Fréttir og greinar

Gildin gleði, jafnrétti og virðing

Undanfarin misseri hefur ME unnið í því að setja sér gildi í skólastarfinu. Á vormánuðum tóku starfsmenn venjubundna könnun þar sem spurt var meðal annars út í hvaða gildi starfsmenn töldu mikilvægust varðandi skólabrag ME. Kennarar völdu þrjú efstu gildin virðingu, gleði og jafnrétti. Nemendur tóku svo könnun nú í haust þar sem spurt var sömu spurningar. Þeirra niðurstöður sýndu sömu eftstu þrjú gildin gleði, virðingu og jafnrétti. 

Í vikunni unnu kennarar með gildin og hvernig þeir gætu gert þau meira sýnileg í skólastarfinu. Niðurstöðurnar voru flottar og margt gott hægt að vinna úr þeim. Sama vinna fór svo fram í dag með öllum nemendum skólans. Nemendur unnu saman í hópum undir stjórn kennara. Greint var hvernig staðan væri í dag í skólanum varðandi gleði, jafnrétti og virðingu og svo settar niður hugmyndir að því hvernig við getum bætt þessi sömu gildi og gert þau meira áberandi í skólastarfinu. Unnið verður áfram úr þessum flottu hugmyndum og reynt að hafa gildin að leiðarljósi í skólastarfinu og leiðandi í skólabrag ME. DSC 0045

Hlökkum til að vinna að þessu áfram með nemendum og starfsmönnum. Það er svo sannarlega flottur hópur sem nemur og starfar í skólanum okkar.

Myndir frá hópavinnunni í dag má finna hér

MEallir gildi a

Hafðu samband

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Netfang: skrifstofa@me.is
Sími: 471-2500
Kt. 610676-0579