Fréttir og greinar

Fardagar í gangi

Fardagar eru nú í gangi í skólanum með tilheyrandi óhefðbundnu skólastarfi og gleði. Nemendur höfðu val um að taka þátt í einingabærum námskeiðum hér í skólanum eða í samstarfi við hina ýmsu aðila í bænum. Þá var einnig í boði að sækja námskeið í aðra skóla sem einnig standa að fardögum. 

Námskeið sem til dæmis eru hafin eru crossfit námskeið, björgunvarsveitanámskeið, skyndihjálparnámskeið, prjón og hekl námskeið, námskeið um norrænar glæpasögur, jákvæð sálfræði, skák og svona mætti áfram telja. Starfsbrautin er með kaffihús í kennsluhúsinu þar sem þau eru að safna fyrir Færeyjaferð. Myndir frá morgninum eru komnar á heimasíðuna og má sjá hér

DSC 0038        DSC 0060

DSC 0084        DSC 0082

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579