu ungmennum til hamingju með ákvörðun sína að vera án áfengis á böllum vetrarins.

edrupottur17

 Mynd: Gunnar Gunnarsson

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579