Fréttir og greinar

Ekill ökuskóli

Í dag 27.2 fengum við góða heimsókn þegar Jónas Helgason ökukennari og fyrrum kennari við MA kom færandi hendi. Starfsbraut ME var veittur endurgjaldslaus aðgangur að rafrænu námsefni Ekils ökuskóla en Ekill var fyrsti ökuskólinn í landinu til að kenna rafrænt námsefni. Námið sem nemendum starfsbrautar býðst nú í skólanum er undirbúningur fyrir ökunám, bóklegt Ö1 og Ö2, þar sem nemendur vinna verkefni á námsvef Ekils undir stjórn kennara.  Ökunámið sjálft verður að sjálfsögðu eins og áður í höndum ökukennara. 
 
Námsefnið á rafræna vef Ekils er allt unnið og uppfært reglulega af Jónasi Helgasyni. Efnið er umfangsmikið og inniheldur meðal annars bók þar sem nemendur geta hvort sem er hlustað á efni hennar eða lesið það, unnið gagnvirk verkefni og horft á myndbönd sem útskýra námsefnið enn frekar. Netökuskóli Ekils er vistaður á heimasíðu Ekils og er bæði á íslensku og ensku en verður innan tíðar líka aðgengilegur á pólsku.
 
Kennarar, nemendur og starfsmenn starfsbrautar ME eru mjög þakklátir fyrir aðganginn að vefsvæði Ekils og hlakka til að hefjast handa við undirbúning fyrir ökunámið.
 
Ökuskólanum Ekli eru færðar kærar þakkir sem og Jónasi Helgasyni, höfundi námsefnisins fyrir að veita Menntaskólanum aðgang að þessu aðgengilega og góða rafræna námsefni sem auðveldar kennsluna og gerir hana áhugaverðari.
 

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579