Fréttir og greinar

ME-ingur Danmerkurmeistari í Muay Thai

Okkur bárust þær skemmtilegu fréttir að Karítas Hvönn Baldursdóttir sem er fyrrum ME-ingur varð Danmerkurmeistari í Muay Thai fyrir skömmu síðan. Með sigrinum tryggði hún sé sæti í danska landsliðinu og keppnisrétt á Evrópumeistaramótinu. 

Muay Thai er tælenskt box þar sem barist er með höndum, sköflungum, olnbogum og hnjám.Karistasvann

Karítas, sem er 25 ára gömul, er uppalin á Kirkjubæ í Hróarstungu í nágrenni Egilsstaða. Á Egilsstöðum æfði hún fimleika, frjálsar og fótbolta. Árið 2015 flutti hún til Danmerkur til þess að stunda nám á sviði "Global Nutrition and Health" og prófaði þá fyrst að æfa Muay Thai og varð fljótlega mjög fær.

Við óskum Karítas Hvönn til lukku með árangurinn og titilinn.

 Frekari umfjöllun um þessi flottu afrek má sjá á mbl.is

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579