Fréttir og greinar

Það besta við fjarnámið eru spannir og góðir kennarar

Haustið 2017 var gerð könnun á meðal fjarnemenda skólans, en sambærileg könnun hafði verið gerð árið 2013. Könnunin var send á 254 fjarnema af fyrri og seinni spönn haustannar 2017. Svörun var um 54%.

Meðal þess sem spurt var um er hvernig skipulag áfanganna er á kennsluvef eða í OneNote, hvort framsetning sé skýr, hvernig gangi að nota kennsluvefinn og fleira í þeim dúr. Þá var spurt um álag í áföngum, endurgjöf kennara, skipulag og samskipti, innritun og fjarnámið í heild. Þá voru opnar spurningar hvað væri best við fjarnám ME og beðið um gagnlegar ábendingar. Niðurstöður voru bornar saman við niðurstöður frá árinu 2013 og skemmst er frá því að segja að í flestum þáttum hefur ánægja aukist.

Spurt var um fjarnámið í heild, hvernig nemendum upplifðu það. Myndin sýnir samanburð á árunum 2013 og 2017. Óhætt er að fullyrða að almenn ánægja er með fjarnámið.

fjarnamidiheild18

Þegar nemendur voru spurðir hvað væri best við ME voru yfirgnæfandi meirihluti sem svaraði að spannir væri það sem best væri við fjarnám ME og þar á eftir voru góðir kennarar nefndir. Þá voru þættir eins og að geta unnið með, símatsáfangar, viðmót kennara, og gott skipulag nefnt sem miklir kostir. Ábendingarnar sem komu um hvernig við getum bætt fjarnámið eru strax komnar í vinnslu og mun ME vinna að því að bæta enn frekar gott fjarnám.

Frekari upplýsingar um niðurstöður könnunarinnar má finna hér, bæði samanburð við 2013 og heildar niðurstöður.

 

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579