Fréttir og greinar

Viðburðarík vika

Vikuna 9.-13 apríl er mikið um að vera í ME. Þriðjudaginn 10. apríl verða Stígamót með fræðslu undir yfirskriftinni "Sjúkást". Nánari upplýsingar um það má lesa á Facebook síðu nemendaþjónustunnar.

Á miðvikudaginn er kynningardagur í skólanum en þá koma níundu og tíundu bekkingar úr grunnskólum fjórðungsins í heimsókn. Þeir gera sér glaðan dag í ME samhliða því að taka þátt í Skólahreysti í íþróttahúsinu.

Á fimmtudaginn stendur Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs fyrir ungmennaþingi um geðheildbrigðismál í ME og sama kvöld fer fram hin árleg Hæfileikakeppni starfsbrauta. ME heldur keppnina að þessu sinni og fer hún fram í Valaskjálf.

Vikan er einnig lýðræðisvika í framhaldsskólum landsins og eru skuggakosningar fyrirhugaðar á fimmtudaginn. Það er því nóg að gera hjá hæfileikaríkum og kraftmiklum nemendum á Austurlandi.

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579