Fréttir og greinar

Græn skref

Umhverfisnefnd ME hefur í vetur unnið að innleiðingu Grænna skrefa. Verkefnið Græn skref í ríkisrekstri felur í sér að gera sem flesta þætti í rekstri ríkisstofnana sem umhverfisvænasta. Skólinn hefur skilað inn grænu bókhaldi í nokkur ár og séð framfarir á milli ára í hvert skipti. Þetta auðveldar markmiðasetningu varðandi umhverfismálin og stuðlar að bættu umhverfi, meiri meðvitund um umhverfið og umhverfismál.

Umhverfisnefndin sér um innleiðinguna og er skólinn að vinna að fyrsta skrefinu. Að mörgu þarf að huga en síðustu ár hefur flokkun í ME verið tekið föstum tökum og auðveldar það verkefnið. Þættir sem skoðaðir eru, eru t.d rafmagn og húshitun, flokkun og minni sóun, samgöngur, innkaup, og miðlun og stjórnun. Undir hverjum þessarra flokka eru svo nokkur skref sem taka þarf áður en skólinn fær viðurkennt að hann hafi náð fyrsta skrefinu. 

Sem hluti af því að auka meðvitund nemenda og starfsmanna í umhverfismálum er í gangi umhverfisdagar með alskyns fróðleik og skemmtilegum viðburðum. Í dag fer meðal annars fram flokknarkeppni og eru verðlaun í boði fyrir þann sem stendur sig best.

frodleik  fatasofn  beini

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579