Fréttir og greinar

Jafnréttisvika í ME 22.-26. janúar

Jafnréttisvika ME verður haldin 22.-26. janúar næstkomandi. Vikan er samstarfsverkefni jafnréttisnefndar ME og Hinseginfélags ME að þessu sinni.  Skólinn verður skreyttur, myndir og fróðleikur á skjám, fyrirlestrar, umræður, jafnréttur og bland af gaman og alvöru.

Hvetjum alla til að taka þátt!

Dagskránna má sjá hér:

Mánudagur:
Nemendur fá afhenta Postit miða (í regnbogalitum) í verkefnatíma fyrir hádegi á mánudag og eru hvattir til að skrifa slagorð eða örstutta hugleiðingu tengda jafnrétti á hann. Þessir miðar verða svo límdir upp á einhvern vegg skólans.

Dagur og druslugangan - spjall í hádeginu á sal kl. 12:50 – allir velkomnir

Þriðjudagur: 

Hulda Sigurdís og kynjaður húmor- spjall í hádeginu á sal kl. 12:50– allir velkomnir

Miðvikudagur:
Sandra Rut og sexið - spjall tengt jafnrétti í hádeginu á sal kl. 12:50– allir velkomnir

Fimmtudagur:
Metoo og jafnréttisstefna ME - Margaret og Árni Friðriks - uppi í hátíðarsal í sjöttu blokk á fimmtudag – allir velkomnir

Föstudagur:
Litríkur dagur: Allir eru hvattir til að mæta í litríkum fötum –
Jafnrétturinn litríki á boðstólum í mötuneytinu í hádeginu

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579