Fréttir og greinar

Mandarínufjör, 1. des og námsmatsdagar

Margt skemmtilegt er framundan í skólanum þessa dagana. Á morgun, fimmtudag, mun heilsueflingarnefndin bregða á leik og vera með mandarínufjör í tilefni þess að tími mandarínanna er runninn upp. Þar verður brugðið á leik og ýmsar þrautir sem innihalda mandarínur í boði fyrir þátttakendur. Mandarínufjörið fer fram í anddyri kennsluhússins kl. 9:55 eða í fyrstu frímínútum.

Föstudaginn fyrsta desember er svo árshátíð NME. Hefð er fyrir því að nemendur bregði á leik og leggja mikla vinnu í undirbúning skemmtiatriða, salur skreyttur og góður matur snæddur. Eftir borðhaldið verður svo dansleikur  á Kaffi Egilsstöðum. Við óskum nemendum góðrar skemmtunar.

í næstu viku, eða 7. desember hefjast svo námsmatsdagar og standa þeir til og með 13. desember.

17. desember verður svo útskrift.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579