Góðgerðavika NME

Print

Nemendafélag Menntaskólans á Egilsstöðum stendur fyrir góðgerðaviku þessa vikuna en þetta er í annað skiptið sem nemendur standa fyrir slíku í ME. Þar kennir ýmissa grasa en að þessu sinni styrkja þau Brakkasamtökin á Íslandi. Nemendur standa fyrir alskyns viðburðum alla vikuna. Til dæmis hefur verið haldin góðgerða tómbóla, ýmsar áskoranir hafa gengið milli nemenda og einnig skorað á starfsmenn. Í dag verður sýnd stuttmynd um "Brakka genið" og það verður góðgerða fatamarkaður í öllum pásum. Í hádeginu fimmtudaginn 26. apríl verður rjómakökukast (ef sjálfboðaliðar fást í verkið) þar sem nemendum gefst kostur á að greiða fyrir að kasta rjómakökum framan í starfsmenn. Verður sennilega spennandi til áhorfs.

Austurfrétt fjallaði um góðgerðarvikuna en þar er viðtal við Aron Stein formann nemendaráðs og segir einnig frá þeim Berglindi Eir Ásgeirsdóttur og Bjarney Lindu Heiðarsdóttur (báðar nemendur ME) sem nýlega rökuðu allt hárið af sér til styrktar Brakkasamtökunum. Fyrir nokkrum dögum var viðtal við Berglindi Eir á Austurfrétt og segir Berglind þar frá baráttu móður sinnar við krabbamein, en móðir Berglindar lést fyrir nokkrum dögum. 

ME hvetur alla til að kynna sér málefnið og leggja því lið. Margt smátt gerir eitt stórt. Styrktarreikningurinn er Reikningsnúmer 0305-13-110137 - Kennitala 440283-0479. Öll frjáls framlög vel þegin.

Inni á facebook síðu NME má finna viðburðinn "Góðgerðavika" en þar má sjá hinar ýmsu áskoranir og viðburði sem verða áfram út þessa viku.