Fréttir og greinar

Fardagar 6.-9. mars 2018

Fardagar eru haldnir núna í annað sinn og fara fram 6. - 9. mars næstkomandi. Fardagarnir eru samstarfsverkefni milli nokkurra skóla sem eiga það sameiginlegt að standa að fjarmenntaskólanum. DSC 0079

Öll námskeiðin sem boðið er upp á að þessu sinni í ME eru einingabær og fá þeir sem sitja heilt 18 til 24 klukkustunda námskeið 1 einingu fyrir. Þriggja daga námskeiðin eru þar með einingabær en einnig er hægt að taka sex hálfsdags námskeið (3 klst í senn) og gefa þau líka 1 einingu ef setið er öll 6 námskeiðin til enda.

Upplýsingar um öll námskeið í ME má sjá hér. Skráningar hefjast 14. febrúar og standa til föstudagsins 16. febrúar. Skráningasíðan verður undir flipanum "þjónusta" hér á heimasíðunni.

Föstudaginn 9. mars verður uppskeruhátíð fardaganna. Þann dag byrjar dagurinn á bubblubolta í íþróttahúsinu, þá verður dagskrá á sal skólans og að lokum öllum boðið í pizzu í mötuneytinu.

 

Hægt verður að skrá sig á námskeið í nokkrum öðrum skólum og má sjá upplýsingar um þau hér að neðan.DSC 0068

Námskeið í Verkmenntaskóla Austurlands Neskaupstað

Námskeið í Laugaskóla að Laugum

Námskeið í Framhaldsskólanum á Húsavík

Námskeið í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafelssýslu á Höfn

 Námskeið í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárskróki

Námskeið í Menntaskólanum á Tröllaskaga Ólafsfirði

 DSC 0015

Fleiri myndir frá Fardögum 2017 - dagur 1 - dagur 2 - dagur 3 Uppskeruhátíð

 

 

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579