Fréttir og greinar

Söngleikur með sítt að aftan

Leikfélag ME setur upp um þessar mundir söngleikinn "Wake me up before you go go" - söngleik með sítt að aftan. Sýningin er eftir Hallgrím Helgason og er í leikstjórn Árna Grétars Jóhannssonar. Frumsýnt verður í Valaskjálf 16. febrúar næstkomandi og er hægt að ábyrgjast góða skemmtun. 001

Sýningin er í raun ferðalag aftur í tímann þar sem axlapúðar, fótanuddtæki og sódastreamtæki voru aðal málið. Drengur ferðast aftur í tímann til að reyna að gera framtíð sína bærilegri, en auðvitað hefur það ófyrirséðar afleiðingar. Leikfélag ME hefur lagt mikinn metnað í sýningar sýnar síðustu ár og er þetta skiptið engin undantekning. ME hvetur alla sem geta að skella sér í leikhús. Miðapantanir fara fram á lme@me.is. Miðaverð er 3000 kr., grunnskólabörn, NME aðilar og eldri borgarar greiða 2500 kr. Myndirnar sem fylgja með þessari frétt segja meira en mörg orð.003

Auglýstar sýningar eru

16. febrúar kl. 20

18. febrúar kl. 15 og kl. 20

21. febrúar kl. 20

23. febrúar kl. 20

24. febrúar kl. 18

Lokasýning 25. febrúar kl. 20 

007

008

hópurinn

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579