Fréttir og greinar

ME í 8 liða úrslit í Gettu Betur

Mánudaginn 15. janúar fóru fram nokkrar viðureignir í Gettu Betur, en sigurvegarar þeirra viðureigna komust áfram í 8 liða úrslit sem fara fram í sjónvarpinu. ME og VA áttust við í æsispennandi viðureign í Valaskjálf á Egilsstöðum fyrir framan um það bil 150 áhorfendur. VA fór sterkar af stað og svaraði 20 spurningum í hraðaspurningunum á móti 19 hjá ME. Þá skiptust liðin á að taka fram úr hvort öðru í bjöllu spurningum en í lokin seig ME framúr og svaraði síðustu bjölluspurningunum flestum. Lokatölur voru 35 - 28 fyrir ME. Menntaskólinn á Egilsstöðum er því kominn í 8 liða úrslit sem fara fram í sjónvarpinu. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að fylgjast vel með.

Nánari umfjöllun um hinar viðureignir umferðarinnar má finna í þessari frétt hjá RUV

gettubetur1                                                getturbetur3

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579