Fréttir og greinar

Fleiri sofna fyrir miðnætti

Menntaskólinn á Egilsstöðum sinnir innra mati á skólastarfi eins og lög gera ráð fyrir. Hluti af því ferli er að gera nemendakönnun árlega. Niðurstöður nemendakönnunarinnar, sem lögð var fyrir nemendur ME í nóvember 2017, voru kynntar á kennarafundi á nýju ári. Heildarniðurstöður könnunarinnar og kynning með samanburði fyrir árið 2016 og í einhverjum tilfellum samanburði við árið 2006 má finna á síðu innra matsins hér á heimasíðunni.

Almennt eru niðurstöður nemendakönnunarinnar jákvæðar, nemendur eru almennt ánægðir með heimavist, mötuneyti, nemendafélagið og skólann. Nemendur eru ánægðir með kennsluna, vilja standa sig vel og eru sáttir við árangur sinn í skólanum. 

Þættir sem hafa verið í skoðun eftir könnunina og kannanir síðustu ára snúa helst að líðan nemenda, kvíða og fleira í þeim dúr. Nemendaþjónusta skólans er að vinna ýmis verkefni með nemendum til að koma til móts við þarfir þeirra á þessum sviðum.

Mætingar nemenda hafa ekki þróast í jákvæða átt og af þeirri ástæðu var ákveðið að spyrja um mætingar og bera saman við niðurstöður frá árinu 2006. Meðfylgjandi mynd sýnir að fjarvera nemenda og tíðni hennar hefur aukist síðan 2006.

fjarverafyrirutanveikindiogleyfi

Til að skoða nánar mætingarnar var spurt um algengustu skýringar á fjarveru nemenda úr tíma. Þar sögðu töluvert fleiri að þeir nenntu ekki í tíma árið 2017 en 2006 og töluvert fleiri nemendur töldu sig hafa brýnni erindum að sinna núna en árið 2006 (sjá næstu mynd).

ástæðurfjarveru17

Afar jákvætt var svo að sjá að fleiri ME-ingar nú fara fyrr að sofa en árið 2006. Mun fleiri fara að sofa fyrir miðnætti, en að sama skapi er það ekki mjög jákvætt að það er hærra hlutfall nemenda sem fer ekki að sofa fyrr en eftir hálf tvö á nóttunni árið 2017 (sjá næstu mynd)

hvenæraðsofa17

Hvertjum áhugasama til að skoða nánari niðurstöður á síðu innramatsins (sjá linka efst í þessari frétt)

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579