Fréttir og greinar

40 þátttakendur í jólakortasamkeppni Hollvinasamtaka HSA

Jólakortasamkeppni Hollvinasamtaka HSA í samstarfi við Listabraut ME var haldin í þriðja sinn nú í ár. Aldrei hafa fleiri tillögur verið sendar inn en 40 tillögur skiluðu sér til dómnefndar. Það voru þær Alicja Wlodzimirow og Ísabella Mekkin Lilly Þórólfsdóttir sem deildu fyrstu verðlaununum að þessu sinni. Við óskum  þeim til hamingju með sigurinn. Ísabella er nemi á félagsgreinabraut skólans og er Alicja skiptinmei frá Póllandi og stundar nám á náttúrufræðibraut skólans. 

Kortin eru seld til styrktar Hollvinasamtaka HSA sem nýtir fjármunina til að styrkja heilbrigðisþjónustu á Héraði. Jólakortin eru meðal annars seld á skrifstofu ME

Austurfrétt.is fjallar um myndir þeirra og listakonurnar í frétt sinni sem má nálgast hér.

jolakort2018

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579